Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 73
Útdráttur
Dagana 9.13. september 2013 fóru Hallur Guð
mundsson og Sigrún Guðnadóttir frá Bókasafni Kópa
vogs til Kölnar í þeim tilgangi að kynna sér útlán á
rafbókum og viðskiptahugmyndina á bak við þau. Ferðin
var styrkt af Leonardo menntaáætlun Evrópusam
bandsins. Á vikutíma kynntust þau kostum og göllum
rafbókaútlána sem og þeim gildrum sem geta staðið í
veginum fyrir því að hefja slíkt ferli hér á landi. Niður
staðan varð sú að heppilegast þætti að Landskerfi
Bókasafna hefði yfirumsjón með innleiðingu útlána raf
bóka á Íslandi enda sér það fyrirtæki um Gegni og rök
réttast er að bein tenging sé á milli þessara þátta
útlánastarfsemi.
Safnið
Aðalsafnið í Köln hefur að geyma margs konar
safndeildir, má þar nefna stóra barnadeild, skjala og
sýningarsvæði til minningar um rithöfundinn Heinrich
Böll, bókasafn rithöfunda frá Köln, blindrabókasafn og
safn bókmennta um sögu þýskra gyðinga, sem var opn
að árið 1959.
Ellefu útibú eru rekin frá aðalsafninu ásamt einum
bókabíl, „Minibib“, „Krimmasjálfsala“ og rafbókavef þar
sem hægt er að fá lánaðar rafbækur allan sólarhringinn.
Mesta aukning í útlánum hefur verið á rafbókum. Frá
árinu 2012 hefur verið hægt að skila gögnum í aðalsafn
ið allan sólarhringinn. Svokölluð RFID tækni var tekin í
gagnið til að tryggja sem mestan hraða í útlánum. Hún
virkar þannig að bókasafnsskírteinið er sett í þar til
gerða afgreiðsluvél og lykilorð slegið inn, því næst getur
lánþeginn fengið lánað eða skilað bunka af bókum með
einu handtaki.
Árið 2012 komu í fyrsta skiptið yfir 2 milljónir gesta á
safnið, eða 2.053.450, en daglega koma um 8.250
safngestir. Í aðalsafninu og tengdum rekstrareiningum
eru 148.9 stöðugildi sem 196 manns skipta með sér
ásamt 87 sjálfboðaliðum.
Árgjaldið í safnið fyrir fullorðna er 38 evrur ﴾á geng
inu 164 kr. í september 2013 eru það um það bil. 6.200
krónur﴿ og var það hækkað talsvert frá 2012 þar sem
tekin var sú ákvörðun að hætta að taka gjald fyrir safn
efni eins og DVD diska. En til að koma á móts við lán
þega gildir skírteinið í 13 mánuði. Hægt er að fá skírteini
sem gilda í þrjá og sex mánuði. Líkt og hérlendis eru
skírteini fyrir börn undir 18 ára aldri ókeypis.
Á safninu er boðið upp á safnkynningar fyrir grunn
og menntaskólanema. Kynningar fara að miklu leyti
fram í formi verkefna sem nemendur vinna á safninu og
þyngjast eftir því sem þeir eldast. Kynningar af þessu
tagi eru nemendum mjög mikilvægar þar sem ekki
tíðkast að vera með bókasöfn í skólum í Þýskalandi.
Mikill fjöldi erlendra gesta heimsækir almennings
bókasafnið í Köln ár hvert til að fræðast enda er safnið í
fremstu röð hvað varðar nýjungar og tækni. Þegar nú
verandi forstöðumaður, Dr. Hannalore Vogt tók við
Sigrún Guðnadóttir er forstöðumaður Lindasafns, útibús Bókasafns
Kópavogs. Hún er með B.A. í Upplýsingafræði með Þjóðfræði sem
aukagrein og M.A. í Hagnýtri menningarmiðlun.
Til Kölnar
Hallur Guðmundsson er bókavörður, tónlistarmaður
og áhugamaður um útlán rafbóka.
Sigrún Guðnadóttir og Hallur Guðmundsson
Mynd 1. Aðalsafnið í Köln