Dagrenning - 01.12.1956, Qupperneq 54
/
/
FRÁ FURÐUSTRÖNDUM:
1. Minnisstætt ^amlaárskvöld
Einn af kaupendum Dagrenningar hefur sent ritinu eftirfarandi frá-
sögn, sem hann sjálfur var heyrnar- og sjónarvottur að um tíu ára aldur,
og man greinilega enn í dag. Dagrenning telur rétt að birta frásögnina,
svo að hún geymist síðari tímum, en gleymist ekki.
Sögumaður er norðlenzkur bóndi. Honum segist svo frá:
„Á fátæklegu og afskckktu býli inn af frjósömum og fögrum dal á
Norðurlandi áttum við systkynin margar rökkurstundir við sögur og ævin-
týri á skammdegiskvöldum við móðurkné. Bar þá stundum við, að sög-
urnar voru með dulrænum blæ, svo sem um huldufólk eða annað slíkt,
ferðir þess á gamlaárskvöld og fleira. Víst er um það, að frásögur þessar
glæddu ímyndunaraflið og gæddu umhverfið eins og meira lífi, sem oft-
lega var nokkuð kaldranalegt, þegar íslenzkur vetur Aar í algleymingi.
Frá þessum dögum er mér minnisstætt atvik, sem ég tel ekki rétt að
falli í gleymsku. Það gerðist á gamlaárskvöld. Ljósin höfðu verið kveikt.
Allir klæddust sínum beztu fötum. Húslestur var lesinn, og börn og full-
orðnir höfðu fengið sinn hátíðarskammt að þeirra tíma sið.
Veður var kyrrt. Liðið var nokkuð á kvöldið, er högg tóku að heyrast
uppi á bænum eða norðan við hann. Þótti þetta að vonum all kynlegt
og ekki sízt, þegar ekkert lát varð á höggunum, sem ekki voru mjög ])ung,
en jöfn og stöðug.
Faðir minn fór tvisvar út á hlað og hættu höggin á meðan, en hófust
svo aftur, þegar hann kom inn. Hélzt þetta allt kvöldið, unz farið var að
hátta, og voru þau ekki hætt, er fólk sofnaði þessa annars svo kyrrlátu
kvöldstund.
Leið svo til morguns, að ekkert frekara gerðist, og var allt orðið kyrrt,
er menn vöknuðu á nýársdag.
Minnist ég þess þá, að systir mín, sem var ein af eldri systkinunum,
kom inn og hafði þau tíðindi að segja, að hrossleggir, sem við börnin
höfðum til að renna okkur á í stað skauta og frosnir höfðu verið niður í
sundi við bæjargöngin, höfðu allir verið höggnir upp úr svellinu um
nóttina. Þóttu mér þetta mikil tíðindi, og er ég hafð klætt mig, var mitt
fyrsta verk að fara upp í bæjarsundið og sjá með eigin augum þessi um-
52 DAGRENNING