Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 86
GÖRAN TUNSTRÖM bera nöfri eins og Sá skynsami, Sá íramtíðartrúaði, Sá góði. Og, það sem þeir geta talað! Langar ömurlegar ritgerðir þar sem tilgangurinn drýpur af hverju orði, og klunnalegar sviðslýsingarnar - „ ... kallaði hún glaðlega", „og brosti hæðnislega um leið og hann lyfti glasinu“, „sagði greifinn og lagði áherslu á hvert atkvæði“ - verða eins og hækjur á hjólum. Hvað um það: dag einn hitti ég þann sem veitti frásögn minni fæðingar- hjálp: Gösta Miller. Hann á heima í Sunne, hann hefur lifað áhugaverðu lífí, eins og það er kallað, en umfram allt gat hann sagt frá þannig að þetta líf hans, og líf þjóðfélagsins, og líf tímans, varð sýnilegt, áþreifanlegt. Frá vinn- unni í kjallara Óðalseigandans, frá Aktygjakónginum sem framleiddi aktygi handa Franz lósef keisara, ffá sírópsflöskunni sem brotnaði og hvernig krakkarnir lágu á gangstéttinni og sleiktu það upp, frá ágjörnu söngstjóra- frúnni, sem þeir göbbuðu til að hamstra salt, frá áhrifum Kreuger-hrunsins á sögunarmyllurnar, frá svallveislum Fimmtudagsklúbbsins á hótelinu, ffá Verma prófasti sem gaf skólausum börnum epli; andlit, örlög, atriði. Sunne - þetta eymdarpláss - öðlaðist skyndilega líf: allt fór að iða handan við rúð- urnar, á götuhornum, allt gat rýmst þarna í vermlenska dalverpinu, ég fann skýrar en nokkru sinni fyrr að sérhver staður felur í sér alla staði, öll líf fela í sér allt líf, Sunne, Prag, Macondo, Wadköping, smáir eða stórir viðburðir. Það sem er mikilvægt er hvernig sagt er frá því. Ég dansaði út úr húsi hans í þetta skipti, ég þurffi ekki lengur gjörvalla jarðkúluna sem vettvang fyrir kosmíska sögu. Stórgatan, Langagata og brúin nægðu. Og ég skrifaði. Þrjátíu síður, fjörtíu. En gott var það ekki. Ekkert klukkna- hljóð, engin dýpt, ekki fyrr en ég dag einn var í heimsókn hjá vinafólki á vest- urströndinni og leit þar í bók: Sænskir fiskimenn hét hún - stórt uppsláttarrit með myndum af öllum félagsmönnum og tíundað þorskmagn sem hver og einn hafði laðað úr hyldýpi sjávar. Þar varð Nafnið á vegi mínum. Verurnar mínar sem enn voru vart orðnar til á þegjandalegum pappírn- um litu ekki út eins og „Karl-Erik“, „Bertil“ eða „Sven“, þessi nöfn sem höfðu verið valin fyrir tilviljun, úr þeim var ekki hægt að lokka nein leyndarmál, þetta voru „dulnefni“. En þá blasir það allt í einu við: nafnið sanna, og þannig var það einmitt nú: Sidner . Ég get ekki útskýrt hvernig fjöldi sagna þyrptist umsvifalaust úr þessu nafni og skipaði sér í ákveðið og óumbreytanlegt munstur eins og járnsvarf. Og hvernig nafnið Sidner getur af sér önnur nöfn: Splendid, Sleipnir, Herleg Birgitta, hvernig útlit, blæbrigði og atvik læðast út úr klæðnaði nafnanna. Frásögnin er mætt til leiks og verður sönn. 84 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.