Bókasafnið - 01.06.2014, Page 35
Bókasafnið 38. árg. 2014
35
bókasafnsheimsókna og einkunna ﴾Stone og Ramsden,
2013, bls. 546; 554﴿.
Þessi rannsókn styður fyrri niðurstöðu rannsóknar
innar í Huddersfield og hér voru marktektarpróf fram
kvæmd. Þó skal þess getið að þrátt fyrir að sýna
marktækan mun á einkunnum nemenda eftir bókasafns
notkun ﴾það er útlánum og rafrænni notkun﴿ er ekki
hægt að fullyrða um orsakasamband og einnig er rétt að
taka fram að þrátt fyrir marktækan mun á bókasafns
notkun er munurinn ekki mikill.
Rannsókn í bókasafni Menntavísindasviðs
Hvernig skyldi þessu vera háttað á Menntavísinda
sviði? Eins og fram hefur komið er ekki hægt að mæla
rafræna notkun nemenda á séráskriftum HÍ og Landsað
gangs og bókasafnsheimsóknir nemanda er einnig erfitt
að mæla. En unnt er að kanna fjölda útlána og hvort
tengsl séu á milli fjölda útlána og einkunna.
Þær rannsóknarspurningar sem leitast er við að
svara í þessari rannsókn eru:
1. Hversu hátt hlutfall nemenda fékk enga bók að
láni skólaárið 2012–13?
2. Er munur á útlánum eftir deildum ﴾Kennara
deild, Uppeldis og menntunarfræðideild og
Íþrótta, tómstunda og þroskaþjálfadeild﴿?
3. Er munur á útlánum eftir námsstigi ﴾grunnnám,
framhaldsnám﴿?
4. Eru tengsl á milli fjölda útlána og lokaeinkunna?
Aðferð
Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í Excel og tölfræðifor
ritinu SPSS. Lýsandi tölfræði var reiknuð fyrir allar breyt
ur og fylgni skoðuð. Marktektarprófið Spearman‘s rho
var notað til að kanna hvort marktæk fylgni væri milli út
lána og einkunna þar sem dreifing útlána var skekkt og
breytan útlán er raðkvarði. Miðað var við tvíhlíða próf og
95% öryggismörk.
Þátttakendur
Til að svara spurningum 1–3 eru þátttakendur allir
nemendur Menntavísindasviðs, ﴾fyrir utan doktorsnema﴿,
skólaárið 2012–2013 samtals 2.171.
Til að svara spurningu 4, „Eru tengsl milli fjölda út
lána og einkunna?“, voru þátttakendur allir grunnnemar
sem útskrifuðust í júní 2013 samtals 224, undanskildir
voru 38 nemar í diplómanámi.
Framkvæmd
Eftir að tilskilin heimild var fengin frá Persónuvernd
var útlánatölfræði fyrir skólaárið keyrð í bókasafnskerfinu
Aleph fyrir hvern og einn nemanda ásamt upplýsingum
um deild ﴾Kennaradeild, Íþrótta tómstunda og þroska
þjálfadeild og Uppeldis og menntunarfræðideild﴿ og
hvort viðkomandi var í grunnnámi, diplómanámi eða
meistaranámi. Upplýsingarnar voru afritaðar yfir í Excel
þar sem lýsandi tölfræði var skoðuð.
Meðaleinkunn grunnnema við brautskráningu í júní
2013 var fengin hjá nemendaskrá ﴾til að svara spurningu
4﴿ og var breytunni einkunn bætt við í Excel hjá út
skriftarnemum sem voru síðan merktir hlaupandi númer
um frá einum áður en gögnin voru færð yfir í SPSS þar
sem unnið var með þær.
Deildirnar eru misstórar og er því best að skoða út
lánin í prósentum til að bera þau saman. Ákveðið var að
flokka útlánin í átta flokka, ﴾0 útlán, 1–5 útlán, 5–10 útlán,
10–15 útlán, 15–20 útlán, 20–25 útlán, 25–30 útlán, 30–35
útlán og 35+ útlán﴿, eins og gert var í Huddersfield rann
sókninni að undanskildum endurýjunum.
Niðurstöður
Heildarútlán þessara nema skólaárið 2012–2013 voru
samtals 11.544. Af 2.171 nemanda voru 1.066 nemar
﴾48%﴿ ekki með nein útlán á árinu. Fjöldi útlána var mjög
mismunandi en sá nemandi sem hafði flest útlánin var í
framhaldsnámi í Uppeldis og menntunarfræði og fékk
að láni alls 108 bækur á árinu. Grunnnemar í Uppeldis
og menntunarfræði höfðu fengið að láni átta bækur að
meðaltali á árinu sem var hæsta meðaltalið. Grunnnem
ar í Kennaradeild höfðu hins vegar fengið að meðaltali
fimm bækur að láni á árinu en voru með hæsta miðgildið
10, það er helmingur nemanna hafði fengið fleiri bækur
en 10 að láni á árinu. Framhaldsnemar í Íþrótta tóm
stunda og þroskaþjálfadeild voru með lægsta meðaltal
ið, eða eina bók á árinu.
Þegar skiptingin eftir deildum er skoðuð ﴾sjá mynd 1﴿
er ljóst að 25% nema í grunnnámi í Uppeldis og
menntunarfræði höfðu aldrei fengið bók að láni, en í
öðrum deildum er hlutfallið mun hærra eða rúmlega
40%. Af þeim sem voru með 10 útlán eða fleiri á árinu
höfðu nemar í grunnnámi í Íþrótta tómstunda og
þroskaþjálfafræði fengið minnst lánað.
Í framhaldsnámi hækkar hlutfall þeirra sem fengu
ekkert lánað og fer upp í 74% hjá Íþrótta tómstunda og
þroskaþjálfafræði, en er rúm 50% hjá Uppeldis og
menntunarfræðideild og Kennaradeild ﴾sjá mynd 2﴿. Út
lánin eru annars frekar svipuð milli deilda, en það sem er
mest sláandi er hversu hátt hlutfall meistaranema fékk