Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Page 52
The Social Network 52 TÆKNI UMSJÓN: PÁLL SVANSSON palli@dv.is 17. september 2010 FÖSTUDAGUR Í febrúar 2004 hleypti Mark Zuckerberg af stokkunum samskiptasíðunni Facebook, sem í fyrstu var aðeins ætluð nemendum innan háskólasvæðis- ins í Harvard í Bandaríkjunum þar sem Zuckerberg var við nám. Nú, 6 árum síðar, er hinn umdeildi 26 ára gamli milljarðamæringur aðal- efni nýrrar kvikmyndar sem frum- sýnd verður víðs vegar um heim- inn í næsta mánuði og ber nafnið The Social Network. Kvikmyndin er byggð á bók bandaríska rithöfund- arins Bens Mezrich, The Accidental Billionaires, en bókin hefur reynd- ar hlotið töluverða gagnrýni fyrir einsleita heimildavinnslu og þykir ekki gefa raunsanna mynd af Zuck- erberg. David Fincher (Se7en, The Curious Case of Benjamin Button) leikstýrir myndinni en handrits- höfundur er Aaron Zorkin, sá hinn sami og skrifaði handritið fyrir hina vinsælu sjónvarpsþætti The West Wing. Klóki svínahirðirinn Saga Zuckerbergs í The Social Net- work minnir um margt á gamla æv- intýrið um klóka svínahirðinn sem á endanum giftist prinsessunni, upp- fært á nútímann er það nördinn sem verður milljarðamæringur, eigin- lega fyrir slysni þegar á það er litið að upphaflegt markmið hins 19 ára gamla Zuckerbergs var að gera sér og félögum sínum auðveldara fyr- ir að fara á fjörurnar við hitt kynið, í öruggri fjarlægð fyrir framan tölvu- skjáinn! Í dag er áætlað virði sam- skiptasíðunnar metið 33 milljarðar Bandaríkjadala og er hún orðin fast- ur þáttur í daglegu lífi 500 milljóna manna víðs vegar í veröldinni. Ófyrirleitinn svikari eða bara nörd? Eins og um marga þá ræðir er rísa hratt upp á stjörnuhimininn hef- ur Zuckerberg ekki farið varhluta af ásökunum fyrrverandi félaga sinna og vina. Í fjölmiðlum hefur hann ým- ist tekið á sig mynd stórmennsku- brjálæðings eða snillings með per- sónuleikaröskun. Fyrir okkur hin er hann bara tölvunördinn sem vildi komast á „deit“. Fyrrverandi vinur og félagi Bók Bens Mezrich, The Accidental Billionaires, byggir að mestu leyti á frásögnum Eduardos Saverin sem var einn besti vinur og félagi Zuck- erbergs á Harvard-tímabilinu. Þess ber að geta að þegar Mezrich Eduardo Saverin Breski leik- arinn Andrew Garfield fer með hlutverk Saverins í myndinni. The Social Network, ný kvikmynd um tilurð Facebook, verður frumsýnd í næsta mánuði. Myndin byggir að mestu á frásögnum fyrrverandi vinar Marks Zuckerberg, Eduardos Saverin, sem stóð á þeim tíma í mála- ferlum við Facebook en er nú titlaður einn af meðstofnendum samskiptavefsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.