Dagrenning - 01.12.1956, Síða 55

Dagrenning - 01.12.1956, Síða 55
merki. Man ég það glöggt, er ég virti fyrir mér þessi ummerki, en svo mikill var gaddurinn ofan á leggjunum, að tæpast hefðum við börnin lagt í það að höggva þá upp. Nú lá öll hrúgan þarna upp höggvin og svellmulningurinn allt umhverfis. Ekki hugsaðist mér að athuga hvort vert væri að sjá hvers konar verk- færi hefði verið notað við verkið, enda mun ég hafa verið innan við tólf ára aldurs og Jiekkti lítið til annarra verkfæra þá en skóflunnar. Ekki tel ég nein skynsamleg rök hníga að því, að Jiarna hafi verið menn að verki. Klukkustundar ferð var til næstu bæja og var enginn af nágrönnunum líklegur til að fara að taka upp á slíku í náttmvrkri og vetraríki skammdegisins, enda erfitt að sjá livað slíkt ætti að Jiýða. Það munu því allir á einu máli, sem til þekktu að Jætta atvik yrði ekki rakið til eðlilegra orsaka." 2. Bústaðír sálnanna Nýlega er komin út í annari útgáfu lítil bók. sem nefnist „Vitranir frá öðrum heimi“. Bók þessi var mikið lesin hér á landi fyrir tuttugu ár- um eða svo. Bókin er ein af bókum Sadhu Sundar Singh’s og Jjýðingin eftir séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. Úr bók Jjessari er eftirfarandi kafli tekinn: „í vissum skilningi er allur hinn óendanlegi tilverugeimur andlegur heimur, Jjví að hann er fylltur af Guði og Guð er andi. Á hinn bóginn má líka segja, að Jiessi jarðneski heimur sé andleg tilvera, því að íbúar hans eru andar, klæddir holdslíkama. En það er líka til annar andalieimur, sem er bráðabirgðabústaður sáln- anna eftir að þær hafa skilið við líkamann. Það eru millisvið milli ljóss og dýrðar hinna hæstu himna og rökkurs eða myrkurs hinna lægstu helvíta. Á þessum millisviðum eru óteljandi tilverustig og hver sál fer á }>að svið, sem líf liennar í heiminum hefur gjört liana hæfa til. Þar er sálin frædd af englum, lengri eða skemmri tíma, og lieldur síðan hærra upp til sam- félags við góða anda í meira ljósi, — eða niður til illra anda í myrkrinu — allt eftir skapferli, eðli og Jiroska sálarinnar.“ DAGRENNING 53

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.