Dagrenning - 01.12.1956, Page 63

Dagrenning - 01.12.1956, Page 63
Þegar sýnt þótti að lyfin hefðu róandi áhrif á ruglaða sjúklinga, var ofur eðli- legt að þau væri reynd á öðrum stórum hópi andlega veiklaðs fólks, sem ekki dvelur í sjúkrahúsum, þ. e. öllum þeim milljónum taugaveiklaðra karla og kvenna, sem meðal vor eru. Sumir eru haldnir liamslausum, óviðráðanlegum ótta og áhyggjum, sem eitra líf þeirra sjálfra og allra, sem nálægt þeim koma. Venzlamenn þeirra og samstarfsfólk af- sakar þá með því, að þeir séu slæmir á taugum, vanstilltir eða yfirspenntir, en á læknamáli eru þeir geðveikir. Enginn veit, hve margir taugaveikl- unarsjúklingar eru í Bandaríkjunum. Menn gizka á 20—30 milljónir. Kunn- ur geðlæknir, dr. Thomas Rennie, seg- ir, að „varlega áætlað séu 60% þeirra sjúklinga, sem leiti til starfandi lækna, alheilir á líkama, en sjúkir á sálinni." Það er oft á tíðum ekki auðvelt verk að gera sjúkdómsgreiningu á taugaveikl- uðu fólki, jafnvel fyrir reynda lækna. Oft þarf að fá geðlækni til þess að skera úr um það, hvort einkennin bendi til byrjunar á geðveiki, eða hvort sjúkling- urinn sé í raun og veru andlega heill, en hafi aðeins orðið fyrir einhverju til- finningaáfalli, sem lagist aftur. Sérfræð- ingar halda fram, að taugaveiklunarein- kenni að vissu marki séu eðlileg. Flest- ir okkar sýna einhvern tíma tilfinninga- viðbrögð, sem í fljótu bragði gætu virzt undarleg. En þegar Jiessi köst lýsa sér ávallt eins og verða svo föst venja, að ]Dau móta hegðun okkar, þá erum við orðnir taugabilaðir. Hegðun taugaveiklaðs fólks lýsir sér í ákveðnum grundvallaratriðum, sem við könnumst allir við. Tökum t. d. mann- inn, sem alltaf er að sligast af áhyggjum og hálfgerðum ótta. Hann er sífellt hræddur um að hann hafi gert hlutina eitthvað öðruvísi en hann átti að gera. Hann kvartar oft um svima og flökur- leika. Hann er þvalur á höndunum og með öran hjartslátt. Við könnumst líka við manninn, sem er lofthræddur eða verður gripinn ótta inni í þröngum herbergjum og lyftum. Einnig þekkjum við þá, sem alltaf eru á nálum um heilsu sína, og sérstaklega einhver sérstök líffæri, eins og hjartað. Þá má einnig nefna fólk, sem er svo hrætt við sýkla, að það er alltaf á harða hlaupum inn í baðherbergið til þess að þvo sér um hendurnar. Til eru menn, sem hugsa svo mikið um karlmennsku sína, að þeir verða ónýtir og konur, sem eru svo hræddar við kynmök, að þær verða fjörlausar. Á öllum þessum ein- kennum getur verið til einhver líkam- leg eða líffræðileg skýring, sem aðeins nákvæm læknisrannsókn fær leitt í ljós. En þegar engin líkamleg orsök finnst fyrir þessum einkennum, eru þau senni- lega af geðrænum uppruna. Læknar halda því fram, að geðtrufl- anir eigi sér stað snemma í ævi manna. Þeir fullyrða, að það sé mjög sjaldgæft, ef þess séu nokkur dæmi, að geðveilur komi fyrst fram eftir fertugs aldur. Per- sónuleiki einstaklingsins mótast í grundvallaratriðum þegar í bernsku, segja þeir. Þegar fulltíða maður þarf að snúast við einhverjum andlegum erfið- leikum, er honum eiginlegt að bregðast við þeim eins og hann gerði í bernsku. Venjulegur, heilbrigður maður getur vakið þessa hvöt og beint henni í þann farveg, sem er í samræmi við þroska hans. Geðveill maður getur það ekki. Sálfræðingar, sem aðhyllast kenning- ar Freuds, hafa á þessu flóknari skýr- ingar. Þeir segja að í hverjum manni DAGRENNING 61

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.