Dagrenning - 01.12.1956, Side 32
"-------------------------------------------------------------------------------N
að sjá, hverjar hrellingar og afhroð stuðningur hans við pólitíska zíon-
ismann mun baka honum í framtíðinni."
Nú er þetta samband að verða augljóst hverjum, sem sjáandi vill sjá
og heyrandi heyra. Spurningin er aðeins sú, hvort zíonistaauðvaldi Banda-
ríkjanna og kommúnistunum í Kreml tekst það, án nýrrar heimsstyrjaldar,
með stuðningi nýkommúnista og kommúnista í hinum vestrænu löndum,
að útrýma kristindómi í þessum löndum og hneppa þjóðirnar í hina rúss-
nesku ánauð, án þess þær beri hönd fyrir höfuð sér.
Það er sú tilraun, sem nú er að fara fram, og í henni eru morð Ung-
verjalands og brottrekstur Breta og Frakka frá Súez tveir þættir undir-
búnir og skipulagðir í ógnunarskyni við hinar vestrænu „frjálsu“ þjóðir.
Alls staðar kveður nú við sama svarið, þegar þessi mál eru rædd: Það
má ekki beita valdi, því að þá kann að brjótast út ný heimsstyrjöld! En
mér er spum: Hvenær hefur nokkur verið frelsaður úr lífsháska eða yfir-
vofandi hættu án þess að sá, sem hjálpina veitti, leggði sjálfan sig í hættu
— jafnvel lífshættu? — Sjaldan eða aldrei! Og til hvers eru „varnarsamtök“
hinna vestrænu þjóða og vígbúnaður þeirra, ef hver þjóðin af annarri á
að verða hinum skipulögðu samsærissamtökum að brá? Nú eru þau að
gleypa Arabaríkin öll með húð og hári.
Sameinuðu þjóðirnar eru, með aðstoð Bandaríkjanna og í þágu alþjóða-
kommúnismans, hægt og hægt að myrða hinar vestrænu þjóðir. Eitur
spillingar og upplausnar magnast innan þeirra með skipulagðri glæpa- og
niðurrifsstarfi, svo að kalla á öllum sviðum, og að lokum verða þeini
veittar nábjargirnar með „her“ Hinna sameinuðu þjóða, sem nú fær það sem
fyrsta lilutverk sitt, að standa vörð um einræðisherrann Nasser og svika-
stafscmi hans.
Enn er von.
Hér em engin vamaðarorð nógu sterk, því að blekkingin meðal þjóð-
anna er orðin svo algjör. Hér á fslandi er til dæmis hvert einasta dagblað
slegið þessari blindu og hver einasti stjómmálaflokkur á valdi annars
hvors aðilans — hins alþjóðlega kommúnisma eða hins alþjóðlega zíon-
isma. Og frá þessum aðilum fær hin íslenzka þjóð — eins og raunar allar
aðrar frjálsar þjóðir — leiðsögn sína í opinberum málum.
Allar vestrænar þjóðir eru nú að yfirgefa þann grundvöll, sem þær
hafa byggt á til þessa — kristindóminn. í hans stað kemur efnishyggja
og nýheiðni, sem er löguð til eftir því, sem „vísindi" samsærisins telja
heppilegt þá og þá. Verði ekki snúið við þegar í stað er voðinn óum-
flýjanlegur. Bandaríkin, sem em nú brjóstvöm vestrænna frjálsra þjóða,
v________________________________________________________________________________
30 DAGRENNING