Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 28
Í
þeim ríkjum Evrópu þar sem
niðurskurðarhnífnum hefur ver-
ið beitt af hvað mestu afli, hafa
skuldir sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslu snarhækkað. Þannig
hefur sársaukafullur niðurskurður í
ríkjum á borð við Grikkland, Írland
og Portúgal ekki lækkað ríkisskuldir
eins og stefnt var að – þær hafa þvert
á móti hækkað síðan aðgerðirnar
hófust.
Allir hrynja
Írland, Grikkland og Portúgal eiga
það sameiginlegt með Íslandi að
hafa farið illa út úr hruninu 2008 og
glímt við mikla efnahagserfiðleika
síðustu ár. Íslendingar hafa hins veg-
ar ekki ráðist í jafn sársaukafullan
niðurskurð og ríkin sem við berum
okkur saman við eftir hrunið.
Associated Press hefur nú gefið út
nýjar tölur sem styðja það sem marg-
ir hagfræðingar hafa haldið fram:
Niðurskurður er ekki bara sársauka-
fullur. Hann getur haft öfug áhrif og
jafnvel aukið ríkisskuldir.
Því hefur verið haldið fram að
niðurskurðaraðgerðirnar sem Evr-
ópuríkin hafa beitt muni verða þess
valdandi að ríkin sogist niður í spíral
þar sem hærri skuldir leiða til harð-
ari niðurskurðar sem aftur leiðir svo
til óstöðugleika í samfélögunum og
enn meiri efnahagsvanda.
Evrópuríkjunum er þegar farið
að blæða. Atvinnuleysi í Portúgal
mælist nú 14 prósent. Hagkerfi Ír-
lands minnkaði um 1,9 prósent frá
júlí og fram í september á síðasta ári.
Grikkir, sem máttu ekki við miklu,
þurfa að horfast í augu við að síðustu
þrjá mánuði ársins 2011 minnkaði
hagkerfið um 7 prósent.
Ráðamenn ríkjanna þriggja eru
allir blóðugir upp að öxlum eftir að
hafa sveiflað niðurskurðarhnífnum
í allar áttir undanfarin misseri.
Í Portúgal hefur ellilífeyrir verið
lækkaður umtalsvert og laun ríkis-
starfsmanna sömuleiðis. Þá réðst
ríkisstjórnin í umfangsmiklar skatta-
hækkanir árið 2010. Þrátt fyrir þetta
hafa ríkisskuldir Portúgals hækk-
að á einu ári úr 91 prósenti af vergri
landsframleiðslu (VLF) í 110 prósent
af VLF.
Grikkland í spíral
Svipað er uppi á teningunum á Ír-
landi. Þar hafa laun lækkað um 15%,
söluskattur hefur hækkað upp í 23%
og er þar með orðinn sá hæsti í Evr-
ópusambandinu. Allt kemur hins
vegar fyrir ekki og skuldir Íra sem
hlutfall af vergri landsframleiðslu
aukast bara. Þannig voru skuldirnar
88% af VLF haustið 2010 en haustið
2011 voru þær orðnar 105% af VLF.
Grikkir hafa óumdeilanlega farið
verst allra þjóða út úr kreppunni. Þar
hefur verið stanslaus niðurskurður í
ríkisútgjöldum síðustu tvö ár. Samt
gerist það sama hjá þeim og Írum
og Portúgölum – skuldirnar hækka.
Haustið 2010 voru skuldir gríska rík-
isins 139% af VLF en voru ári síðar
komnar upp í 159% þrátt fyrir niður-
skurðinn.
Misheppnaðar aðgerðir
Það sem er að gerast í ríkjunum er að
með miklum niðurskurði minnkar
landsframleiðslan og hagkerfið. Eftir
standa hins vegar himinháar skuldir
sem eru hærra hlutfall af landsfram-
leiðslu en áður og þar af leiðandi
verður erfiðara fyrir ríkin að greiða
niður skuldirnar.
Skuldir þurfa því ekki að hækka til
þess að verða meiri byrði á ríkjum og
valda því að þau eigi erfiðara með að
standa í skilum.
Grikkir eru nú á kafi í gífurlegum
niðurskurði sem ætlað er að koma
böndum á ríkisfjárhaginn, en gegn
172 milljarða evra björgunarpakka
Evrópusambandsríkja hafa þeir fall-
ist á að segja upp 15 þúsund opin-
berum starfsmönnum og lækka lág-
markslaun um 22 prósent.
„Þú getur ekki lagað skuldastöð-
una sem hlutfall af landsframleiðslu
með endalausum niðurskurði,“ seg-
ir David Kelly, hagfræðingur hjá JP
Morgan.
Simon Tilford, aðalhagfræðing-
ur hjá Centre for European Reform,
segir að enginn vafi leiki á því að að-
gerðirnar í Grikklandi, Írlandi og
Portúgal hafi klárlega hækkað skuld-
ir í ríkjunum, þvert á það sem þær
áttu að gera.
Skárra á Íslandi
Hér á landi hefur einnig verið ráðist í
niðurskurðaraðgerðir í kjölfar hruns-
ins. Frá 2008 til 2011 dróst þjóð-
arbúskapurinn saman um 11 pró-
sent. Skattar hafa hækkað, laun hafa
lítið hækkað og kaupmáttur raunar
minnkað. Skráð atvinnuleysi hér á
landi er 7,3 prósent og ýmsir, með-
al annars Ólafur Margeirsson hag-
fræðingur, hafa sagt að loforð um líf-
eyri hér á landi séu of stór. Raunar
hefur lífeyrir skerst hjá mörgum líf-
eyrissjóðum, vegna taps af völdum
hrunsins.
