Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Qupperneq 61

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Qupperneq 61
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 SVIÐSLJÓS 61 Nú klæðum við áleggið okkar í gull ...því það á það svo sannarlega skilið KYNLÍFSDÚKKAN KIM Nú getur þú eignast þína eigin Kardashian-systur: F yrirsætan og athafna-konan Kim Kardashian er fyrir löngu orðin eitt af kyntáknum Banda- ríkjanna og ímynd allra þeirra kvenna sem vilja vera með línur. Nú er svo komið að Pipedream Products, fyrirtæki sem sérhæf- ir sig í kynlífsdúkkum, ætlar að gera eina sem líkist Kim. Á hún að heita Kinky Kim Filthy Love Doll. Pipedream-fyrirtækið hefur fram- leitt fjölmargar kynlífsdúkkur sem eiga að vera Hollywood-stjörn- ur, til dæmis er ekki langt síðan dúkka sem líkist Lindsay Lohan var framleidd. Hvort Kim Karda- shian líti á þetta sem heiður eða ekki verður að koma í ljós. UPPBLÁSIN Það þarf nokkuð mikið loft til að blása upp þennan þrýstna líkama. FURÐULEGUR Í DULARGERVI M el Gibson hefur verið mikið í umræðunni eftir að fyrrverandi eiginkona hans, Oksana, sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. Hún sendi frá sér upptökur af samtölum sínum við Mel sem vægast sagt komu illa út fyrir karlinn. Það er því ekkert skrýtið að Mel vilji láta lítið fyrir sér fara þessa dagana en það verður þó að segjast að þetta dulargervi sem sést hér á myndunum er svolítið kjánalegt. Það sást sem sagt til Mels með gervinef, grátt yfirvaraskegg og svört lúðaleg gleraugu koma út úr skrifstofubyggingu sinni og hefur hann væntanlega verið að reyna að plata papparassana sem elta hann hvert fótmál. Hegðun Mels er þó ekki beint til þess fallin að draga athyglina frá honum því eftir að hafa sest upp í bílinn og keyrt dágóða stund með snápana á hælunum stöðvaði hann bílinn, steig út án dulargervis og öskraði á blaða- mennina: „Hvað, hafið þið ekkert betra að gera?“ Þegar einn ljómyndaranna spurði hvort hann hefði ekkert að segja, svaraði hann: „Ekki við þig,“ og bætti síðan við: „Hvernig finnst þér að þefa af annarra manna þvotti?“ Skap- bráður hann Mel. FURÐULEGUR Með gervinef og grátt gerviskegg. ÖSKRAR Á LJÓMYNDARANA Mel virðist hafað tapað glórunni. HRINGUR OG TILNEFNING Modern family-stjarna trúlofuð: Barmgóða kólumbíska gam-anleikkonan Sofia Verg-ara brosti hringinn á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór fyrir tveimur vikum. Sofia er almennt mjög hress og lífs- glöð en það var ekki bara vegna þess og þeirrar staðreyndar að hún var tilnefnd til Emmy-verðlauna að hún var svo kát. Á meðan hún var að gera sig klára fyrir hátíðina bað kærasti hennar, þingmaðurinn fyrrverandi Nick Loeb, hana um að giftast sér. Sofia sagði já og var hún því bæði nýtrúlofuð og á leið á Emmy-hátíð- ina þegar hún var mynduð seinna um kvöldið. Ekki furða að hún brosti svo mikið. HAMINGJUSÖM Sofia var tilnefnd til Emmy-verðlauna og fékk trúlofun- arhring.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.