Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 99
PS frá ritstjóra Ágæti lesandi. Þótt markmið menningartímarita eins og TMM sé í sjálfu sér ekki að vera fjölmiðlaefhi, heldur þjóna áskrifendum, er óneitanlega mjög ánægjulegt ef greinar sem hér birtast vekja athygli annarra fjölmiðla og þar með þjóðarinnar allrar. Það var tilfellið með grein Halldórs Björns Runólfssonar um hið svonefnda „málverkafalsanamál“ sem birtist í síðasta hefti, því hún var tekin til umíjöllunar í öllum landsfjölmiðlum sem á annað borð fjalla um menningarmál. Síðan heldur umræðan áfram hér eins og sést á ádrepu Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings, sem er fróðlegt innlegg í umræðuna um þetta viðkvæma mál. Aðalefni þessa heftis, Dyggðirnar sjö að fornu og nýju, ætti ekki síður að vera forvitnilegt, en það er framlag TMM til kristnitökuhátíðarinnar. Fjórir valinkunnir fr æðimenn voru fengnir til að velta fyrir sér fyrirbærinu dyggð og afstöðu fólks til þess víða um heim og á ýmsum tímum, allt ffá menningu Forn-Grikkja til samtímamenningar okkar íslendinga, auk þess sem dyggð- irnar sjö eru skoðaðar í ljósi nokkurs konar bókmenntaúrvals ffá fornöld til okkar tíma. Og svona til að minna á að kristnin er eitt þeirra tryggðabanda sem tengja okkur við umheiminn birtum við á forsíðunni mynd effir litháískan listamann sem býr og starfar hér á landi, Vitautas Narbutas. Þetta þemahefti er unnið í tilefni af kristnitökuhátíð sem haldin verður á Þingvöllum nú í sumar og í samstarfi við Gallup, Kristnihátíðarnefnd og ART.IS. En það tengist einnig tveimur myndlistarsýningum þar sem íjórtán íslenskir myndlistarmenn sýna verk sem tengjast þeim dyggðum sem íslendingar meta hvað mest nú á tímum. Þær verða opnaðar þann 30. júní á Listasafhinu á Akureyri og 1. júlí n.k. í Stekkargj á á Þingvöllum og standa yfir í tvo mánuði. Sýningarstjóra beggja sýninganna, Hannesi Sigurðssyni, færi ég bestu þakkir fyrir samstarfið. Hér er því verið að pæla í því gildismati sem íslendingar hafa haff að leiðarljósi í gegnum tíðina og minna á að kristnin hefur lengi verið og er enn gildur þáttur í menningu okkar. Það er staðreynd sem er hollt fyrir alla íslendinga, jafht trúaða sem trúlausa, að staldra við og íhuga á þessum tímamótum. Með sumarkveðju, Friðrik Rafnsson . TMM 2000:2 www.malogmenning.is 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.