Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Side 2
2 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Laun stjórnenda stórhækka Laun lykil­ stjórnenda Icelandair Group og dótturfélags þess Icelandair hafa hækkað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Þann­ ig hafði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, um 1,9 milljónir króna í laun á mánuði árið 2010. Hann fékk hins vegar ríflega hækkun á síðasta ári og er nú með tæpar 2,9 milljónir króna á mánuði. Samkvæmt árs­ skýrslu Icelandair Group fyrir 2011 var hagnaður af rekstrinum um 4.452 milljónir króna á síðasta ári. Alls voru 800 milljónir króna greidd­ ar út í formi arðs til hluthafa vegna rekstrarársins. Ritstjórum Mogg- ans hótað í bréfi DV birti hót­ unarbréf sem talið er að Kjartan Gunnars­ son, framkvæmda­ stjóri Sjálfstæðis­ flokksins, hafi sent til Matthíasar Johannessen, rit­ stjóra Morgun­ blaðsins, í apríl árið 1998. Tilefni bréfsins var að hóta ritstjórum blaðs­ ins undir rós vegna umfjöllunar blaðs­ ins og aðsendra greina, meðal annars eftir Sverri Hermannsson, sem komu illa við kaunin á forystu Sjálfstæðis­ flokksins. Tilgangur bréfsins virðist hafa verið að fá ritstjóra Morgun­ blaðsins til að skrifa með ógagnrýnari hætti um Sjálfstæðisflokkinn. Í bréf­ inu var því t.d. hótað að upplýsa um slæma fjárhagsstöðu Styrmis ritstjóra. Leitar aðstoðar við skuldavanda „Þetta var vondur tími til að fara að stækka við okk­ ur,“ segir Þórhall­ ur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðar­ kirkju, sem er einn af fjölmörg­ um Íslendingum sem hafa leitað úrræða hjá umboðsmanni skuld­ ara vegna skuldavanda. DV fjallaði um málið á miðvikudaginn þar sem fram kom að Þórhallur hefði staðið í skilum með greiðslur þar til í októ­ ber 2008, en hann hafði látið byggja bílskúr við húsið sitt. „Ég hef ekk­ ert að fela og skammast mín ekkert. Ég er að reyna að standa í skilum,“ sagði Þórhallur af hreinskilni í sam­ tali við DV. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 www.xena.is AF ÖLLUM BARNASKÓM S T Æ R Ð I R 1 8 - 3 5 Opið virka daga 11-18 - laugardag 11-16 Grensásvegi 8 - Sími 517 2040 2 FYRIR 1 F ramkvæmdir standa yfir í ein­ býlishúsi sem Ólafur Ragn­ ar Grímsson, forseti Íslands, keypti í september í fyrra. Húsið stendur á skjólsælum stað við Reykjamel í Mosfellsbæ, undir Reykjafelli og nokkra kíló­ metra fyrir norðan Hafravatn. Hann keypti húsið, sem áður var í eigu leik­ skólakennara, þann 15. september í fyrra samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá. Í nýársávarpi sínu lét Ólafur Ragnar að því liggja að hann hygð­ ist ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum en tók þó ekki af öll tvímæli um það. Hvort framkvæmdirnar sem nú standa yfir í húsi hans þýði að hann muni láta af embætti í sumar skal ósagt látið. „Smávægilegar breytingar“ Iðnaðarmenn hafa undanfarna daga verið við störf í húsinu og þegar ljós­ myndara og blaðamann DV bar að garði á miðvikudag var verið að und­ irbúa flutning skorsteins á húsinu. Þá stóðu einnig yfir framkvæmdir innandyra og sagði iðnaðarmaður sem DV ræddi við að verið væri að gera „smávægilegar breytingar inn­ andyra og stækka glugga“. Maður sem var við störf inni í húsinu sagðist ekki hafa hugmynd um hvenær verk­ efninu ætti að ljúka og þá vissi hann ekki hvort og þá hvenær Ólafur og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, ætluðu að flytja í húsið. Ekki heitur pottur Eins og sést á meðfylgjandi myndum er eignin hin glæsilegasta. Samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá