Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Page 48

Bókasafnið - 01.06.2014, Page 48
Bókasafnið 38. árg. 2014 48 möguleika í bókasafnskerfum, lesi sjaldan leiðbeiningar og nýti sér lítið hjálparsíður ﴾Hartley og Booth, 2006; Kumar, 2011﴿. Rannsókn Morupisi og Mooko ﴾2006﴿ á notkun nemenda í háskólanum í Botswana á bókasafns­ kerfinu leiddi í ljós að aðeins tæplega helmingur nem­ enda skráði sig inn í bókasafnskerfið til að skoða lánastöðu sína og framlengja útlánin. Rannsóknin byggði á þátttökuathugun og spurningalistakönnun þar sem spurt var bæði opinna og staðlaðra spurninga. Rann­ sóknir á háskólanemum almennt sýna þó oftast að þeir eru yfirleitt fremur ánægðir með bókasafnskerfið hvort sem þeir kunna fullkomlega á það eða ekki ﴾Ansari og Amita, 2008; Hsieh­Yeah, 1996; Islam og Ahmed, 2011﴿. Fræðimenn hafa bent á nauðsyn þess að auka fræðslu og kennslu á bókasafnskerfið og margir álíta að almennt safnfræðslunámskeið í upphafi náms veiti nem­ endum ekki fullnægjandi þjálfun. Þá hafa menn bent á nauðsyn hagnýtrar kennslu og verkefnavinnu ﴾Ansari og Amita, 2008; Morupisi og Mooko, 2006; Novotny, 2004﴿. Samkvæmt rannsókn Head og Eisenberg ﴾2009﴿ lærðu flestir um bókasafnskerfið í safnkynningum í bókasafninu á fyrsta ári námsins en mjög fáir sóttu að öðru leyti nám­ skeið eða fræðslu í bókasafninu eða leituðu aðstoðar starfsfólks bókasafnsins við að læra á gagnasöfnin. Nemendurnir leituðu þá frekar aðstoðar hjá kennurum sínum og reyndu að bjarga sér sem mest sjálfir í bóka­ safninu. Líklegra er að nemendur noti gagnagrunna bókasafnsins ef þeim þykja þeir hentugir og mikilvægt að þeir fái fræðslu um þá hjá kennurum sínum ekki síður en á háskólabókasafninu. Virðast nemendur nota þau gagnasöfn frekar sem kennararnir mæla með og þykir gagnlegt ef kennarar ræða gagnasöfn og leitaraðferðir í tímum ﴾Head og Eisenberg, 2009; Tenopir, 2003﴿. Jacqui DaCosta ﴾2010﴿ benti á að margir háskólakenn­ arar virðast álíta að nemendur tileinki sér upplýsinga­ færni á einhvern hátt óafvitandi í gegnum verkefni í náminu frekar en að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að læra og algengt er að þeir flétti ekki neinni slíkri fræðslu inn í kennsluna. Aðferðafræði rannsóknarinnar Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði. Að­ ferðin byggir á nálgun grundaðrar kenningar og mótar hún rannsóknina og rannsóknarsniðið. Í eigindlegri að­ ferðafræði er leitast við að öðlast skilning á viðhorfum fólks og reynt er að lýsa viðfangsefninu sem best út frá sjónarhóli þátttakenda sjálfra. Rannsóknin er takmörkuð og gefur aðeins vísbendingar um sjónarmið þeirra ein­ staklinga sem þátt tóku í henni. Rannsóknin byggir á opnum viðtölum þar sem spurt var opinna spurninga og sveigjanlegur viðtalsrammi var lagður til grundvallar. Viðtölin voru afrituð orðrétt og gögnin greind með aðferðum opinnar kóðunar sem felst í því að kóða og þemagreina viðtölin og finna í þeim rauð­ an þráð með hliðsjón af rannsóknarspurningunum. Öflun rannsóknargagna hófst í september 2011 og lauk í októ­ ber 2012. Viðtöl voru tekin við átta háskólanema. Úrtakið er markvisst að því leyti að þátttakendur voru nemendur í Háskóla Íslands. Þrír þátttakenda voru karlkyns og fimm kvenkyns á aldrinum 23­46 ára, þrír í grunnnámi og fimm í framhaldsnámi. Þátttakendur fann ég með því að leita til samstarfsmanna, vina og kunningja og biðja þá um að benda mér á viljuga þátttakendur. Tilviljun réði þannig vali þátttakenda að nokkru, en flestir voru á Félags­ vísindasviði, tveir á Hugvísindasviði og einn á Heilbrigð­ isvísindasviði. Niðurstöður Greining rannsóknargagnanna leiddi í ljós þrjú meginþemu og skiptust þau í nokkur undirþemu. Hér verður fjallað um nokkrar helstu niðurstöður sem svara þá um leið að einhverju leyti rannsóknarspurningunum sem lagt var upp með. Að læra á Gegni Nemunum fannst þeir vera misvel undir það búnir að takast á við fræðaumhverfið í Háskólanum en flestum þótti þó frekar auðvelt að ráða fram úr því. Í ljós kom að flestir kynntust Gegni í fyrsta sinn í Háskólanum en þrír nemendur þekktu hann vel áður og höfðu tamið sér að nota hann. Örfáir höfðu heyrt um Gegni án þess þó að hafa notað hann áður en þeir hófu háskólanám. Fólk virtist hafa fengið takmarkaða fræðslu á skólagöngunni þótt þrír nemendur hefðu lært á Gegni í mennta­ eða framhaldsskóla. Margir nemanna minntust þess að hafa fengið bókasafnskennslu í grunnskóla en tengdu þessa fræðslu ekki við Gegni. Þess ber þó að geta að þrír þátt­ takendur voru það gamlir að Gegnir var ekki kominn til sögunnar þegar þeir voru í skóla og að margt hefur breyst varðandi kennslu í upplýsingalæsi á síðustu árum. Nemunum fannst auðvelt að læra á Gegni og höfðu flestir fengið leiðsögn á vinnulagsnámskeiðum, en þrír þeirra höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Einn þeirra greindi til dæmis frá því að þeim hefði verið bent á að nota Gegni við að leysa verkefni í náminu, en að engin bein kennsla eða kynning hefði farið fram. Nemi sem skipt hafði um námsgrein á öðru ári námsins kvað mikinn mun hafa verið á þessum tveimur fögum og kvaðst enga slíka fræðslu hafa fengið á fyrsta árinu. Al­

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.