Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 109
RITDÓMAR sögunnar lýkst upp fyrir honum og hann áttar sig á því hvernig einstakar frásagn- areiningar innan hennar vinna saman. í upphafi sögunnar er lýst „vatnslita- mynd í mjóum tréramma“ heima hjá sögumanni. Þetta er einkennileg mynd sem kann þó að veita ákveðnar vísbend- ingar um merkingarheim sögunnar: „Myndin, sem hékk lengi á trésmíða- verkstæði afa míns og var mér óþrjótandi umhugsunarefni þegar ég var yngri, er af tveimur froskum á bakka einkasundlaugar sem greinilega hefur ekki verið notuð lengi. I bak- grunni sitja tvenn miðaldra hjón við borð hlaðið veitingum. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni eftir að ég eignaðist myndina að þetta fólk sé að drekka kryddað romm og tala um ferðalög.“ (6) Það sem gefur þessari friðsælu, en kyn- legu mynd dálítið ógnvænlegt yfirbragð er að „í rammanum er sprunga sem nemursvoaðsegjavið [nýju] sprunguna í veggnum, rétt eins og eldingu hafi lostið niður í hann“. Þetta má skoða sem for- boða þess að tilvera sögumanns fari úr skorðum. Froskarnir tveir eru framandlegir og í nokkurri fjarlægð frá fólkinu við borðið. Ónotaða einkasundlaugin bendir til nið- urníðslu og stöðnunar, enda kemur fljót- lega í ljós að allt hefur staðið í stað í lífi sögumanns frá því fyrir tuttugu árum þegar hann lauk skólagöngu. Þetta er víða gefið í skyn með óbeinum hætti, þó ekki sé með öðru en að lýsa ryki á plast- hlíf á gömlum plötuspilara (153). Sögu- manni finnst miðaldra hjónin vera „að drekka kryddað romm og tala um ferða- lög“, en ferðalög eru eins konar leiðar- minni í sögunni. Sögumaður treystir sér ekki til að fara í lengra ferðalag í fríinu vegna óljósra slæmra minninga í tengsl- um við tvær utanlandsferðir með móður sinni og systur. Fyrri ferðin virðist mörk- uð af skilnaði foreldra hans. Faðir hans er annars varla nefhdur beinlínis, en skiptir þó höfuðmáli. Sögumaður getur ekki útskýrt hvað það er „sem gerir tilhugsun- ina um ferðalög tU útlanda einmanalega og fráhrindandi" (18), nema að það tengist þessum tveimur ferðum. Á hinn bóginn skipa víðförlir karlmenn sérstak- an sess í huga hans. Þetta á bæði við um Vigni, gamlan bekkjarbróður hans sem siglt hefur á skútum um fjarlæg höf og klifið há og erfið fjöll í ýmsum álfum, og frænda hans, Róbert, sem ungur flutti tU Kaupmannahafhar, einn síns liðs. Þessir menn verða einhvers konar fyrirmyndir, viðmiðanir eða föðurímyndir hans, en samanburðurinn við þá undirstrikar hans eigið getuleysi. Það eina sem kemur ffam um seinni utanlandsferð hans er að hann hafi verið í stuttermaskyrtu af móðurbróður sínum, þ. e. Róbert, og það má geta sér þess tU að honum finnist hann aldrei hafa kunnað að klæðast hans flíkum eða feta í fótspor hans. Þessi lýsing er einmitt dæmi um knappa frá- sagnaraðferð bókarinnar þar sem hug- renningatengsl gegna mikilvægu hlut- verki. Hún er meistaralega byggð, færist frá hinu stóra (byggingu í erlendri stór- borg) að hinu smáa (tóbaksögnum í vasa), og sögumaður er óumræðilega umkomulaus og brjóstumkennanlegur í hallærislegu aðfengnu skyrtunni: „Ég horfi út um framrúðuna og dreg upp í huganum mynd af Landspítal- anum, sem birtist mér eftir smástund þegar ég fer aff ur af stað. Mig langar til að bera saman raunverulegar útlínur spítalans og þær sem ég veiði upp úr minninu. Ég sé fyrir mér byggingu í erlendri stórborg. Mér dettur helst í hug eitthvað austur-evrópskt. Það er glampandi sólskin og í útvarpinu eru TMM 2000:2 www.malogmenning.is 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.