Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 48

Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 48
Bókasafnið 38. árg. 2014 48 möguleika í bókasafnskerfum, lesi sjaldan leiðbeiningar og nýti sér lítið hjálparsíður ﴾Hartley og Booth, 2006; Kumar, 2011﴿. Rannsókn Morupisi og Mooko ﴾2006﴿ á notkun nemenda í háskólanum í Botswana á bókasafns­ kerfinu leiddi í ljós að aðeins tæplega helmingur nem­ enda skráði sig inn í bókasafnskerfið til að skoða lánastöðu sína og framlengja útlánin. Rannsóknin byggði á þátttökuathugun og spurningalistakönnun þar sem spurt var bæði opinna og staðlaðra spurninga. Rann­ sóknir á háskólanemum almennt sýna þó oftast að þeir eru yfirleitt fremur ánægðir með bókasafnskerfið hvort sem þeir kunna fullkomlega á það eða ekki ﴾Ansari og Amita, 2008; Hsieh­Yeah, 1996; Islam og Ahmed, 2011﴿. Fræðimenn hafa bent á nauðsyn þess að auka fræðslu og kennslu á bókasafnskerfið og margir álíta að almennt safnfræðslunámskeið í upphafi náms veiti nem­ endum ekki fullnægjandi þjálfun. Þá hafa menn bent á nauðsyn hagnýtrar kennslu og verkefnavinnu ﴾Ansari og Amita, 2008; Morupisi og Mooko, 2006; Novotny, 2004﴿. Samkvæmt rannsókn Head og Eisenberg ﴾2009﴿ lærðu flestir um bókasafnskerfið í safnkynningum í bókasafninu á fyrsta ári námsins en mjög fáir sóttu að öðru leyti nám­ skeið eða fræðslu í bókasafninu eða leituðu aðstoðar starfsfólks bókasafnsins við að læra á gagnasöfnin. Nemendurnir leituðu þá frekar aðstoðar hjá kennurum sínum og reyndu að bjarga sér sem mest sjálfir í bóka­ safninu. Líklegra er að nemendur noti gagnagrunna bókasafnsins ef þeim þykja þeir hentugir og mikilvægt að þeir fái fræðslu um þá hjá kennurum sínum ekki síður en á háskólabókasafninu. Virðast nemendur nota þau gagnasöfn frekar sem kennararnir mæla með og þykir gagnlegt ef kennarar ræða gagnasöfn og leitaraðferðir í tímum ﴾Head og Eisenberg, 2009; Tenopir, 2003﴿. Jacqui DaCosta ﴾2010﴿ benti á að margir háskólakenn­ arar virðast álíta að nemendur tileinki sér upplýsinga­ færni á einhvern hátt óafvitandi í gegnum verkefni í náminu frekar en að þetta sé eitthvað sem þeir þurfi að læra og algengt er að þeir flétti ekki neinni slíkri fræðslu inn í kennsluna. Aðferðafræði rannsóknarinnar Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði. Að­ ferðin byggir á nálgun grundaðrar kenningar og mótar hún rannsóknina og rannsóknarsniðið. Í eigindlegri að­ ferðafræði er leitast við að öðlast skilning á viðhorfum fólks og reynt er að lýsa viðfangsefninu sem best út frá sjónarhóli þátttakenda sjálfra. Rannsóknin er takmörkuð og gefur aðeins vísbendingar um sjónarmið þeirra ein­ staklinga sem þátt tóku í henni. Rannsóknin byggir á opnum viðtölum þar sem spurt var opinna spurninga og sveigjanlegur viðtalsrammi var lagður til grundvallar. Viðtölin voru afrituð orðrétt og gögnin greind með aðferðum opinnar kóðunar sem felst í því að kóða og þemagreina viðtölin og finna í þeim rauð­ an þráð með hliðsjón af rannsóknarspurningunum. Öflun rannsóknargagna hófst í september 2011 og lauk í októ­ ber 2012. Viðtöl voru tekin við átta háskólanema. Úrtakið er markvisst að því leyti að þátttakendur voru nemendur í Háskóla Íslands. Þrír þátttakenda voru karlkyns og fimm kvenkyns á aldrinum 23­46 ára, þrír í grunnnámi og fimm í framhaldsnámi. Þátttakendur fann ég með því að leita til samstarfsmanna, vina og kunningja og biðja þá um að benda mér á viljuga þátttakendur. Tilviljun réði þannig vali þátttakenda að nokkru, en flestir voru á Félags­ vísindasviði, tveir á Hugvísindasviði og einn á Heilbrigð­ isvísindasviði. Niðurstöður Greining rannsóknargagnanna leiddi í ljós þrjú meginþemu og skiptust þau í nokkur undirþemu. Hér verður fjallað um nokkrar helstu niðurstöður sem svara þá um leið að einhverju leyti rannsóknarspurningunum sem lagt var upp með. Að læra á Gegni Nemunum fannst þeir vera misvel undir það búnir að takast á við fræðaumhverfið í Háskólanum en flestum þótti þó frekar auðvelt að ráða fram úr því. Í ljós kom að flestir kynntust Gegni í fyrsta sinn í Háskólanum en þrír nemendur þekktu hann vel áður og höfðu tamið sér að nota hann. Örfáir höfðu heyrt um Gegni án þess þó að hafa notað hann áður en þeir hófu háskólanám. Fólk virtist hafa fengið takmarkaða fræðslu á skólagöngunni þótt þrír nemendur hefðu lært á Gegni í mennta­ eða framhaldsskóla. Margir nemanna minntust þess að hafa fengið bókasafnskennslu í grunnskóla en tengdu þessa fræðslu ekki við Gegni. Þess ber þó að geta að þrír þátt­ takendur voru það gamlir að Gegnir var ekki kominn til sögunnar þegar þeir voru í skóla og að margt hefur breyst varðandi kennslu í upplýsingalæsi á síðustu árum. Nemunum fannst auðvelt að læra á Gegni og höfðu flestir fengið leiðsögn á vinnulagsnámskeiðum, en þrír þeirra höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Einn þeirra greindi til dæmis frá því að þeim hefði verið bent á að nota Gegni við að leysa verkefni í náminu, en að engin bein kennsla eða kynning hefði farið fram. Nemi sem skipt hafði um námsgrein á öðru ári námsins kvað mikinn mun hafa verið á þessum tveimur fögum og kvaðst enga slíka fræðslu hafa fengið á fyrsta árinu. Al­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.