Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 11
Bókasafnið 38. árg. 2014
1 1
Inc., 1983; Moore, 1986; StuartStubbs, 1989; Van
House, Roderer og Cooper, 1983; The 8Rs Research
Team, 2005﴿. Fram kom gagnrýni þess efnis að slíkar
rannsóknir gætu ekki haft forspárgildi vegna þess að
spáin byggðist á því liðna en framtíðin væri háð þáttum
sem væru óþekktir á spátíma. Bæði ytri þáttum: stjórn
málalegum, hagfræðilegum, félagslegum og tæknileg
um, auk annarra ytri þátta og samspili þeirra. Einnig
gætu innri þættir ófyrirséðir á rannsóknartíma, haft áhrif
á eftirspurn eftir mannafla framtíðar. Auk þess hélt
Rowley því fram að atvinnumöguleikar einstaklinga
væru undir þeim sjálfum komnir, það er að segja hvort
þeir hæfðu þeim störfum sem í boði væru. Þá taldi hún
að rangt væri að miða fjölda útskrifaðra við eftirspurn. Ef
fjöldi þeirra væri umfram hana leituðu þeir starfa á öðr
um vettvangi þar sem menntun þeirra nýttist. Við það
stækkaði óðal fagstéttarinnar og mikilvægi hennar ykist
﴾Rowley, 1989; Slater, 1979; StuartStubbs, 1989﴿.
Ýmsir héldu því fram að í þeim efnum væri ímynd bóka
safns og upplýsingafræðinga þeim fjötur um fót
﴾LaCroix, 19861987; Loughridge, 1990; Moore, 1987a,
1987b; Rowley, 1989; Slater, 1987; Stefanía Júlíusdóttir,
2013a﴿.
Að margra mati hefði eftirspurn eftir bókasafns og
upplýsingafræðingum átt að aukast í upplýsingaþjóðfé
laginu svokallaða, vegna þess að þjónusta, sérstaklega
upplýsingaþjónusta hlyti að vera mikilvægari þar en í
iðnaðarþjóðfélögum. Eftirspurnin væri þó háð því að
bókasafns og upplýsingafræðingar væru færir um og
reiðubúnir til þess að leysa nýjar tegundir starfa af hendi
﴾Moore, 1987a, 1988, 1989; Rowley, 1989; Slater, 1979,
1987; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; StuartStubbs, 1989﴿.
Af því fór tvennum sögum. Annars vegar að þeir fengju
störf við að skipuleggja og miðla þekkingu og upplýsing
um utan hefðbundinna bókasafna og hins vegar að þeir
sæktu aðeins um takmarkaðan fjölda slíkra starfa og
ættu þar í harðri samkeppni við fólk með annars konar
menntun á sviði upplýsingatækni ﴾Harris, 1988; Humle
og Wilson, 1988; Myers, 1986; Sellen og Vaughn, 1985;
Van House, Roderer, og Cooper, 1983; Stefanía Júlíus
dóttir, 2013a﴿.
Abbott ﴾1988﴿ greindi þróun þriggja starfsstétta
samkvæmt kenningu sinni. Ein þeirra var fagfólk sem
miðlar upplýsingum ﴾the information professionals﴿,
annars vegar fagfólk sem miðlar eigindlegum upplýsing
um ﴾qualitative information﴿ og hins vegar fagfólk sem
miðlar megindlegum eða magnbundnum upplýsingum
﴾quantitative information﴿. Undir fyrra heitið ﴾fagfólk sem
miðlar eigindlegum upplýsingum﴿ setti Abbott bóka
safnsfræðinga ﴾librarians﴿ ásamt háskólafólki, blaða
mönnum, auglýsendum og fleiri stéttum. Hann greindi
þróun bókasafnsfræðinga í BNA með hliðsjón af þremur
ytri þáttum: í fyrsta lagi félagslegum og menningarlegum
þáttum, í öðru lagi samkeppni frá öðrum fagstéttum og
stofnunum og í þriðja lagi nefndi hann þjónustuaðila
sem kynnu að bjóða upp á bókasafns og upplýsinga
þjónustu án aðkomu bókasafna ﴾Abbott, 1988; Stefanía
Júlíusdóttir, 2013a﴿.
Samkvæmt Abbott varð stétt bókasafnsfræðinga í
BNA til vegna stofnunar bókasafna. Skólabókasöfn voru
stofnuð um miðbik 19. aldar, en síðan almennings
bókasöfn á seinni hluta aldarinnar og háskólabókasöfn
og sérfræðibókasöfn undir lok hennar. Mikilvægustu
safnategundirnar fyrir stétt bókasafnsfræðinga voru al
mennings og háskólabókasöfn. Stétt þeirra veitti forsjá
útgáfuritum1 sem varðveittu menningarauðinn. Það fólst
í því að hún skráði og skipulagði söfn útgáfurita og
stjórnaði notkun þeirra. Við það lagði hún áherslu á
þrennt. Í fyrsta lagi á að skrá og skipuleggja safnkost
bókasafna þannig að aðgangur að upplýsingum væri
greiður. Í öðru lagi var áhersla á menntun ﴾safngesta﴿
með betrun að leiðarljósi og í þriðja lagi var áhersla á
afþreyingu ﴾safngesta﴿ með ánægju að leiðarljósi. Stétt
bókasafnsfræðinga ákvað hvaða efni safngestur ættu
að finna á bókasöfnum fram undir lok 20. aldar. Á sér
fræðibókasöfnum töldu bókasafnsfræðingar sig geta
fundið það sem starfandi fagfólk á öðrum sviðum en
bókasafnsfræði hefði ekki tíma ﴾eða jafnvel ekki færni﴿ til
að finna, og bókasafnsfræðingar töldu sig vita hvaða
upplýsingar hæfðu lausn tiltekinna vandamála við til
teknar aðstæður ﴾Abbott, 1988, s. 216224; Stefanía
Júlíusdóttir, 2013a﴿.
Úthýsing verkefna og þjónusta einkaaðila varð
snemma mikilvæg fyrir starf bókasafnsfræðinga í BNA.
Allt frá seinni hluta 19. aldar reiddu þeir sig á þjónustu
einkafyrirtækja sem störfuðu á landsvísu ﴾t.d. fyrirtækið
Bowker﴿. Skipulagsvinna ﴾skráning, flokkun og lyklun﴿
var unnin miðlægt hjá Library of Congress ﴾bandaríska
þingbókasafninu﴿ alla 20. öldina, og einnig á vegum
annarra aðila fyrir þann tíma. Við efnisval voru notuð
hjálpartæki á borð við tímaritð Choice. Algengt var að
uppbygging safnkosts í stærri bókasöfnum færi þannig
fram að aðeins væri valið úr úrvali útgáfurita sem sér
stakar einkareknar þjónustustofnanir á sviði dreifingar
1 Að mestu leyti var um markaðsútgáfu á bókasöfnum að ræða (athugasemd SJ )