Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Sérð æfinguna í appi n Nýjung frá Nike og Apple Þ að er orðið nokkuð síðan íþróttavöruframleiðandinn Nike og Apple leiddu saman hesta sína í æfingaeftirlitskerf- inu sem notað er í skólínunni Nike+. Það hefur þó verið nokkuð tilgangs- laust nema viðkomandi hafi aðeins verið að ganga eða hlaupa. Kerfið hefur ekki getað gefið neinar sér- stakar útskýringar um öðruvísi æf- ingar eins og spretti, stökk eða hlið- arhlaup. En nú er þetta allt að breytast. Nike og Apple ætla að sníða nýtt kerfi fyrir körfuboltamenn. Nú ætl- ar Nike að setja pressuskynjara í nýjustu skóna og svo verður hægt að sjá með appi á Apple-vörum allt sem líkaminn þinn fór í gegnum á æfingunni. Körfuboltakappinn get- ur því séð hverja einustu hreyfingu sína á hverri æfingu eða í hverjum leik. Hann notast við appið á iPhone- símanum eða iPad-spjaldtölvunni til að komast að því hversu hátt hann hoppaði og hversu fljótur hann var. Þá er einnig hægt að sjá hvernig við- komandi gekk á hverri æfingu fyrir sig og þannig verður hægt að sníða fullkomið æfingakerfi fyrir hvern og einn. Þessi nýjung verður í skónum Nike Hyperdunk+ og Lunar TR1+ sem koma á markað í júní. L íklega mun Apple kynna til leiks iPad 3 spjaldtölvuna í byrjun mars. Bandaríska vef- síðan All Things Digital segist vera með heimildir fyrir því að tölvan verði kynnt fyrstu vikuna í næsta mánuði í San Francisco. Ekki liggur fyrir hvað tölvan mun kosta eða hvenær hún fer í sölu en það verður þó líklega allt komið í ljós um miðjan mars. Leiðandi á markaði Apple hefur ákveðna sérstöðu á spjaldtölvumarkaðnum en fyrirtæk- ið er það fyrsta sem náði að markaðs- setja vinsæla spjaldtölvu. Á síðustu árum, eða allt frá því að iPad 1 kom á markað, hefur Apple verið leiðandi á þessum markaði og hafa nýjungar frá fyrirtækinu yfirleitt ratað inn í spjald- tölvur samkeppnisaðila. Samkvæmt All Things Digital mun iPad 3 vera búin skjá með 2048x1536 upplausn en að öðru leyti nokkuð áþekk iPad 2 tölvunni. Mikil útlitsbreyting var á milli útgáfna eitt og tvö en heimildir vefsins herma að Apple muni halda sig við núverandi útlit. Flestir gera því skóna að tölvan verði aftur á móti búin talsvert öflug- ari örgjörva. Apple hefur verið á mikilli sigl- ingu undanfarið og hefur fyrirtækið fest sig í sessi sem eitt verðmætasta fyrirtæki heims. Ekki er svo langt síð- an að skipt var um menn í brúnni hjá Apple. Fyrirtækið varð hins veg- ar einnig fyrir miklu áfalli þegar einn af stofnendum þess og helsti hugmyndasmiður, Steve Jobs, lést í fyrra. Kynningin á iPad 3 verður ein af fyrstu stóru vörukynningum Tims Cook, forstjóra Apple, en hann kynnti iPhone 4S í fyrra. Tími til að selja iPad 2 Mikil eftirspurn er eftir spjaldtölv- um frá Apple og hafa tölvurnar selst gríðarlega vel. Markaður er líka fyrir gamlar og notaðar iPad-spjaldtölvur og er líklega rétti tíminn til að selja iPad 2 spjaldtölvu núna. Gögn sem íslenski snjalltækjavefurinn simon.is birti í vikunni sýna að þegar tilkynnt var um iPad 2 hríðféllu notaðar iPad 1 í verði þar sem hún var seld á net- inu. Heimildir All Things Digital innan úr Apple-tæknisamsteypunni hafa hingað til verið nokkuð áreiðanlegar og verður því sérstaklega spennandi að fylgjast með Apple á næstu vikum. Þetta gefur líka þeim sem hafa hug á að selja gömlu iPad 2 spjaldtölvuna sína tækifæri á að selja hana á góðu verði áður en það fellur alveg. Þetta gefur að sama skapi þeim sem hafa hug á að kaupa sér iPad 2 spjaldtölvu tækifæri á að bíða í nokkrar vikur og ná gömlu tölvunni á lægra verði en í dag. n Verður áþekkur í útliti og iPad 2 n Rétti tíminn til að selja gamla iPad-inn iPad 3 í ars Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vinsælar iPad-spjaldtölvur, sem og aðrar spjaldtölvur, hafa náð miklum vinsældum. Kynnir næstu iPad-tölvu Tim Cook, forstjóri Apple, mun kynna iPad 3 spjaldtölvuna fyrstu vikuna í mars samkvæmt heimildum All Things Digital. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Viltu vellíðan? Komdu í heilsudekur Góðir saman Apple og Nike. 20 milljónir seldar Samsung tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefur náð þeim áfanga að selja tuttugu milljón eintök af símanum Galaxy S II. Síminn kom á markað í Suður-Kóreu í apríl á síðasta ári og var búinn að seljast í tíu milljónum eintaka í októ- ber sama ár. Fjórum mánuðum síðar hafði sú talað tvöfaldast. Þrátt fyrir góða sölu á Galaxy S II er það ekki eini síminn sem selst hjá Samsung. Fyrirtækið seldi 36,5 milljónir snjallsíma á síðasta ári. Til samanburðar seldi Apple 37 milljónir síma þar sem langstærsti hlutinn var iPhone 4S. Síminn gerir þig eigingjarnan Rannsókn sem Maryland-háskól- inn í Bandaríkjunum gerði sýnir að fólk sem er nýbúið að nota símann sinn eða jafnvel bara bara lýsa símanum er síður tilbúið til að taka þátt í verkefnum með öðrum og verður frekar eigin- gjarnt. Í rannsókninni voru sett upp þrenns konar mismunandi aðstæður þar sem fólk notaði síma eða lýsti símanum sínum áður en það átti að takast á við verkefni. Niðurstöður sýndu að þeir sem höfðu nýverið notað símann sinn vildu sjaldnar taka þátt í verkefn- um með öðrum, áttu erfitt með að nota orð eins og „við“ og gáf- ust mun fljótar upp á alls konar þrautum sem lagðar voru fyrir þá. Vegna útkomunnar telja þeir sem stóðu að rannsókninni að notkun farsíma geti gert fólk eigingjarnt og ósamvinnufúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (24.02.2012)
https://timarit.is/issue/383154

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (24.02.2012)

Aðgerðir: