Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 47
n Skráning hafin í þrítugustu keppnina Lífsstíll 47Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 Reyndi í fimm ár að eignast barn Þ etta er alveg svakalega erfitt og í rauninni kannski eins og með annað, þá er ekki hægt að lýsa þessu nema lenda í þessu sjálfur,“ segir Rósa Hlín Sigfúsdóttir um það að eiga í erfiðleikum með að eignast barn. Rósa hefur reynt það á eigin skinni. Hún og eiginmaður hennar reyndu í fimm ár áður en þau eignuðust son sinn, Sigfús Inga Ingólfsson sem er níu mánaða í dag. „Ég var 31 árs þegar við byrjuð­ um að reyna.“ Áður hafði hún tvisv­ ar orðið ólétt en í bæði skiptin misst fóstrið. Síðan tóku við tæknifrjóvgan­ ir. „Við fórum í fjórar tæknisæðingar og tvær glasafrjóvganir áður en þetta tókst.“ Grét þegar henni var hrósað Að baki tæknifrjóvgunum er langt ferli. Fyrst byrjaði Rósa á frjósemis­ lyfjum sem hún tók í marga mán­ uði, án árangurs. Þegar það gekk ekki þá létu þau reyna á tækni­ frjóvgun. Rósa segir ferlið vera langt og strangt. „Þær konur sem ganga í gegnum þetta eru í raun búnar að vera óléttar í mörg ár. Ég var fyrst á frjósemislyfjum sem eru auka­ verkanir af, þó mismiklar eftir kon­ um, en ég varð til dæmis rosalega viðkvæm af þeim. Ég man ég fór á þorrablót hérna í bænum og þar var kona sem hrósaði mér og ég fór að gráta, ég er ekki vön því,“ segir hún en ýmsar óþægilegar aukaverkanir geta fylgt lyfjunum. Verst að fara í Ikea Þráin eftir barni er erfið að sögn Rósu og tekur mjög á tilfinningalega. Hún segist hafa hugsað um lítið annað en þetta meðan á ferlinu stóð. „Ég, eins og margar aðrar konur sem standa í þessu, fékk þetta algjörlega á heil­ ann. Ég kunni tíðahringinn alveg 100 prósent, hvenær ég ætti að fá egglos, hvenær ég ætti að byrja á blæðingum og svo framvegis. Maður verður bara sjúkur.“ Alls kyns tilfinningar komu upp, margar óþægilegar og óvelkomn­ ar að sögn Rósu. Hún segir það til dæmis hafa verið erfitt að horfa á aðrar konur með börn. „Það versta sem hægt er að gera á þessum tíma er að fara í Ikea, þar eru allar óléttu konurnar. Það er alveg ótrúlega sárt að sjá aðrar konur með börn og það koma upp hjá manni alls konar til­ finningar, afbrýðisemi og annað sem maður ræður ekki við. Manni finnst maður vera svo vond manneskja fyrir að hafa þessar tilfinningar. Maður horfir á konurnar sem eru óléttar eða með lítil börn og hugsar: Af hverju hún en ekki ég?“ segir hún einlæg. Öll þjónusta við tæknifrjóvgun fer fram á Art Medica og geta pör þurft að mæta þangað nokkuð oft. Þar eru kvensjúkdómalæknar sem sinna líka konum í öðrum erinda­ gjörðum og Rósa segir það geta verið óþægilegt. „Ég skil ekki af hverju það er ekki skipt eftir dögum. Konur eru að koma þar í skoðun eftir til dæmis barneign og eru með lítil börn með sér. Það er ofsalega erfitt að vera þarna í þessum erindagjörðum og mæta konum með börn.