Dagrenning - 01.12.1956, Síða 52

Dagrenning - 01.12.1956, Síða 52
að snúa við fyrir okkur blaðinu á vinstra eða norður svæðinu — Asíu,“ er haft eftir MacArthur. „í stað þess að hafa þar for- ustu áður erum vér nú orðnir áhrifa- litlir í Asíu.“ Sama máli gegnir um Evrópu. Þar fengu Rússar miklu betri aðstöðu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar en þá hafði nokkru sinni dreymt um. Þeir fengu landamæri sín færð stórkostlega út og komu sér upp varnarvegg af leppríkjum. MacArthur segir „að Rússum hafi al- gerlega heppnast að leika á Bandaríkja- menn.“ Hann nefnir sem dæmi loftbann- ið á Berlín, „þar sem vér þóttumst sigra, en Rússar hlógu að því, að þeim skyldi takast að beina athygli vorri þangað." Hann nefnir líka samgöngubann Rússa á Dóná, dráttinn á friðarsamningum við Austurríki, uppreist kommúnista í Grikk- landi og skemmdarstarfsemi kommún- ista í Frakklandi og Ítalíu. Á meðan þetta gerðist voru kommún- istar að flæða yfir Asíu. Kína féll í hend- ur rauða hernum. Eins fór um norður- liluta Indo-Kína. Rauða Kína glevpti Tibet. Her Shiang Kai-Sheks, sá eini í Asíu, sem einhvers var megnugur gegn kommúnistum, var hrakinn í útlegð til Formósu. Nú, þegar Rússar hafa komið sér svona ágætlega fyrir í Asíu, vilja þeir gjarnan fara sér hægt um hríð, til þess að byggja betur upp iðnaðinn og samgöngukerfið — og ennfremur til þess að koma fótum undir iðnaðinn í Rauða Kína og gera þá hæfilega sterka liernaðarlega. Næsta skrefið segir MacArthur að Rússar muni stíga í suðurátt — til Litlu- Asíu og Afríku. í þeim löndum eru kommúnistar að ná fótfestu með því, að birgja Egipta að vopnum og koma af stað byltingum og styrjöldum, til þess að hrekja Breta og Frakka úr eftirlitsstöðv- um þeirra og ógna amerískum flugv'öll- um og olíulindum Vesturveldanna. ★ Mat MacArthurs á herkænsku Rússa í Litlu-Asíu og Afríku hefur stuðning í spádómum Gamla Testamentisins, en þar er því haldið fram, að allt svæðið frá Afganistan vestur til Marokkó lendi í höndum Rússa þegar þeir hefji herferð sína suður á bóginn. Kvikmyndin Helena frá Tróju er nú sýnd um allan hinn enskumælandi lieim. Það er engu líkara en ósýnileg öfl hafi stjórnað því, að einmitt þetta tímabil sögunnar skyldi vera valið til sýningar. Þessi harmleikur sýnir oss hreysti og göfgi Trójumanna. Þeim heppnaðist allt- af að hrinda árásum Spartverja og Grikkja. Það var ekki fyrr en óvinirnir tóku upp friðarhjal og færðu Tróju- mönnum gjafir, að örlög þeirra voru ráð- in. Hve átakanlegur varð ekki ósigur þeirra, þegar Trójuhesturinn, tákn frið- arins, leiddi yfir þá tortíminguna? Þetta er lærdómsrík saga fyrir syni Jósefs á vorum dögum. Nú er verið að svíkja bæði Bretland og Ameríku. Þau svik hófust þegar Rússum var boðið heim til þess að kynna sér landbúnaðinn í Bandaríkjunum og síðan miðstöðvar iðn- aðarins. Bretar fóru að dæmi Bandaríkja- manna nú í ár, en gengu þó feti framar, því þeir sýndu Rússum einnig aflstöðvar sínar og kjarnorkuver. Orð Jesaja spámanns við heimska kon- unginn, Hezekía, ættu að geta orðið til varnaðar. Guð hafði gefið honum heils- una aftur og frelsað Júda frá þeim örlög- um Norðurríkisins — að bíða ósigur fyrir Assýríumönnum. Þá komu Babýloníu- menn, eins og úlfar í sauðargærum og 50 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.