Dagrenning - 01.12.1956, Side 20

Dagrenning - 01.12.1956, Side 20
c--------------------------------------------------------------------\ „Segið hinum frjálsu þjóðum . . . !” Sjónarvottur að hörmungunum í Ungverjalandi segir frá því, sem fyrir augu hans bar, á þessa leið: „Segið hinum frjálsu þjóðum heimsins frá hegðun Rússa!“ Þetta voru síðustu orðin, sem við heyrðum Ungverja segja,“ segir danskur fréttamaður, „áður en ég, ásamt tíu frönskum og ítölskum blaðamönnum, yfirgaf höfuð- borgina, sem þá var orðin hryllilega útleikin. Við námum staðar 10 metra frá skriðdrekum Rússa, við eina af brúnum yfir Dóná, og kom þá maður hjólandi til okkar, stökk af hjólinu og hrópaði þessi skilaboð. Þetta var óþörf bón. Hundruð Ungverja höfðu áður beðið okkur að skýra þjóðum Vesturlanda frá því, hvernig Sovétríkin beittu skriðdrekum sínum til þess að brjóta á bak aftur frelsisbaráttu ungversku þjóðarinnar gegn hinu rússneska hernaðar- og kommúnistaeinræði. Hvar sem við fórum um Budapest, til þess að kynna okkur hörmung- arnar, sem hin rússneska hemaðarvél hafði valdið, hittum við fólk, sem bað okkur eins og Guð sér til hjálpar, að koma þessum fregnum til vestrænna þjóða. Fyrstu daga hinnar rússnesku ógnaraldar gerðu íbúar Búdapestar sér vonir um hjálp frá Vesturveldunum, en um það leyti, sem við fórum úr borginni, voru þær vonir brostnar. Hin vopnaða mótspyrna gegn Rúss- um hafði verið barin niður, en fjöldi verkamanna fullvissaði okkur um, að verkfallinu yrði lialdið áfram. Það er ömurlegt um að litast á götum Búdapestar þessa dagana. Fólk er farið að sjást aftur á ferli, eftir að mestu ógnirnar em liðnar hjá, en þessi borg, sem áður var fögrum ljósum prýdd, með bjartar og hreinar götur, er nú að mestu sundurskotin hús, brunnar stórbyggingar. fallin tré o. s. frv. Víða sjást leifar af virkjum frelsishersins, oltnir sporvagnar, ónýtir bíl- ar og skriðdrekar. Á götunum er þykkt lag af gráum kalksalla frá rústum húsanna. í sumum hverfum sést varla lieil rúða, og kuldinn bætist ofan á allar hörmungar fólksins. Eftir nálega þriggja vikna allsherjar-verkfall eiga margir ekkert eldsneyti. Milli 600 og 1000 rússneskir skriðdrekar ásamt stórskotaliði, þögguðu niður frelsiskröfur íbúanna í Búdapest. — Blygðunarlaus, en árangursrík aðferð. Þegar Rússar heyrðu uppreisnarmenn skjóta einhvers staðar, óku þeir samstundis skriðdrekum sínum að húsinu og létu fallbyssukúlumar dynja á því, þangað til ekki stóð steinn yfir steini. Þeir kveiktu líka í víða, J>ar sem engin hernaðarleg mótspyrna var veitt. Þegar Rússar höfðu handtekið hina nýju ríkisstjórn landsins, var mót- 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.