Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Page 106
RITDÓMAR
hefur þýtt og gefið út ljóð Éluards. Bókin
nefnist Ástin Ijóðlistin og önnur Ijóð og
kom út árið 1995.
Fyrsti hluti er samnefhdur bókinni,
heitir einfaldlega Ljóðtímaskyn og inni-
heldur fimm ljóð sem auðkennd eru
með rómverskum tölum I-V. Hér ber
mest á andstæðum, myndhverfingum
og litum. Upphafsljóðið er prósaljóð og
gefur ekki mikla ástæðu til bjartsýni,
dimmur tónn sleginn strax í fýrstu línu:
„Á svarta rotnun stafar flöktandi
birtu.“. Vonin er samt til staðar og gerð
tilraun til að breyta hinum „dauða tíma
í lifandi líðandi tíma“. Skáldið leggur
áherslu á að hér er um veika von að ræða
og tilraun en eins og segir í V. ljóði þá
„má alltaf endurtaka tilraunir." Segja
má að Sigurður lýsi hér í fyrsta hluta
bókarinnar hvernig maðurinn sveiflast
gjarnan milli gagnstæðra skauta,
svartsýni og bjartsýni. í V. ljóði ríkir ein-
hvers konar bjartsýni en ekki laust við
nokkra fyrirvara og jafnvel íróníu. „Það
liggur vegur niður að vatninu. Vonandi.
Bláu vatninu að minnsta kosti í minn-
ingunni.” I lok ljóðsins er beðið eftir
„fullnustu tilraunarinnar: að allt hverf-
ist í blátt uns það birtist skínandi gyllt.
Gullið.“ Blái liturinn myndar andstæðu
hins svarta í fyrsta ljóði, tengist himnin-
um og voninni. Skemmtilegt er ljóð nr.
II, fullt af fallegum myndhverfingum á
borð við þessa: „Flugeldar í öllum litum
kraumuðu lengi á svörtum næturhimn-
inum.“
Annar hluti nefnist Burt og hefst á
samnefndu ljóði. Yrkisefnið að þessu
sinni er sígilt og minnir á frægt ljóð eftir
Sigfus Daðason „Að komast burt“. Til-
veran kreppir hér mjög að ljóðmælanda
sem kýs reyndar að tala í 1. persónu fleir-
tölu. Óvenjulegt er einnig að ekki ein-
ungis lifandi persónur langar burt
heldur bókstaflega:
Allt
Allt langar burt
Bókstaflega allt
Ekki bara okkur
heldur líka gangstéttir og húsaraðir
Þennan nístandi berangur
þessa túndru
langar burt
I stuttu máli þá er engin undankomuleið,
því allt eltir okkur, meira að segja: „Sjálf-
umgleðin eltir okkur / inní sjálfsgagn-
rýna þögnina / Hvergi undankoma! “. Eitt
af því sem langar burt er hafið „úr víð-
ernum sjávarins“ og skáldið lætur það
eiga síðasta orðið í ljóðinu. Hafið kann
bæði að vekja okkur og svæfa og það ger-
ir enn betur: „... það kann að sefa okkur
/ Hafið / Sýna okkur óendanleikann /
víðernin / auðn sjávarins / auðn full af
tómi / full af lífi / óráði / full af heilagri
óreiðu“. Og það sem skiptir mestu máli
er að hafið vekur það sem skáldið metur
mest af öllu þ.e. „leiðsluna" sem þrítekin
er í lokin. Það er leiðslan, upphafningin
yfir hið hversdaglega, sem gefur lífinu
gildi og rekur svartsýnispúkana á flótta. í
ljóðinu „Stundir“ vill ljóðmælandi kom-
ast „Burt frá öllum stöðum sem binda
þig!“ og „Heim til stundanna“ og síðan
kemur þetta gullfallega erindi, sannar-
lega tær skáldskapur:
Stundanna sem lifna
stundanna sem opnast
eins og ástarandlit
sem nóttin færir okkur
Skáldið lofsyngur stundirnar því það er
þar sem „Fundum okkar ber saman“, í
„eilífum / hverfulum // stundunum“.
Þessi hugsun kemur einnig skýrt fram í
prósaljóðinu „Sandkorn“ ogbirtir í raun
104
www.malogmenning.is
TMM 2000:2