Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 29
borð við Newsweek og International Herald Tribune. „Ísland sannar að efnahagsleg kraftaverk geta gerst og það hratt! Það er gaman að hafa það í huga þegar björgunarpakki Grikkja er skoðaður, en því er haldið fram að það muni líða ár eða jafnvel áratugir þar til Grikkland nær sér á strik. Það sama á við um önnur illa stæð Evr- ópuríki.“ Jon Nadler skrifar á vefinn resour- ceinvestor.com að ef hægt sé að taka eitthvað jákvætt út úr kreppunni sé það efnahagsleg endurreisn Íslands. „Landið hefur risið úr öskustónni á undraskömmum tíma. Ísland hefur ekki neyðst til að selja erlendum fjár- festum eignir landsins til þess að ná í peninga. Stórvirkar – jafnvel óhugs- andi – aðgerðir? Heldur betur,“ segir hann og tekur dæmi um hvernig Ís- land hefur tekið af krafti á hrunsmál- um með rannsókn á málunum og með því að hafa hreinlega leyft bönk- unum að falla í stað þess að taka á sig himinháar skuldir. Ísland eða Írland? Lánshæfismat Írlands er enn í rusl- flokki á meðan lánshæfismat Ís- lands hefur risið upp úr þeim flokki. Fjallað er um málið í The Wall Street Journal þar sem efna- hagsbati Íslands og Írlands er bor- inn saman. Þar kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að til skemmri tíma litið sé staða Íslands betri, en horfurnar á Írlandi séu til lengri tíma litið góðar, þar sem landið er með evruna sem gjaldmiðil. Bæði Ísland og Írland hrundu í kjölfarið á glórulausri bankastarf- semi þar sem áhættusæknir banka- menn fóru mikinn. Bæði lönd voru í þeirri stöðu að bankakerfin voru miklu stærri en landsframleiðslan. Ógæfa Írlands var sú að bankakerf- ið þar í landi var ekki svo ofvaxið að ríkið gæti ekki bjargað því. Á Ís- landi, þar sem bankakerfið var 10 sinnum stærra en landsframleiðsl- an, átti ríkisstjórnin engra annarra kosta völ en að leyfa því að falla og láta kröfuhafa bankanna taka skell- inn. Endurreisn bankakerfisins hef- ur verið hlutfallslega svipuð hér á landi og á Írlandi. Alls kostaði end- urreisn bankakerfisins 45 prósent af landsframleiðslu á Íslandi en um 40 prósent á Írlandi. Í báðum ríkjum varð skarpur samdráttur í í kjölfar kreppunnar, 12–13 prósent í heildina. Bæði ríkin glíma við miklar skuldir, þó að staðan hér á landi sé talsvert skárri. Helsti munurinn er sá að á meðan hagvöxtur mældist 3 prósent á Íslandi í fyrra var hann 1 prósent á Írlandi. Ísland glímir hins vegar enn við mörg vandamál. Gjaldeyrishöftin hindra fjárfestingu en afnám þeirra gæti líka valdið því að gengi krón- unnar hrynji enn meira. Icesave- málið er enn óleyst og svo gæti far- ið að Ísland yrði dæmt til að greiða tugi milljarða króna. NiðurskurðuriNN hefur öfug áhrif Erlent 29Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 Ekta fiskur ehf - Hauganesi v/Eyjafjörð - Sími: 466 1016 - www.ektafiskur.is Ektafiskur hefur ætíð og eingöngu notað vottað matvælasalt frá Saltkaupum í allar sínar vörur! Þessigamligóði virðing gæði Líklega minnsti maður veraldar Fulltrúar Heimsmetabókar Guinness eru væntanlegir til Nepal um helgina til að fram- kæma hæðarmælingu á Chandra Bahadur Dangi sem er 72 ára. Dangi vill fá staðfest hjá Heims- metabókinni að hann sé minnsti maður veraldar, en samkvæmt frétt AP er hann einungis 56 sentímetrar á hæð. Dangi hefur alla tíð búið í af- skekktu þorpi í vesturhluta Nepal og raunar alltaf verið í þorpinu. Hann er nú kominn til höfuð- borgarinnar Katmandu til að hitta forsvarsmenn Heimsmeta- bókarinnar, en mælingin fer fram á laugardag. Dangi, sem hefur aldrei verið við kvenmann kenndur, býr með eldri bróður sínum og fjölskyldu hans í þorp- inu Rhimkholi. Það var farand- verkamaður sem kom til þorps- ins sem vakti athygli fjölmiðla í Katmandu á málinu og settu þeir sig í samband við forsvarsmenn Heimsmetabókar Guinness. Op- inberlega er Junrey Balawing frá Filippseyjum minnsti maður ver- aldar, 60 sentímetrar á hæð, en það mun koma í ljós um helgina hvort Dangi verðskuldar nafn- bótina. „Mamma, ég elska þig“ Sextán ára piltur svipti sig lífi með því að fleygja sér fram af Beachy Head-klettunum í Aust- ur-Sussex í september síðastliðn- um. Við réttarrannsókn málsins á Englandi á fimmtudag kom fram að hann hafði sent móður sinni SMS-skilaboð andartaki áður en hann stökk fram af brúninni. Fallið var rúmir 150 metrar. „Mamma, ég elska þig,“ voru hinstu skilaboð hans til móð- ur sinnar en pilturinn, Niko- las Brkic, var króatískur nemi á Englandi. Fyrr um morguninn þennan örlagaríka dag, 5. sept- ember, hafði hann vakið móð- ur sína Jasminu til að kveðja. Strandgæslumenn fundu lík hans í fjöruborðinu nokkrum dögum síðar, þann 13. september. Á hon- um fannst kveðjubréf. Brkic hafði ekki glímt við geð- sjúkdóma en mun hafa glímt við vanlíðan og depurð um nokkurt skeið. Grikkland Hvorki gengur né rekur hjá Grikkjum. Skuldir aukast þrátt fyrir niðurskurð. Þessu er öfugt farið á Ís- landi, þar sem skuldir hafa ekki hækkað hlutfallslega. „ Ísland sannar að efnahagsleg kraftaverk geta gerst og það hratt! n Myndin sýnir skuldir Íslands, Írlands, Grikklands og Portúgals sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (VLF). Gott er að bera saman hversu þungar byrðar skuldirnar eru á hverju landi með því að nota þennan samanburð. Oft er miðað við að ríki séu komin að ystu þolmörkum hvað varðar skuldir þegar þetta hlutfall er komið yfir 90 prósent af landsframleiðslu. Í ríkjunum þremur sem Ísland ber sig saman við hefur verið ráðist í gífurlegar niðurskurðaraðgerðir. Það hefur haft í för með sér að hagkerfi ríkjanna hefur minnkað og skuldirnar því orðið illviðráðanlegri. Það hefur ekki gerst á Íslandi. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 % Ríkisskuldir Íslands Ríkisskuldir Grikklands Ríkisskuldir Portúgals Ríkisskuldir Írlands 20 12 20 12 20 12 20 12 20 10 20 10 20 10 20 10 82 ,3 % 10 5 % 11 0 % 15 9 % 13 9 % 81 % 88 % 91 % Atvinnuleysi 7,3 % 14,2 % 14 % 20,9 % Öfug þróun á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.