Dagrenning - 01.12.1956, Síða 50

Dagrenning - 01.12.1956, Síða 50
til heimsundirokunar. Þessi ásetningur hefur þráfaldlega komið fram hjá leið- togum Sóvétríkjanna, fyrst Lenín, þá Stalín og síðast Krúséff. Þessi hugmynd kom ekki fyrst til sög- unnar með kommúnista-byltingunni. Hún hefur mótað gerðir rússneskra þjóð- arleiðtoga í fimm aldir. Hershöfðinginn segir að Rússum hafi snemma skilist hve geysilega þýðingu verzlunin og höfin hefðu fyrir alþjóðleg samskipti. Samt sem áður hafa Rússar aldrei átt hafnir, sem ekki leggur og skip geta siglt frá og til allt árið. Síðan hafa vinir hers- höfðingjans orðrétt eftir honum: „Stjórnarstefna Rússa hefur grundvall- ast á því í margar aldir, að reyna að ná sér í hafnir við hlýrri höf. Það hefur verið mesta áhugamál allra rússneskra ríkisstjórna, bæði á tírnum keisarastjórn- arinnar og kommúnista. Stefna Breta hefur sýnilega mótast mjög af því, að koma í veg fyrir að Rúss- ar fengju þessa hafnaraðstöðu. Með hern- aðarbandalögum, styrjöldum, klókindum og áhrifum sínum til að halda við ná- kvæmu styrkleikajafnvægi liefur brezka heimsveldinu tekizt að hindra það, að Rússar yrðu flotaveldi. Aður fyrr stefndu Rússar að því, að ná höfnurn við Miðjarðarhafið, um Svarta- haf, Bosporus og Dardanellasund. Þeir háðu styrjaldir til jiess að ná þessu marki, en endirinn varð þó alltaf sá, að þeir urðu að láta sér nægja sínar íslögðu liafnir." MacArthur segir að í síðari heims- styrjöldinni hafi viðhorf Rússa farið að breytast í þessu efni. Hann telur, að af öllum stjórnmálamönnum heimsins hafi Winston Churchill, þáverandi forsætis- ráðherra Breta, verið sá, sent gerði sér gleggsta grein fyrir þessu. Winston Churchill beitti sér mjög fyr- ir því, að í lok styrjaldarinnar yrði Rúss- um ýtt inn fyrir þein'a eigin landamæri. Hann lagði Jrað þrásinnis til, að Þjóð- verjum yrði greitt rothöggið sunnan frá, til þess að hrekja Rússa norður á við, út úr Suður-Evrópu, og loka þannig fvrir þeim leiðinni að höfnum þar. Samstarfsmenn MacArthurs segja, að hann hafi verið sammála Churchill. Þeir hafa Jretta eftir honum: „Stærsta hernaðarlega glappaskotið var sú ákvörðun, að greiða Þjóðverjum rothöggið norðan megin i stað Jress að gera það sunnan frá. Með því var Rúss- um opnuð leiðin, og árangurinn varð sá, að í lok stríðsins höfðu þeir fengið frá- bæra aðstöðu. Þeir gátu ógnað allri Litlu-Asíu.“ En í síðari lieimsstyrjöldinni segir MacArthur að nýtt, mikilvægt atriði hafi komið til sögunnar, sem sé loftherinn. Hann olli Jreiri breytingu, að Miðjarðar- hafið var nú ekki lengur orðið leið milli heimshafa, lieldur aðeins stöðuvatn, því til þess að geta notað Miðjarðarhafið var nauðsynlegt að hafa völdin í loftinu yfir því. Að þessu leyti telur hershöfð- inginn, að sjónarmið Rússa hafi víkkað í síðari heimsstyrjöldinni. Og ennfremur er haft eftir honum: „Á örlagastundinni var það ekki skarp- skyggni Rússa, heldur hin fáránlegu mis- tök, sem opnuðu, ekki aðeins Miðjarðar- hafið, heldur Indlandshaf líka fyrir þeim. Það sem Bretar höfðu getað haldið lok- uðu fyrir þeim í margar aldir, er nú opn- að upp á gátt fyrir flónsku okkar.“ Meðal þeirra glappaskota, sem gerð hafa verið, telur MacArthur Marshall- hjálpina til Kínverja, sem hann segir að hafi orðið framlag til Jress að auðvelda sigur kommúnista. „Allt opnaði þetta Rússum leið til þess 48 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.