Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 62

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 62
ann, en þau magna líka stundum svart- sýnina, með hörmulegum afleiðingum. Gott dæmi urn það er 45 ára gömul, gift kona, sem kom til læknis fyrir nokkr- um mánuðum og kvartaði undan þvi að hún væri æst og óróleg. Hún kvaðst að sönnu alltaf hafa verið óstyrk á taugum, en aldrei neitt í líkingu við þetta. Hún bað nú lækninn um eitthvert meðal, sem róaði taugarnar og kæmi lagi á svefninn. Læknirinn fann engin líkamleg sjúk- dómseinkenni á konunni og skrifaði því handa henni lyfseðil upp á róandi pill- ur, sem hann fullyrti að mundu bæta heilsufar liennar. Pillurnar höfðu sín áhrif — sennilega heldur mikil. Hún varð svo þunglynd, að hún reyndi að fremja sjálfsmorð, með því að skrúfa frá gas- inu. Til allrar hamingju kom lögreglan nógu snemma á vettvang til þess að bjarga henni. Fyrir tæpum fjórum árum notaði eng- inn læknir í Ameríku þessar töflur til lækninga. í dag eru til eitthvað um tólf tegundir af þessum „sælulyfjum“ og flest þeirra hafa komið á markaðinn eitt eða tvö síðustu árin. Og enn þá fleiri eru á leiðinni. Notkun þessara lyfja er orðin svo almenn, að heiti margra þeirra eru komin á lista daglegra heimilisþarfa — svo sem Miltown. Equanil, Thorazine, Sparine, Frenquel Serpasil, Pactal og Atavax. Enda þótt nöfnin séu mörg eru þessar pillur þó nálega allar úr þrem- ur grundvallar efnum, en þau eru: res- erpine, chlorpromazine og meproba- mate. Upphafið á þessu öllu gerðist fyrir nokkrum árum, þegar menn fóru að nota tvö ný lyf við geðveikisjúklinga í sjúkra- húsum. Reserpine, sem er búið til úr jurt- arrót frá Indlandi, og chlorpromazine, sem er frönsk efnasamsetning, reyndust hafa róandi áhrif á æsta og erfiða geð- veikisjúklinga. Sóðalegar sjúkradeildir, þar sem allt hafði verið á öðrum end- anum, urðu allt í einu hreinar og vist- legar, eins og undur liefðu gerzt. Glugga- tjöld sáust aftur í sjúkrahúsum þessum og silfurmunir á matborðum. Gestir brostu góðlátlega til heimafólksins, þeg- ar þeir sáu það sitja yfir skák eða prjóna í mestu makindum. Geðveikrahælin fóru að fá svip af vel reknum sjúkrahúsum. Forráðamönnum hinna félitlu og fólks- fáu geðveikrahæla þótti sem kraftaverk hefði gerzt í hússtjórnarmálum með uppgötvun hinna róandi lyfja. Til þess að láta lyf þessi njóta sann- mælis, skal viðurkennt, að þau liafa gert rneira gagn en það eitt, að bæta þrifnað og umgengni. En nákvæmlega hve rnikið þau hafa gert fram yfir það treysta geðlæknamir sér ekki til að full- yrða. Meðan geðveikisjúklingar eru und- ir áhrifum þessara lyfja, hefur reynzt unnt að beita við þá öðrum lækninga- aðferðum, eins og t . d. sállækninga- tilraunum. Pillurnar hafa róað þá, og þúsundir slíkra manna og kvenna hafa farið heim til sín aftur frá sjúkrahúsun- um, færir um að gegna störfum og búa með fjölskyldum sínurn. Forráðamenn sjúkrahúsanna vilja ekki hrósa sér af einstökum tilfellum, sem vel hafa tekizt, en þeir eru að sjálfsögðu hreyknir af því, hve margir hafa fengið bót af þessum róandi lyfjum. Þau hafa vissulega aukið möguleika á lækningu geðveikisjúklinga, sem dvelja í sjúkra- húsum, þar sem hægt er að hafa fullkom- ið eftirlit með notkuninni og læknarnir hafa aðstöðu til að athuga og gera ráð- stafanir gegn slæmum verkunum, eins og t. d. lifrarsjúkdómum, sem stundum koma upp úr notkun sumra þessara lyfja. 60 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.