Dagrenning - 01.12.1956, Page 65

Dagrenning - 01.12.1956, Page 65
gildi þeirra, benda á, að þetta sé ekki óvenjulegt hundraðshlutfall þeirra, sem bata fái með venjulegum aðferðum. Ár- ið 1930, löngu áður en þessi róandi lyf komu til sögunnar, fengu 87% sjúk- linga, samkvæmt athugun, sem gerð var í New York Psychiatric Institute, álíka bata með venjulegum lækningaaðferð- um. Dr. Jerome D. Frank, aðstoðar próf- essor í geðlækningum við John Hopkins háskólann, segir, að við lækningar á taugasjúklingum séu „áhrif tiltekinna læknisráða að miklu leyti koniin undir sjúklingnum sjálfum og framkomu læknisins, sem gefur þau.“ Dr. Frank og samverkamenn hans telja að það muni taka nokkur ár að rannsaka hvert raunverulegt gildi þessara lyfja er og hvaða tjón þau geti ef til vill gert, ef þau séu tekin í stórum skömmtum lang- an tíma. Sökum þess að fullvíst er talið, að.trú sjúklingsins sjálfs og framkoma læknis- ins ráði miklu um áhrif læknisaðferð- arinnar, er nú verið að gera tilraunir á einu geðlækningasjúkrahúsi með lióp af taugasjúklingum, sem ekki dvelja í sjúkrahúsinu. Læknarinir gefa öðrum helmingnum róandi lyf, en hinum gervi- pillur, sem líkjast þeim fyrrnefndu, en eru aðeins úr meinlausum efnum, t. d. mjólk og sykri. Báðir flokkarnir eru fullvissaðir um að þeim muni „batna mikið af þesum pillum". Og allir trúa að þeir séu að taka inn sama lyfið. Rannsóknum þessum er ekki lokið, en sjúklingarnir, sem fá gervipillumar, segjast fá ágætan bata, hliðstætt því sem gerist með þá, sem taka hin raunveru- legu lyf. Nokkur dæmi eru um það, að þeim hafi ljatnað betur, sem fengu gervi pillurnar. Maður nokkur, sem tauga- veiklunin hafði þau áhrif á, að lianr missti alla kyngetu, var himinlifandi yfir árangrinum! Á einum stað í Evrópu kom í ljós, að 75% sjúklinganna fengu góðan bata, ef læknirinn fullyrti við þá, um leið og hann fékk þeim lyfseðilinn að meðalið mundi reynast þeint vel. En aðeins 25% þeirra, sem ekkert var sagt við um ágæti lyfsins, kváðu það hafa gert sér gagn. En pillur þessar gera fleira en að minnka taugaæsing og svæfa áhyggjur. Læknar segja, að þær séu einnig góðar við svefnleysi og til að eyða útbrotum og húðsjúkdómum, sem orsakast af geð- truflunum. Ennfremur kváðu þær reynast vel við áfengissjúklinga. Nokk- ur dæmi eru líka til um það, að gigtar- sjúklingar hafi fengið bót af þeim. Marg- ir læknar nota pillurnar við meltingar- truflunum og þrautum, sem líkjast magasársverkjum, ef einkenni sjúklings- ins benda til þess, að upptökin séu í taugakerfinu. En pillurnar geta líka dulið einkenni um sjúkdóma í líffær- unum. Fyrir skömmu kom 58 ára gömul kona ’ Californíu til læknis síns og kvartaði um ógleði og óstyrk á taugum. Læknirinn rannsakaði hana, en fann ekkert að henni, og sagði frúin að van- líðan sín kynni þá að stafa af því, að hún hefði misst móður sína fyrir stuttu og það hefði fengið mjög á sig. Lækn- irinn kvað þá upp þann úrskurð, að hún hefði fengið taugaáfall og „skaffaði" henni róandi pillur. Hún fann ekkert til í nokkrar vikur, cn þá fóru að koma í ljós önnur áhrif, sem gerðu jrað að verkum, að hún Jrurfti að hætta við pillurnar. En jafnskjótt komu fyrri ein- kenni fram aftur og nú miklu greini- legri en fyrr. Uppskurður var ákveðinn DAGRENNING 63

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.