Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 46
þetta opnar óvininum dyrnar að nýju.
Afbrýðisemi Sáls og óhlýðni opnaði ill-
um anda leið inn í líkama hans (I. Sam.
1(5, 14—15). Varpaðu þessu öllu frá þér,
kristni vinur. Líkamlegir sigrar sigla í
kjölfar þeirra andlegu.
Epafródítus var þjónn Guðs og vann af
miklum dugnaði fyrir málefni Krists.
Samt var hann að dauða kominn sökum
ofreynslu, þótt hann væri að þjóna því
göfugasta allra málefna, að framkvæma
boð Guðs. Páll hafði lækningagáfu, en
hún nægði ekki til þess að vinna skjót-
an bug á þeim illkynjaða sjúkdómi, sem
laust þann heilaga rnann. Vér verðum
að gæta líkama vors, hvort sem vér
störfum í þjónustu Guðs eða veraldlegra
málefna. Þegar Páll talar um Epafró-
dítus, þjón Guðs, segir hann: „Því að
vegna verks Drottins var liann að dauða
kominn, þar eð hann lagði líf sitt í hættu,
til þess að bæta upp það, sem brast á
hjálpsemi yðar mér til handa“ (Fil. 2,
30). Margur presturinn og prestskonan
hefur veikzt af ofreynslu og áhyggjum í
starfinu fyrir Krist. Ef til vill er hægt
að afkasta meiru með því að helga starf-
inu hug sinn allan, meðan starfað er, en
hvíla sig svo stuttan tíma, til þess að
endurnæra líkamann. Lækningagáfan
mun reka sjúkdómana út og eðlileg
starfsemi líkamans gefur honum þrótt-
inn að nýju. En þegar vér höfum eytt
öllum líkamskröftum vorum eða dreift
jreim, er líkaminn orðinn óhæfur til
samstarfs við anda Guðs.
Standið gegn áleitni óvinarins.
Á sama hátt og Satan reynir að inn-
ræta oss illar hugsanir, og sigur vor er
fólginn í því að þekkja hverrar ættar
þær eru og standa gegn þeim, þannig
mun hann einnig reyna að læða inn í
hug vorn ímyndun um veikindi, í formi
einhverra sjúkdómseinkenna. Ef vér vit-
um hvaðan þetta er upprunnið, mun-
um vér geta staðið gegn því og vísað því
á bug. En vitum vér það ekki, kann svo
að fara, að vér erfum það, sem átti ekki
að falla í vorn hlut, og veikjumst aftur.
Guð ætlar oss betra hlutskipti en
sífelldar lækningar.
Það er ekki vilji Guðs, að kristinn
maður þurfi stöðugt að vera að leita sér
lækninga. Sumir hafa verið læknaðir
ótal sinnum og veikjast alltaf aftur.
Þetta er ekki Guði til dýrðar, fremur
en þegar maður, sem frelsast brýtur af
sér náðina hvað eftir annað og þarf að
fá uppreisn æ ofan í æ. Vér munum að
í lækningasáttmálanum við ísraelsmenn
lýsti Guð því yfir, að ef þeir hlýddu
raust Drottins, myndi hann engan þann
sjúkdóm á þá leggja, sem hann lagði á
Egypta. Hann hét þeim, að „uppræta
sjúkdóma meðal þeirra.“ Jóhannes,
hinn elskaði, sagði: „Ég bið þess, minn
elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum
og þú sért heill heilsu, eins og sálu
þinni vegnar vel.“ Þetta er vilji Guðs.
Hann skapaði manninn í sinni mynd og
gaf honum vald yfir jörðinni. Hann
sagði honum að gjöra hana sér undir-
gefna og drottna yfir lífi hennar. í því
felst áreiðanlega vald yfir þeim illu lífs-
gerfum, sem djöfullinn hefur sent til
höfuðs mannkyninu, í mynd sjúkdóma.
Látum oss rísa upp í nafni Drottins
vors, Jesú Krists, og vinna sigur. Af-
neitum Satan og öllum hans áhrifum.
Kirkjan er líkami Krists og því vissulega
ekki friðland fyrir sjúkdóma óvinarins.
Krefjist arfleifðar yðar í nafni Drottins.
„Sá sem sonurinn veitir frelsi, er frjáls."
44 dagrenning