Dagrenning - 01.12.1956, Síða 37

Dagrenning - 01.12.1956, Síða 37
gjörðir vorar, en oss er einnig fyrirskipað að gleyma ekki þeirri gæzku hans, að liann græðir öll vor mein. í Nýja Testamentinu er oss sagt að lækningin sé einn þáttur friðþægingar- innar. Við öðru væri varla að búast, því að Kristur kom til að frelsa mennina, og líkaminn er hluti af manninum. „Líkami hans var særður“ vegna líkama vors og „fyrir hans benjar urðum vér heil- brigðir.“ „En er kveld var komið, færðu þeir til hans marga, er þjáðir voru af illum öndum, og rak hann andana út með orði, og alla þá, er sjúkir voru, læknaði hann; svo að rættist það, sem talað er af Jesaja spámanni, er hann segir: Hann tók veik- indi vor og bar sjúkdóma voru.“ (Matth. 8, 16-17.) Kristur hefur því fært oss lækninguna með fórnardauða sínum; hún er vor nú þegar, en vér eigum sjálfir að hagnýta oss hana með trúnni. Lækningin er innifalin í umboðinu mikla. Þegar Kristur veitti umboðið mikla, tók hann það fram, að lækning sjúkra væri eitt af þeim táknum, er þeim trú- uðu skyldu fylgja: „Og hann sagði við þá: „Farið út um allan heiminn og prédikið gleðiboðskap- inn allri skepnu. Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða. En þessi tákn skulu fylgja þeim, er trúa: í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma; og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, þá mun það alls ekki saka þá; og þeir munu leggja hendur yfir sjúka, og þeir munu verða heilir." (Mark. 16, 15-18). Umboðið mikla, sem veitir fulltingi til þess að boða fagnaðarerindið, skil- greinir þannig hina sanntrúuðu með því, að lækning sjúkra sé eitt af þeim táknum, er fylgi starfi þeirra. Að lokum skulum vér rifja upp það, sem segir í Jakobs bréfi og sýnir, að guð- legar lækningar voru raunverulega einn liðurinn í starfi kirkjunnar. „Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann; liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öld- unga safnaðarins, og þeir skulu smvrja hann með olíu í nafni Drottins og biðj- ast fyrir yfir honum; og trúarbænin mun gjöra hinn sjúka lieilan og Drottinn mun reisa hann á fætur og þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum yerða fyrirgefnar. Játið því hver öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigð- ir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.“ (Jak. 5, 13-16.) Með hliðsjón af þessum mörgu ský- lausu fyrirheitum Biblíunnar getur eng- inn sanntrúaður lesandi verið í nokkr- um vafa um, að lækning sé vilji Guðs til handa þeim, sem trúa á Drottin Jesúm Krist. Guðleg lækning og læknisstarfið. Vegna margra spurninga, sem borizt hafa, er ef til vill rétt að ræða nokkuð um sérstöðu guðlegra lækninga gagn- vart venjulegri lækningastarfsemi. Vér höfum enga hneigð til að vanmeta lækn- ana, því að margir þeirra eru góðir og guðhræddir menn. Vér metum þá mik- ils. Öllum ætti að vera það ljóst, að heim- urinn þarf á sérfróðum mönnum að halda, sem kenna fólki að gæta líkama síns. Kristur hrósaði þeim, sem líknuðu DAGRENNING 3S

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.