Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 85
UNDAN TÍMANUM hjálp. Öll fimmtudagskvöld tók hann þátt í að æfa flutning á Jólaóratóríu Bachs ásamt fleiri vestrænum þróunarhjálparstarfsmönnum. Og ég vissi á sama augnabliki og hann hvarf út um dyrnar þann daginn, að hér var Sagan komin. Regnhlífin mikla. Yfirgripstákn bókar minnar Um Sorg. Vegsömun fagnaðarboðskaparins. Að sjá að í svo framandi landi sem Nepal, við vinnu- aðstæður sem oftast voru ólýsanlegar, hafði þetta fólk slíka þörf fyrir að halda í eigin sjálfsmynd, eigin hefðir. Að vita að verið var að syngja fagnaðar- söngva: söngva til fæðingarinnar, til lífsins, til framtíðarinnar, í hrjáðum heimi, varð til þess að ég sá heildarþemað fyrir mér svo sem í einni andrá: líf- ið þrátt fyrir allt. Fyrst til er Sorg er líka til Gleði, eða hefur verið til, eins og laglína sem maður hefur einhverntíma heyrt. Maður veit hún er til, þó hún hverfi oft undir steina, birtist á ný, hverfi, birtist. Og ég kom heim og gerði misheppnaða tilraun til að lýsa hetju minni sem þróunarhjálparstarfsmanni sem þvældist um allar jarðir í leit að trausti og trú. Af því spruttu um tvöhundruð afleitar síður, enda sat ég fastur milli tveggja stóla: blaðamanns og rithöfundar. Blaðamaðurinn varð alltof rúm- ffekur, í ákafa sínum að gera grein fyrir leiktjöldum, utanverki. Skapnaðir mínir drukknuðu í smáatriðum, sálarlíf þeirra hvarf inn í pólitískt og félags- legt myrkviði, sem féll ekki að því sem ég ætlaði mér, máli mínu. Það hætti að anda. Langar setningar gátu spunnist án þess svo mikið sem eitt af skilningarvit- unum fengi að leggja sitt af mörkum. Penninn reyndist nákvæmlega jafnlangt ffá öllu sem lýst var: öll fyrirbæri urðu jafh mikils virði. Málhæðin hélst alltaf söm yfir sjávarmáli. Engin loftgöp, engir klósigar. Ekkert lágt fékk að brjóta upp fjálgleik hins háa, ekkert útlenskt hið innlenda, ekkert fánýtt hið útvalda, engir kyrrir pollar í iðukastinu miðju. í stuttu máli sagt: Ég sveik það háleita markmið sem ég hafði sett mér um aðlaðandi mál sem talaði ekki niður til les- andans. Enda ætíaði ég mér ekki að skrifa spennusögu, lýsingu sem er upp- byggð samkvæmt æ hraðari takti samfaranna, með æ móðari og styttri setningum, sem að lokum slöngva lesandanum langt út úr bókinni. Sjálfur les ég spennusögur því þær stundir koma að maður vill bara láta annast sig og geta verið óhultur fyrir tómagangi eigin hugsana, og stundum óska ég mér þess að ég væri nógu stór í mér til að reyna þetta form sjálfur, en einmitt þá var ekki ráðrúm til þess. Hér var ég á höttunum eft ir máh sem lesandinn kæmist fyrir í, þeirri ljóðrænu mynd sem gæti orðið lesandanum spegill. Mér er það reyndar ljóst að ég hef ekki lagt mikið til sænskrar hugmynda- sögu. Hugmyndir eru annars konar ljóðlist en sú sem mér hefur verið unnt að fást við. Ég finn þetta þegar ég er staddur í upphafsskeiði skáldsögu, áður en strengjabrúður mínar verða skapnaðir, sem lifa sjálfstæðu lífi. Textinn lík- ist þá mest klæðaskáp fullum af herðatrjám og á þeim hanga druslur sem TMM 2000:2 www.malogmenning.is 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.