Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 49

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 49
Bókasafnið 38. árg. 2014 49 mennt fannst þátttakendum námskeiðin vera gagnleg en sumum fannst þó ókostur að verið væri að kynna mörg gagnasöfn í sama námskeiðinu því þá vildi kennslan á Gegni fara fyrir ofan garð og neðan. Margir töldu að það hefði gagnast þeim betur að fá hagnýtari kennslu í formi verkefna fremur en sýnikennslu. Flestum þótti best að læra á Gegni í gegnum verkefni í náminu og með því að nota hann mikið. Leiðsögn væri þó nauðsynleg til að geta skilið leitarniðurstöður og ýmis hugtök í bókasafns­ kerfinu og vita um valmöguleikana. Almennt virtust nem­ arnir ekki hafa sótt önnur námskeið í bókasafninu. Að nota Gegni Flestir viðmælenda höfðu nokkuð góða hugmynd um hlutverk og innihald gagnasafnsins og gerðu skýran greinarmun á Gegni og öðrum gagnasöfnum. Það virtist ekki vefjast fyrir þeim að Gegnir væri sameiginleg skrá margra bókasafna yfir íslenskt og erlent efni á ýmsu formi í eigu þeirra, en hugtakið samskrá var þátttakend­ um þó ekki tamt. Einnig þekktu margir vel og notfærðu sér helstu leitarmöguleikana í Gegni og áttu auðvelt með að lýsa því hvernig þeir notuðu þá. Sumir töldu sig þó nota mest einfalda leitarmöguleika og kváðust ekki velta valmöguleikunum mikið fyrir sér. Á máli tveggja nem­ enda mátti skilja að notkun þeirra væri á einhvern hátt venjubundin. Margir notuðu Gegni til að leita almennt eftir efni og fá yfirsýn yfir efnissviðið og byrjuðu þá upp­ lýsingaleitina þar. Orðaleit og skimun eftir efni virtust vera algengar leitaraðferðir en tveir nemendur kváðust þó nota Gegni nær eingöngu til að leita að ákveðnum titli eða höfundi bókar. Einn nemandi notfærði sér markvisst efnisorð og flokkstölur til þess að finna skylt efni á sínu fræðasviði og hafði honum verið leiðbeint með þetta af kennara sínum. Notkun nemendanna á Gegni tengdist mest öflun upplýsinga og heimilda vegna verkefna og ritgerða. Notkunin virtist aukast eða verða markvissari eftir því sem leið á námið hjá flestum og þeir sem voru að skrifa lokaritgerðir notuðu hann jafnan mikið. Notkun á gagnasöfnum tengdist að nokkru leyti námsgrein og því efni sem nemendurnir höfðu þörf fyrir að nota í náminu. Þeir sem þurftu aðallega á erlendum fræðigreinum að halda í sínu námi leituðu að þeim í viðeigandi erlendum gagnasöfnum og notuðu þau meira en Gegni. Fólkið leit­ aði þá kannski ekki í Gegni nema það hefði beina tilvísun í einhverja heimild til þess að athuga hvort hún væri til í einhverju bókasafni. Aðrir virtust nota Gegni og erlendu gagnasöfnin nokkuð jöfnum höndum þótt tveir nemendur segðust aðallega nota Gegni og kváðust hafa litla þörf fyrir erlent fræðiefni í sínu námi. Meiri hluti þátttakenda ﴾sex nemendur﴿ taldi erfiðara að læra á rafrænu gagnasöfnin eða nota þau en Gegni en tveimur þótti það álíka. Reynslan afGegni Þátttakendur virtust hafa mjög jákvæða reynslu af Gegni. Lýstu margir Gegni sem hentugu og áreiðanlegu gagnasafni til að finna heimildir sem óhætt væri að treysta og vitna til. Nemarnir töldu samskrána auðvelda sér upplýsingaöflunina og þótti einfalt að átta sig á hvar ritin væru staðsett, hvort þau væru í útláni og hvenær þau væru væntanleg. Á nokkrum mátti skilja að þeim þætti ekki endilega tímasparnaður að leita mikið heim­ ilda á Netinu, heldur þvert á móti þyrfti að eyða lengri tíma í leitir þar til þess að finna góðar og áreiðanlegar heimildir. Þegar talið barst að Google leitarvélinni sér­ staklega sögðu margir að þegar þeir hefðu alls enga eða mjög óljósa hugmynd um efnið byrjuðu þeir leitina þar í þeirri von að finna upplýsingar sem gagnast gætu við að leita í Gegni eða öðrum gagnasöfnum. Einn nemandi sagðist stundum gúggla tímaritsgreinar því það væri styttri leið en að fara í gegnum gagnasöfnin og annar sagðist stundum þurfa að nota efni í sínu námi sem ein­ faldast væri að gúggla þar sem það lægi oftast á vef ýmissa stofnana og væri sjaldan að finna í Gegni. Það var þó misjafnt hvort fólk hefði reynslu af að not­ færa sér alla valmöguleikana í bókasafnskerfinu eða þekkti alla möguleika í boði. Það var nokkuð algengt að fólk hefði ekki tekið eftir ýmsum valmöguleikum. Til dæmis hafði enginn tekið eftir hnappnum Leitir.is í Gegni eða prófað að nota nýja leitarvefinn. Höfðu þátttakendur enga eða óljósa hugmynd um leitarvefinn. Einnig vissu fáir að rafrænt efni væri aðgengilegt í gegnum Gegni. Einungis þrír nemendur kváðust vita af þessu og tveir þeirra virtust nýta sér það að einhverju marki. Aðeins fjórir sögðust nýta sér innskráningu til að endurnýja útlán og tveir þeirra nýttu sér einnig að taka frá rit eða panta millisafnalán. Tveir þátttakenda höfðu ekki tekið eftir innskráningarglugganum og vissu ekki hvaða þjónusta fengist með því að skrá sig inn. Tveir vissu um þennan möguleika en höfðu aldrei nýtt sér hann. Nokkrir bentu á að þeir hefðu ekki vitað til hvers þetta væri gert nema af því að þeim hafði verið sagt frá því. Það ríkti þó almenn ánægja með þessa þjónustu og fannst fólki það spara tíma og fyrirhöfn að geta gert þessa hluti sjálft. Nemarnir virtust kunna vel að meta það sem sparaði þeim tíma við upplýsingaöflunina og nefndu tveir að þeir yrðu óþolin­ móðir eða pirraðir ef þeir þyrftu að eyða miklum tíma í að leita eða finna út úr hlutunum. Þrátt fyrir það taldi fólk sig yfirleitt ekki þurfa að leita aðstoðar starfsfólks bóka­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.