Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 64
Krassandi ævintýraleikrit í leikstjórn Sigga Sigurjóns MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200 Tryggðu þér miða sTrax framleiTT af leikfélagi akureyrar í samsTarfi við borgarleikhúsið Fös 24/2 kl.19 UPPSELT Lau 25/2 kl.16 UPPSELT Lau 25/2 kl.19 UPPSELT Sun 26/2 kl.16 UPPSELT Fim 1/3 kl.19 örfá sæti laus Fös 2/3 kl.19 örfá sæti laus Lau 3/3 kl.16 örfá sæti laus Lau 3/3 kl.19 örfá sæti laus Fös 9/3 kl.19 örfá sæti laus Lau 10/3 kl.19 ný sýning Sun 10/3 kl.16 ný sýning "það er sem sagt þrusukraftur í þessu, gríðarlegt stuð frá upphafi til enda" – J.v.J. Dv „mikill metnaður í þessari sýningu. faglega unnin.“ – s.b. Djöflaeyjan “veisla fyrir auga og eyra” – b.þ. akureyri vikublað ein vinsælasta sýning landsi ns Er þörf á löggu í Flokkinn? Ritstjóri Nýs Lífs á Ítalíu n Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, sleppur heldur betur vel við fjaðra- fokið sem umfjöllun hennar um erótísk bréf frá Jóni Baldvini Hanni- balssyni, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, til barnungrar frænku eiginkonu hans hefur valdið. Þóra er þessa dagana stödd á Ítalíu en ekki er vitað hvort ferðin er farin henni til ánægju og yndisauka eða vegna vinnunnar. Ítarleg umfjöllun er um málið í DV í dag en fram kom á fimmtudag að upplag Nýs Lífs hefði selst upp á svipstundu. Ekki kom þó fram hversu mörg eintök voru prent- uð. N ei, nei. Ég hef ekki gengið með þetta lengi í maganum,“ seg- ir yfirlögregluþjónninn geð- þekki Geir Jón Þórisson. Hann hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis annars varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, sem kjörinn verður á flokksstjórnarfundi þann 17. mars næstkomandi. Um er að ræða nýtt embætti innan flokksins. Óhætt er að fullyrða að framboðið komi nokkuð á óvart enda hefur Geir Jón ekki látið sig pólitík varða á opin- berum vettvangi áður. Hann tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í Í bítið á Bylgjunni á fimmtudagsmorgun. Í samtali við DV segir Geir Jón, sem verður sextugur í apríl, að hann sé enn fullur orku. „Mínu hlutverki er ekki al- veg lokið, þó því sé að ljúka á vettvangi lögreglunnar,“ segir hann í léttum dúr en hann hefur undanfarið sinnt sér- verkefnum á vegum lögreglunnar. Til stendur að hann láti af störfum í júní en hann segir að staður og stund hafi ekki verið fastsett. „Ég hef verið að fást við að skrásetja eitt og annað sem þarf að varðveitast,“ segir Geir Jón en hann hefur starfað við löggæslu í hvorki fleiri né færri en 36 ár – en árið 1992 gerðist hann yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til Alþing- is fyrir flokkinn. Hann sé ekki í neinu hástökki. „Ég er bara að skoða stöðu mína og hvort áhugi sé fyrir störfum mínum á þessum vettvangi.“ Óhætt er að fella þann dóm að Geir Jón hafi verið farsæll í störfum sínum í lögreglunni. Hann segist hins vegar á þeirri vegferð hafa séð eitt og annað sem betur megi fara. „Það sem rekur mig öðru fremur áfram er að mér finnst rödd hins almenna borg- ara þurfa að heyrast. Ég er fulltrúi hins almenna kjósanda. Það er ýmis- legt sem mig langar að gera, ég sé ýmis tækifæri, en ég er þó ekki kraftaverka- maður,“ segir hann af sinni alkunnu hægð og hógværð. baldur@dv.is „Mínu hlutverki ekki alveg lokið“ n Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í framboð Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 24.–26. feBrúar 2012 23. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Breytir til Geir Jón kveður lögregluna í sumar en gæti heilsað á nýjum vettvangi. Draumasími Sigga Hlö n Útvarpsmaðurinn Sigurður Helgi Hlöðversson, eða Siggi Hlö eins og hann er betur þekktur, er heldur betur sáttur við nýja farsímann sinn en hann setti mynd af sér kyssa umbúðirnar utan af símanum á Facebook. „Ertu að djóka í mér … draumasíminn kominn í hús. Nokia 800 Lumia með Windows stýrikerf- inu,“ skrifaði hann við myndina. Líklegt verður að teljast að Siggi hafi keypt símann í Danmörku því þar hélt hann partí um liðna helgi á veg- um Iceland Express. Hann stóðst ekki mát- ið að skjóta aðeins á iPhone- snjallsíma- eigendur og sagði: „iPhone er svo mikið hitti- fyrra!“ Má roðna á Facebook? n „Selma Björns leikstjóri hefur náð hæstu hæðum!“ skrifar verð- launaleikkonan Unnur Ösp Stef- ánsdóttir á Facebook-síðu sína um leikstjórann og söngkonuna Selmu Björnsdóttur. Selma leggur þessa dagana lokahönd á söng- leikinn Vesalingana sem frum- sýndur verður í næstu viku í Þjóð- leikhúsinu. „Ég er óendanlega stolt af þessari kláru, mögnuðu listakonu og mega töffara sem rataði inn í líf mitt fyrir nokkrum árum og sleppur ekki úr því úr þessu!“ segir Unnur. Selma bendir vin- konu sinni á það í athugasemd- um við stöðu- uppfærsluna að þetta sé internetið sem hún sé að skrifa á og segir: „Má roðna á veraldar- vefnum?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.