Dagrenning - 01.12.1956, Page 60
sama kemur vel heim við ráðningu
„rómversku" spádómanna, því herveldi
Gógs er til orðið upp úr stjórnarstefnu
grízku kirkjunnar á hnignunartíma
hennar.
En sundurþykkju þá, sem nú ríkir
milli austurs og vesturs má auðveldlega
rekja til þess klofnings, er upphaflega
varð út af trúarhroka og leiddi til kröf-
unnar um „biskup biskupanna", sem
Gregoríus páfi mikli kallaði „fyrirrenn-
ara Anti-Krists“.
Þar sem 1335 tunglár voru liðin frá
622 (Anno Hegira) þegar innanlands-
óeirðirnar urðu í Landinu helga, væri
hugsanlegt, að Vesturveldin gripu inn í
málin árið 1957, því þá eru liðin 1335
sólár, samkvæmt tímatali kristinna
manna á Vesturlöndum.
Þetta er vissulega tími til þess að vera
á verði og að allir sannkristnir menn
biðja þess, að ekki verði stofnað til sam-
bands við frávilltar kirkjur og þjóðir, og
umfram allt, að vér glötum ekki trú vorri
á hinn eina sáttasemjara, sem oss er kunn-
gjörður í orði Guðs.
En endalokin eru örugg og dýrðleg
fyrir þá trúuðu, því skrifað stendur:
„Og hver, sem ákallar nafn Drottins,
mun frelsast, því að á Zíons fjalli og í
Jerúsalem mun frelsun verða, eins og
Drottinn hefur sagt, og meðal flótta-
mannanna fyrir þá, sem Drottinn kallar.“
(Jóel 3, 5).
58 DAGRENNING