Í fjárlögum 2011 var skorið nið-
ur í ríkisútgjöldum um 33 milljarða
króna og í fjárlögum þessa árs var
skorið niður um 8,6 milljarða auk
þess sem ríkið nær sér í rúma 20
milljarða með nýjum sköttum. At-
vinnuleysi mælist hér rúmlega 7 pró-
sent en inni í þeirri tölu eru ekki þær
þúsundir Íslendinga sem hafa flutt af
landi brott eftir hrunið.
Þróunin hér á Íslandi hefur hins
vegar ekki verið jafn neikvæð og í
hinum ríkjunum. Á milli 2009 og
2010 lækkuðu ríkisskuldir Íslands
sem hlutfall af landsframleiðslu. Þær
fóru úr 87 prósentum niður í 81 pró-
sent. Þetta hlutfall hefur hækkað lít-
illega aftur og er nú 82,3 prósent hér
á landi samkvæmt tölum frá Seðla-
banka Íslands. Þess ber þó að geta að
talsmaður Seðlabanka Íslands segir
að inni í þessum tölum séu eignir á
móti, meðal annars gjaldeyrisforði
vegna erlendra lána.
Bandaríkin og Noregur fara í
aðra átt
Bandaríkin hafa ekki farið varhluta
af kreppunni. Þar í landi hefur hins
vegar ekki verið ráðist í jafn blóðug-
an niðurskurð og í Evrópuríkjunum.
Stefnan þar í landi er að fresta mikl-
um niðurskurði þar til efnahagurinn
nær sér frekar á strik. Segja má að í
samanburði við spretthlaup Evrópu-
ríkjanna í niðurskurði séu aðgerðir
Bandaríkjanna frekar eins og mara-
þonhlaup.
„Evrópa þarf ekki á niðurskurði að
halda, heldur raunverulegum efna-
hagsumbótum,“ segir hagfræðingur
hjá Wells Fargo.
Noregur hefur fundið miklu
minna fyrir kreppunni en önnur Evr-
ópuríki. Þar hefur ekki verið ráðist í
stórar niðurskurðaraðgerðir frá árinu
2008 en skuldir ríkisins hafa lækkað
úr 43,5 prósentum árið 2010 í 39,5
prósent af landsframleiðslu.
Jákvæðari umræða
Margir hafa að undanförnu farið já-
kvæðum orðum um efnahags batann
á Íslandi. „Ísland er komið aftur. Að-
eins þremur árum eftir að Ísland var
eins og dýr sem keyrt hafði verið
yfir, er hagvöxtur farinn að mælast á
nýjan leik. Þetta minnir á söguna af
Lasarusi, sem reis upp frá dauðum.
Þetta var staðfest þegar Fitch hækk-
aði lánshæfi Íslands upp úr rusl-
flokki,“ skrifar bloggarinn Erik Ipsen,
sem starfaði áður á stórum blöðum á
NiðurskurðuriNN hefur öfug áhrif
28 Erlent 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað
Stórhætta á
hálfkláraðri brú
Ökumaður Nissan Sunny-fólks-
bíls og tveir farþegar sluppu ótrú-
lega vel þegar bifreiðin steyptist
fram af hálfkláraðri brú í borg-
inni Fuzhou í Kína á dögunum.
Brúarsmiðir höfðu gleymt að setja
viðunandi viðvörunarmerkingar á
brúna þegar þeir luku vinnu sinni
dag einn í vikunni. Fallið af brúnni
var um tólf metrar að því er fram
kemur í umfjöllun kínverskra fjöl-
miðla. Þótt ótrúlegt megi virðast
sluppu þremenningarnir án alvar-
legra meiðsla.
„Ég hélt að bifreiðin myndi
stöðvast efst á brúnni en hún hélt
bara áfram og steyptist fram af.
Þau voru stálheppin að sleppa lif-
andi,“ segir vitni að slysinu í sam-
tali við kínverska fjölmiðla.
Átta lík fundust
í Costa Concordia
Átta lík fundust í flaki skemmti-
ferðaskipsins Costa Concordia á
fimmtudag. Skipið strandaði uppi
í harða grjóti við Ítalíu í janúar.
Alls hafa því tuttugu og fimm lík
fundist en sjö manns er enn sakn-
að. Fjögur þúsund manns voru í
skipinu þegar slysið varð. Meðal
líkanna sem fundust á fimmtudag
var lík fimm ára stúlku, Dayönu
Arlotti, sem var í skipinu ásamt
föður sínum. Dayana var yngst
þeirra sem saknað var.
Björgunarsveitir hófu aftur leit
í skipinu í vikunni og var spjótun-
um beint að þilfari fjögur þar sem
líkin fundust.
Hélt nágranna
föngnum
Dómstóll í Texas hefur dæmt 59
ára karlmann, Jeffrey Allan Max-
well, í lífstíðarfangelsi fyrir að
ræna fyrrverandi nágranna sín-
um, 63 ára konu, og halda henni
fanginni í tvær vikur. Á þessum
tveimur vikum misnotaði hann
konuna á skelfilegan hátt. Lög-
reglan komst á snoðir um málið
þegar hús konunnar brann til
kaldra kola. Við rannsókn málsins
gáfu fleiri konur sig fram og sögðu
að þær hefðu orðið fyrir kynferðis-
legu ofbeldi af hálfu mannsins.
Þar á meðal voru tvær konur sem
lýstu því hvernig hann misnotaði
þær þegar þær voru börn. Max-
well getur sótt um reynslulausn
eftir 30 ár, eða þegar hann verður
89 ára.
n Róðurinn þyngist enn hjá Írlandi, Grikklandi og Portúgal
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is