Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Qupperneq 113
RITDÓMAR reynir að troðast í gegn með tárin set ég dauðar flugur undir augnlokin. Ef það dugar ekki geri ég allt stíft. Ég get gert allt stíft. Líka hjartað. (bls. 16). Hörkuauminginn er tákn sorgar og sárs- auka, þeirrar tilfinningar sem fær mann- eskjuna til að gráta þegar eitthvað bjátar á. En í umhverfi Laufeyjar er ekki pláss fyrir „aumingja“. Þar ráða harkan og lögmál ffumskógarins ríkjum. Það eru hinsvegar yfirlýsingar Laufeyjar í þessum anda ásamt ákalli hennar um hjálp hér og þar í bókinni sem afhjúpa stúlkuna og sýna að hún er einungis viðkvæm barnssál sem þarfnast ofar öllu ástar og umhyggju. Til þess að lifa af verður hún samt að vera hörð og útiloka særindin hvað sem tautar og raular. Hörkuauminginn sýnir einnig að Laufey er á mörkum heilbrigði og geð- veiki. Hún er margklofin og horfir á hluta af sjálfri sér utan ffá. Það er fleira en harkan sem heldur í henni lífsneistanum: ást hennar á Þ., sæt- asta stráknum í bekknum. Hana dreymir um að kynnast honum nánar og telur sér trú um að hann sé stöðugt að fylgjast með henni, að hann sé skotinn í henni og vilji henni eitthvað gott. Það er að hluta til rétt því Þ. er stöðugt að fylgjast með Laufeyju, en ekki af ást heldur innibyrgðu hatri sem þau tvö eiga sameiginlegt. Þ. og Laufey eru af gjörólíkum upp- runa. Laufey er fátæk, smáð og fyrirlitin en Þ. er af ríku fólki kominn. Hann fær allt upp í hendurnar, peninga, föt og græjur en ekki það sem máli skiptir - ást og umhyggju. Þetta tvennt sameinar þessar gjörólíku manneskjur Laufeyju og Þ.; hatur á þeim sem ólu þau en sinna þeim ekkert. Og birtingarmáti hatursins er svipaður, beinist að einni manneskju sem þau vilja allt hið versta. Hatur Lauf- eyjar beinist að Eygló Línu en hatur Þ. að Laufeyju. Það sem skiptir hinsvegar meginmáli er að hatur Laufeyjar er yfir- borðslegt, en í gegnum það fær hún útrás fyrir innibyrgða sorg . Hatur Þ. er hins- vegar úthugsað, þrælskipulagt og meng- að af hugarfari þess siðspillta. Þótt hugur Laufeyjar sé fullur af hrikalegum hugs- unum er hún svo saklaus að hún gæti tæpast raungert þær nema í huganum. Þ. er hinsvegar truflaður náungi sem svífst einskis og má rekja truflun hans til sömu einangrunar og Laufey býr við þótt í annarri mynd sé. Hann hefur veraldlegu gæðin sín megin en ást og umhyggja for- eldranna er víðs fjarri. Þau eru innilokuð í heimi ástleysis og sinnuleysis, fara í skyldubíltúra við og við til að „skemmta“ syninum sem upphugsar djöfulleg ráð á meðan. Áformum Þ. fær lesandinn að kynnast snemma í bókinni og þær hug- leiðingar eru hrikalegri en orð fá lýst. Laufey kvelur systur sína í þeim tilgangi að hefna sín á mömmu en þær pyntingar eru barnaleikur í samanburði við hugsan- ir Þ. Hans áform eru til þess gerð að hefna skilningsleysis foreldranna en þau eru öllu viðbjóðslegri og miskunnarlausari en vanmáttugar tilraunir Laufeyjar. Höfundur færir sjónarhornið til skiptis ffá Þ. til Laufeyjar. Laufey er sak- leysinginn sem þrátt fýrir allt trúir á ást Þ. en hann er geðsjúklingurinn sem þráir að pynta, særa, meiða eða drepa. Lesand- inn sér til skiptis inn í huga þessara tveggja persóna og það er óhugnanlegt að fylgjast með því hvernig málin þróast. Að Þ. skuli ekki heita neinu ákveðnu nafni vekur upp ákveðnar hugleiðingar. Hann er sá sem stingur, þ.e. þorn eða þyrnir, eitthvað sem meiðir og veldur sársauka svo úr blæðir. Naftiið Laufey er hinsvegar tákn vorsins, nýútsprunginna laufa, vona og drauma. Þegar andstæð- urnar, sakleysi og grimmd, rekast á, myndast kaos sem enginn mannlegur máttur fær við ráðið. í tengslum við ólíkar aðstæður og hugarheim þessara tveggja persóna TMM 2000:2 www.malogmenning.is 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.