Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 17
Fréttir 17Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI EKKI MISSA AF ÞESSUM NÁMSKEIÐUM HJÁ NTV! Atvinnulausir fá 25% afslátt frá NTV af auglýstu staðgreiðsluverði og geta sótt um styrk frá vinnumálastofnun. Kerfisstjórinn (2 annir - 365 stundir) Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. » Morgunnámskeið byrjar 13. mars » Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 14. mars Tölvuviðgerðir (72 stundir) Fyrir þá sem vilja starfa við tölvuviðgerðir eða fá góðan grunn til frekara náms, til dæmis fyrir kerfisstjóranám. » Morgunnámskeið byrjar 13. mars » Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 14. mars Skrifstofu- og tölvunám (258 stundir) Hentar öllum sem annað hvort eru á leið út á vinnumarkaðinn, oft eftir nokkurra ára hlé, eða vilja styrkja stöðu sína í starfi. » Morgunnámskeið byrjar 19. mars Grunnnám í bókhaldi (114 stundir) Markmiðið með námskeiðinu er að þjálfa fólk til starfa við bókhaldsstörf. Námið er mikið byggt á verklegum æfingum. » Morgunnámskeið byrjar 28. mars » Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 25. febrúar Grafísk hönnun (156 stundir) Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja vinna auglýsingar fyrir prent- og netmiðla og ganga rétt frá þeim til afhendingar. » Morgunnámskeið byrjar 26. mars n Áralangar blekkingar n Markaðurinn og almenningur blekktur hvað varðaði stöðu Kaupþings n Fjórir ákærðir Blekkingar kaupþings og Ólafs ið er að bankinn, sem skráður var fyrir fjórðungshlut í Búnaðarbank- anum, hafi leppað eignarhaldið fyrir Kaupþing, sem þá var fjárfestingar- banki. Þessi kenning rímar ágætlega við þá kenningu, sem var reifuð hér að ofan, að Kaupþing og forsvars- menn S-hópsins hafi verið búnir að ákveða sameiningu bankanna fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans. Ef þetta er raunin þá var aðkoma þýska bankans ekki nauðsynleg, nema sem traustsyfirlýsing við S-hópinn og ís- lenska bankakerfið – ríkisstjórnin lagði nokkuð upp úr því að aðkoma erlends fjármálafyrirtækis að kaup- unum á bankanum væri æskilegt. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis eru nokkrar tilvitnanir þar sem innanbúðarmenn í bankakerf- inu tjá sig um þessa kenningu, með- al annars Sigurjón Árnason. „[...] og maður hitti hann [fulltrúa Hauck & Aufhäuser, Peter Gatti, innskot blaðamanns] og maður upplifði það að hann hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekk- ert hvað hann var að kaupa. Það var algjörlega sénslaust að hann hafi verið að leggja svona mikla peninga undir þannig að ég hef alltaf verið sannfærður um það að þetta var bara einhvers konar framvirkur samn- ingur, eða eitthvað slíkt, sem að, eða einhvers konar útfærsla þar sem hann var bara fulltrúi fyrir aðra að- ila.“ Rannsóknarnefndin komst hins vegar ekki að neinu nýju að þetta mál, raunverulega aðkomu þýska bankans að viðskiptunum. Um mitt ár 2005 var svo tilkynnt um það opinberlega að Kjalar, eign- arhaldsfélag Ólafs Ólafssonar, hefði keypt hlutabréf þýska bankans í Eglu, eignarhaldsfélaginu sem Ólaf- ur átti með þýska bankanum og sem hélt utan um liðlega 10 prósenta hlut í bankanum. Með þessum viðskipt- um var sagt að Hauck & Aufhäuser hefði horfið úr hluthafahópi KB- banka þó sumir vilji reyndar meina að þýski bankinn hafi aldrei átt neitt í Kaupþingi. Líkt og gildir um sam- einingu Búnaðarbankans og Kaup- þings er því hægt að fullyrða að þýski bankinn hafi aldrei átt neitt í Bún- aðarbankanum þó ýmislegt bendi til þess að svo hafi verið. Bruno Bischoff-málið Líkt og blekkingarleikurinn í al- Thani málinu lætur menn rifja upp þá leynd sem var yfir viðskiptunum með Búnaðarbankann á sínum tíma, þá var annað sambærilegt mál tengt Ólafi Ólafssyni rifjað upp í kringum einkavæðingu bankanna árið 2002 og 2003. Þetta var Bruno Bischoff- málið svokallaða sem átti sér stað árið 1994. Ólafur Ólafsson var forstjóri Sam- skipa og einn af hluthöfum skipa- félagsins á sínum tíma. Nokkrir af meðhluthöfum hans, Jón Pálma- son, sonur Pálma í Hagkaupi, og Gunnar Jóhannsson, seldu hluta- bréf sín í Samskipum þetta ár eftir að upp komst að Ólafur hefði í raun átt helminginn af hlut sem þýska flutn- ingafyrirtækið Bruno Bischoff var skráð fyrir. Aðkoma þýska félagsins hafði verið skilyrði fyrir því að nokk- ur íslensk félög legðu hlutafé til Sam- skipa árið 1993. Ólafur hafði þá stýrt Samskipum í eitt ár og hafði hlutafé fyrirtækisins verið aukið til muna þegar hann kom að því, meðal ann- ars vegna loforðsins um að þýska fé- lagið kæmi að hluthafahópi félags- ins. Ólafur hélt því hins vegar leyndu í heilt ár þar á eftir að hann ætti helminginn af hlut þýska fyrirtækis- ins í Samskipum. Þegar þetta „Menn bara gerðu það sem þurfti að gera til að ná árangri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.