Dagrenning - 01.12.1956, Page 36
Þýðing síðdegissamkomanna.
Síðdegissamkomurnar eru taldar
grundvallaratriði í hinni guðlegu lækn-
ingastarfsemi. „Svo kemur trúin af boð-
uninni, en boðunin byggist á orði Guðs.“
Eitt sinn bar svo til er fólk streymdi að
úr öllum áttum til þess að hlusta á Krist,
að það hafði engan mat með sér; það hef-
ur ef til vill ætlað að fara aftur nógu
snemma, en varð svo hugfangið af kenn-
ingurn hans, að það hélt kyrru fyrir all-
an daginn. Um kvöldið mettaði hann á
yfirnáttúrlegan hátt allan mannfjöldann
og sendi þá síðan til heimkynna sinna.
Slíkur áhugi fyrir orði Guðs olli vitan-
lega mikilli trúarvakningu, og það er
því ekkert undarlegt, að daginn eftir,
þegar tekið var að bera sjúka menn til
Krists, urðu „allir lieilir, sem snertu
hann.“ Trúin var svo sterk, að fólk lækn-
aðist við það eitt, að snerta Krist.(Mark.
6. 33—56.) Andstæðuna sjáum vér í sama
kapítula 1—6 v., frásögninni um það sem
gerðist í Nazaret. Þar „gat hann ekki
gjört neitt kraftaverk, nema hann lagði
liendur yfir fáeina sjúka og læknaði þá.“
Fólkið í þeirri borg vildi ekki veita kenn-
ingum hans viðtöku, og þess vegna gerð-
ust þar fá kraftaverk.
II. kafli.
Orð Guðs verður að vera grundvöllur
trúarinnai'.
Fyrsta skrefið til þess að þú öðlist
hjálp, er að þú vitir eitthvað af því, sem
Biblían kennir um lækningar. Einstakl-
ingurinn verður að reisa trú sína ein-
vörðungu á Jrví sem „Drottinn sagði“.
Hér í þessari litlu grein er ekki rúm til
að taka upp nema fátt eitt af hinum
mörgu fyrirheitum Ritningarinnar um
lækningu. Sá sem vill kynna sér þau, ætti
að lesa vandlega Markúsar guðspjall og
Postulasöguna. Bæði þessi miklu trúar-
rit munu uppljóma þann, sem leitar
lækningar. Sá sem Jjetta ritar hlaut lækn-
ingu og þakkar það einkum lestri á 11.
kap. Markúsar, 22—24. v.
Lækningar í Gamla Testamentinu.
í Móselögum var ísrael gefið fyrirheit
um lækningar, gegn sérstökum skilyrð-
um. í II. Mósebók 15. kap. 26. v. segir
svo:
„Og hann sagði: Ef þú hlýðir gaum-
gæfilega raust Drottins Guðs þíns og
gjörir það sem rétt er fyrir honum, gefur
gaum boðorðum hans og heldur allar
skipanir lians, þá vil ég engan þann sjúk-
dóm á þig leggja, sem ég lagði á Egipta,
því ég er Drottinn, græðari þinn.“
Endaþótt börn ísraels væru veik í
trúnni á mörgum sviðum, þá átti það
ekki við um lækninguna. Sálmaskáldið
lýsir því yfir, að „enginn hrasaði af kyn-
kvíslum hans“ (Sálm. 105, 37). í Hebra-
bréfinu er oss sagt, að hinn nýji sáttmáli
Krists sé í öllum efnum Móselögum
miklu betri. Sé því fyrirheit um lækn-
ingu að finna í lögum Móse, hví skyld-
um vér þá ekki eiga þess von í hinum
betri sáttmála Drottins vors, Jesú Krists?
Aftur skal vitnað í sálma Davíðs, hið
innblásna trúarrit, sem ávallt færir ein-
lægum trúmönnum mikla blessun. Þar
segir að Drottinn sé græðari allra rneina,
sbr. sálm. 103, 1—32:
„Lofa þú Drottinn, sála mín, og allt,
sem í mér er, hans heilaga nafn; og gleym
ei neinum velgerðum hans, sem fyrirgef-
ur allar misgjörðir þínar, og læknar öll
mein þín.“
Vér vitum að vér megum aldrei gleyma
að lofa Drottinn, sem fyrirgefur oss mis-
34 DAGRENNING