“ Lá við skilnaði Ófrjósemi og baráttan við það að eign­ ast barn getur reynt mjög á sambönd. Rósa viðurkennir að þannig hafi það verið í tilfelli hennar og eiginmanns hennar. „Þetta er alveg gríðarlega mikið álag og ég skil eiginlega ekki hvernig við lifðum þetta af saman. Eftir að við fórum í fyrri glasafrjóvg­ unina og það mistókst þá lá við skiln­ aði hjá okkur. Þetta var svo erfitt,“ segir hún. Þau ákváðu að leita sér hjálpar. „Við fórum til ofboðslega góðs sál­ fræðings sem heitir Gyða Eyjólfsdóttir og sérhæfir sig í ófrjósemi para. Hún var algjör himnasending. Hún skildi okkur bæði svo vel og gat útskýrt til­ finningar okkar svo vel. Þannig að ég skildi hann betur og öfugt. Hún al­ gjörlega bjargaði okkur. Þegar við fór­ um svo í seinni glasafrjóvgunina þá fórum við mjög þétt til hennar og hún kom okkur í gegnum þetta.“ Hrædd um að missa Seinni glasafrjóvgunin heppnaðist. Rósa fékk uppsett tvö egg þar sem eggin hennar voru léleg eins og það kallast en þau eru flokkuð í flokka eftir gæðum þeirra. Egg Rósu voru af öðrum og þriðja flokki en fyrsti flokk­ ur er bestur. Annað eggið festi sig en hún var þó mjög áhyggjufull þó hún væri orðin ólétt þar sem hún hafði tvisvar misst fóstur. „Ég var mjög hrædd því ég var með þessa sögu um að missa. Ég þurfti að sprauta mig með hormónum til þess að halda fóstrinu í þrjá mánuði, það var mjög erfitt. Líka bara að þurfa lifa með því í þrjá mánuði að ég gæti misst fóstrið. Þegar ég var búin að sprauta mig þá hafði ég verið búin að sprauta mig í fimm mánuði allt í allt. Og ég er alls ekkert einsdæmi, ég hef heyrt miklu verri sögur en af mér. Það er alveg gríðarlegt sem konur leggja á sig fyrir þetta.“ Vilja gefa syni sínum systkini Rósa og maður hennar eiga eins og áður sagði hinn níu mánaða gamla Sigfús Inga. Nú langar þau að eign­ ast annað barn en það gæti reynst þeim erfitt þar sem ríkið niðurgreið­ ir ekki lengur tæknifrjóvganir nema með fyrsta barni. „Að okkar mati er það besta sem við gætum gefið barninu okkar systkini. Ég er orðin 37 ára gömul og mamma mín fór mjög snemma úr barneign þannig að ég býst við að hafa tíma fram að fertugu. Þannig að þetta eru kannski þrjú ár sem ég hef til þess að eign­ ast barn. Eggin mín eru mjög léleg þannig að það gæti tekið nokkrar tilraunir að verða ólétt. Nú er þetta orðið svo gríðarlega dýrt og hvert skipti kostar okkur um hálfa millj­ ón,“ segir Rósa sem er hrædd um að falla á tíma og ná ekki að eignast annað barn. Henni finnst ósanngjarnt að niður greiðslum hafi verið hætt. „Rík­ ið sparar ekki nema þrjátíu milljón­ ir á ári með því að hætta þessu. Sé þetta miðað við annað þá er til dæm­ is ókeypis að fara í fóstureyðingu og það kostar 29 þúsund fyrir einstak­ ling að fara í hjáveituaðgerð. Mér finnst bara svo ósanngjarnt að þetta snúist um peninga. Það fari eftir því hvort þú eigir peninga hvort þú getir eignast barn.