er hús­ ið sjálft 216 fermetrar en auk þess er á lóðinni 104 fermetra gróðurhús. Húsið er á tveimur hæðum og er aðal­ inngangur á efri hæð. Í garðinum er lítið garðhýsi sem er byggt í sama stíl og húsið en eignin stendur á hálfum hektara eignarlands og rennur Varmá á lóðarmörkunum. Garðurinn sjálfur er gróinn og er húsið umkringt runn­ um og stórum trjám. Hvorki bílskúr né heitur pottur er við húsið líkt og oft tíðkast þegar stór einbýlishús eru annars vegar. Beðið eftir svörum Forsetakosningar fara fram þann 30. júní í sumar, að því gefnu að fleiri en einn bjóði sig fram. Margir eru orðnir óþreyjufullir eftir því að forsetinn gefi skýr svör hvað þetta varðar en enn sem komið er hefur hann ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið. Samkvæmt heimildum DV mun Ólafur þó finna sér aðstæður til að tala við fleiri en einn fjölmiðil í einu en blaðið hefur ekki heimild­ ir fyrir því hvenær það verður. Hvað sem því líður er ljóst að ekki mun væsa um Ólaf og Dorrit í nýja hús­ inu í Mosfellsbæ ákveði Ólafur að láta af embætti forseta Íslands. n Iðnaðarmenn eru að störfum í húsi Ólafs Ragnars Grímssonar í Mosfellsbæ Framkvæmdir í húsi forsetans „Garðurinn sjálfur er gróinn og er hús- ið umkringt runnum og stórum trjám. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Glæsileg lóð Lóðin er stór og mikil og stendur á einum skjólsælasta stað Mos- fellsbæjar. Varmá rennur á lóðarmörk- unum og stór tré umkringja húsið. Iðnaðarmenn að störfum Iðnaðarmenn voru að störfum í húsinu þegar DV bar að garði. Iðnaðarmaður sem blaðið ræddi við sagði að meðal annars væri verið að stækka glugga. Þá stóð til að fjarlægja skorstein á þakinu. Snoturt garðhýsi Stór verönd er á bak við húsið og vinstra megin á myndinni má sjá lítið garðhýsi í sama stíl og húsið. Hannes Hólm- steinn verður á Beinni línu Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, verður á Beinni línu á DV.is í dag, föstudag, klukk­ an 14. Þar mun Hannes svara eftir bestu getu þeim spurningum sem brenna á lesendum DV.is. Hannes hefur getið sér orð fyrir að vera boðberi frjálshyggjunnar og einn af hugmyndafræðingum Sjálf­ stæðisflokksins. Hannes liggur sjaldan á skoðunum sínum og hefur árum saman verið í eldlínu hugmyndafræðilegra átaka og hef­ ur sem slíkur verið umdeildur. Það eina sem lesendur þurfa að gera til að spyrja spurninga er að skrá sig inn á Facebook. Allir lesendur geta hins vegar fylgst með þeim spurningum og svörum sem sett verða inn. Slóðin inn á beinu lín­ una er www.dv.is/beinlina. Rannsókn loks lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu hefur lokið frekari rannsókn á nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni og kærustu hans. Málið hefur verið sent ákærusviði lög­ reglunnar þar sem ákvörðun verð­ ur tekin um hvort það fari til ríkis­ saksóknara. Í síðustu viku sagði Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlög­ regluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, að rannsóknin væri á lokasprettinum. Í lok janúar var greint frá því að ríkissaksóknari hefði óskað eftir frekari rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæð­ inu á ákveðnum atriðum máls­ ins. Björgvin tjáði DV að ræða hafi þurft betur við ákveðin vitni sem höfðu verið stödd erlendis. Egill og kærasta hans voru kærð af átján ára gamalli stúlku í nóvem­ ber síðastliðnum fyrir nauðgun en stúlkan var gestkomandi á heim­ ili þeirra eftir gleðskap í miðbæ Reykjavíkur. Egill hefur ítrekað lýst yfir sakleysi sínu í fjölmiðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.