Dagrenning - 01.12.1956, Side 30

Dagrenning - 01.12.1956, Side 30
f' \ lega nú milli Riissa og Bandaríkjamanna. Þó skerst aldrei í odda þeirra í milli nema í orðræðum. Rússar leita lítið á Bandaríkin og þau leita lítið á Rússa, en milli þeirra er greinilega gagnkvæmur skilningur. Hins vegar reyna þeir báðir sameignlega að vega að Bretum og Frökkum á mjög svpaðan hátt og Rússar og Þjóðverjar vógu að Pólverjum og Balkanríkjunum í síðustu heimsstyrjöld og fyrir Iiana. Þetta hefur glögg- lega komið fram í margháttuðum afskiptum undanfarin ár, en þó aldrei eins vel og nú í Súezdeilunum, þar sem Bandaríkin og Rússar hafa nú skipt á milli sín áhrifasvæðum Breta þannig, að Rússar hafa stjórn- málalegan hagnað af, en Bandaríkin fjárhagslegan. Þetta.er Ijót mynd, en hún er því miður allt of rétt og sönn. Zíonista- auðvaldið, sem Rússar studdust við til að eyðileggja Þýzkaland, styður þá einnig nú — aðeins á öðrum stað — í Bandaríkjunum. „Líkaböng“ hljómar nú yfir Bretlandi, Norðurlöndum, Vestur-Þýzka- landi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Spáni, Portúgal og Ítalíu á sama hátt og hún hljómaði á árunum 1933—1939 yfir Eystrasaltsríkjunum, Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Austurríki, Ungverjalandi og Balkanríkjunum. Almenningur í Bandaríkjunum veit ekki, hvert verið er að leiða hann nú, fremur en alþýða manna í Þýzkalandi vissi það á valdatímum Hitlers. Hitler lét sig það engu skipta, þó að Rússar héldu ekki gerða samninga, en hann tók hart á Frökkum, ef þeir reyndu að tryggja sína hagsmuni. Forseti Bandaríkjanna horfir rólegur á það, að Rússar og leikbrúður þeirra (til dæmis Nasser), brjóti alla samninga og myrði þjóðir með skrið- drekum sínum, en hann tekur hart á Bretum, ef þeir reyna að tryggja tilveru sína og hagsmuni. Þetta er að vísu óskemmtileg samlíking, en í móti henni verður ekki mælt — til þess er hún of sönn og of augljós. Á einu er rétt að vekja hér athygli, sem alltaf gleymist, þegar rætt er um síðustu heimsstyrjöld og þátt Bandaríkjanna í henni. Meðan Bretar börðust einir gegn sameinuðum nazistum og kommúnistum, hófu Banda- ríkin enga þátttöku í stríðinu — seldu Bretum ekki einu sinni vopn. En þegar styrjöldin hafði snúizt svo, að Rússland og kommúnisminn var í hættu, þá stóð ekki á zíonistaauðvaldi Bandaríkjanna að hefja virkar að- gerðir og senda vopn og hergögn, fyrst og fremst til Rússlands. Ummæli Reed’s. Enginn skal halda, að það sé höfundur þessarar greinar, sem hefur uppgötvað hið dularfulla samband milli zíonistaauðvalds Bandaríkjanna og kommúnistaríkisins í austri. Flestir hugsandi menn, sem aðeins leita sannleikans í þessu sem öðru, hafa séð þetta samband fyrir löngu og skrifað um það. Meðal þeirra er hinn lieimsfrægi rithöfundur Douglas 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.