“ Ófrjósemi algeng Rósa hefur ásamt vinkonu sinni, Sonju, sett af stað undirskriftalista til þess að mótmæla því að hætt hafi verið niðurgreiðslum. Hægt er að fara inn á síðuna tilvera.is og þar er hlekkur inn á undirskriftalistann. Rósa segir þetta koma mörgum við. „Það þekkja flestir einhverja sem eru að berjast við ófrjósemi. Fimm­ tán prósent para á Íslandi berjast við ófrjósemi þannig að þetta er gífur­ legur fjöldi,“ segir Rósa um leið og hún hvetur fólk til að setja nafn sitt á listann. n n Rósa Hlín fékk barnleysið á heilann n Gífurlegt álag á sambandið 15% glíma við ófrjósemi Gífurlega margir glíma við ófrjósemi. Sé litið til Íslands þá er talið að 15 prósent íslenskra para eigi við ófrjósemi að stríða. Til að par teljist eiga við ófrjósemi að stríða þarf það að hafa stundað reglulegt, óvarið kynlíf í eitt ár eða lengur án þess að úr verði barn. Þar sem það þarf alltaf tvo til að úr verði barn segir það sig sjálft að orsök ófrjóseminnar getur legið hvort sem er hjá karlmanninum eða konunni. Helstu orsakir Konur n Legslímuflakk – (e. endometriosis) n Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni – (e. Polycystic Ovarian Syndrome, PCOS) n Hormónaójafnvægi n Snemmbúin tíðahvörf n Stíflur eða samgróningar í eggjaleið- urum n Síendurtekin fósturlát n Léleg eða engin egg Karlar n Æðagúlpur eða æðaflækja við eistu n Lélegt eða vanskapað sæði n Vanþroska sæði n Ekkert sæði NáNarI uppLýSINGar INN á tILVera.IS Beið í fimm ár Rósa Hlín varð loks ólétt að Sigfúsi Inga eftir fimm ára þrautagöngu. Nú vilja foreldrar Sigfúsar gefa honum systkini. Helstu meðferðir Tæknisæðing Þegar par fer í tæknisæðingu er konan látin örva hjá sér eggjastokk- ana þannig að örugglega verði egglos og kvöldið fyrir tæknisæðinguna sprautar hún sig með svokallaðri miðnætursprautu sem tryggir að egglosið verði á réttum tíma. Karlmaðurinn skilar inn sæði um morguninn sem er unnin (lélegar frumur fjarlægðar, rest sett í vökva sem hjálpar sáðfrumunum að synda). Um hádegisbil er aðgerðin svo gerð. Örlitlu röri er stungið upp í gegnum leggöngin, í gegnum leghálsinn og alveg upp að legbotninum og sæðinu er sprautað þangað svo það eigi sem bestan möguleika á að hitta á eggið og úr verði barn. Glasafrjóvgun Þegar um glasafrjóvgun er að ræða fer konan fyrst í gegnum ferli sem minnir á tíðahvörf þar sem slökkt er á hormónastarfseminni. Eftir það tekur svo við tímabil þar sem eggjastokkarnir eru örvaðir þannig að sem flest eggbú þroskist. Þá tekur við eggheimta sem er smáaðgerð framkvæmd með deyfingu. Karlmaðurinn skilar sæðisprufu sem er unnin á svipaðan hátt og við tæknisæðingu. Kynfrumunum er svo komið fyrir í tilraunaglasi og þeim leyft að leika lausum hala, ef svo má að orði komast, og úr verða vonandi einn eða fleiri fósturvísar. Fósturvísarnir eru svo annaðhvort settir upp hjá konunni tveimur dögum síðar eða þeir frystir og hugsanlega notaðir seinna. Hér á Íslandi eru aldrei settir upp fleiri en þrír fósturvísar og yfirleitt ekki nema einn eða tveir. Þetta er gert til að koma í veg fyrir fjölburafæðingar en þó kemur af og til fyrir að úr verða tví- eða þríburar. Smásjárfrjóvgun Ferlið þegar um smásjárfrjóvgun er að ræða er að mestu leyti eins og við glasafrjóvgun, nema í stað þess að leyfa kynfrumunum að hittast í glasi er valin úr ein sáðfruma og henni sprautað í eitt egg. Þetta er gert við öll eggin sem nást við eggheimtu og svo er beðið og séð hversu mörg skipta sér og verða að fósturvísum. Uppsetningin er svo með sama hætti. uppLýSINGar feNGNar af wIkIpedIa.IS Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.