Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 36
36 Viðtal 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað V alhöll er vígi sjálfstæðis- manna. Falleg bygging og afgirt. Ef hún væri ekki svo afgirt væri úr húsinu sýn til allra átta. Þegar blaðamann ber að garði er gömul kona á leið þar inn. Hún á í stökustu vandræðum með gang og ung kona hleypur við fót og kemur henni snögglega til aðstoð- ar. Saman leiðast þær inn í húsið. Þessi gamla kona gæti átt erindi á læknastofur sem reknar eru á efstu hæðum hússins. Húsið er nefnilega ekki allt und- irlagt starfsemi flokksins. Hún gæti líka átt erindi á skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins. Elsta kynslóðin þarf að miðla visku sinni til hinnar yngri. Yngri kynslóðin á hins vegar oft þarft erindi við hina eldri. Byssuóður Winston og Bjarni Ben uppi á vegg Í einni skrifstofu þessa húss bíður for- svarsmaður yngri kynslóðarinnar, Davíð Þorláksson. Formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Ætl- unin er að ræða um pólitík. Taka púls- inn á straumum og stefnum þessarar stærstu ungliðahreyfingar landsins. Í Sambandi ungra sjálfstæðismanna eru 13 þúsund ungmenni. Fleiri en í öllum öðrum ungliðahreyfingum annarra flokka samanlagt. Davíð tekur á móti blaðamanni á skrifstofu sambandsins. Á ein- um vegg eru tvær myndir. Önnur af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins. Hin er af Winston Churchill með Thomson-riffil af ár- gerð 1928 í hönd og glott á vör. Þessi mynd hefur ekki verið á forsíðu DV, bendir blaðamaður á til að brjóta ís- inn. Davíð hlær. Það er þá merkilegt, segir hann. Spurður um vopnaðan Churchill segist hann halda að myndskreyting- in sé eitthvert grín. „Þessi mynd hef- ur hangið á veggnum síðan ég kom hingað fyrst. Enginn veit hver hengdi hana upp en það var örugglega gert í gamni. Wins ton var náttúrulega þekktur fyrir að vilja fara sjálfur vopn- aður til Normandí og taka þátt í stríð- inu.“ Í einu horninu er ógrynni af bjór og svolítið af rauðvíni. „1. mars nálgast,“ útskýrir Davíð. „Þann dag halda ungir sjálfstæðis- menn upp á. Ég man lítið eftir 1. mars þegar bjórbanninu var aflétt. Ég er svo ung- ur,“ segir Davíð. „Ég man þó að allir drukku Löwenbräu. Hann hefur ver- ið góður, sá sölumaður,“ segir hann og brosir. Fékk skjótan frama Davíð starfar sem lögfræðingur hjá Icelandair í dag. Hann er alinn upp á Akureyri, gekk þar í Menntaskólann á Akureyri. Fluttist seinna til Reykja- víkur þar sem hann tók embættispróf í lögfræði. Aðspurður segir hann að sig hafi helst langað til að verða verkfræð- ingur eða læknir þegar hann var lít- ill drengur. „Ég var bara svo lélegur í raungreinum,“ útskýrir hann með bros á vör. „Það hefði ekki gengið upp. „Ég fór því í lögfræði, hafði samt eng- an sérstakan áhuga á því fagi. Námið hefur hins vegar nýst mér afar vel. Það er hagnýtt.“ Hann hefur fengið skjótan frama. Fékk strax stöðu sem aðstoðarkenn- ari meðan hann var enn í námi og sinnti verkefnastjórn í Háskólanum í Reykjavík stuttu eftir útskrift. Þá fékk hann stöðu lögfræðings í Viðskipta- ráði fljótlega eftir útskrift og aðeins 27 ára var hann ráðinn sem yfirlög- fræðingur Aska Capital þar sem hann starfaði fram yfir hrun, eða til ársins 2009. Í dag er hann yfirlögfræðingur Icelandair. Áróðursplaköt í kjallaranum Áður en málin eru rædd til hlítar fáum við að skoða okkur um í Val- höll. Í bókaherberginu svokallaða eru málverk af fyrrverandi formönnum flokksins. Allt miðaldra karlar. Þann- ig er sagan enn sem komið er. Það eru þó engar bækur í þessu herbergi og Davíð útskýrir að þær hafi verið færð- ar til. Við skoðum fundarsalinn sem er merkilega smár. Það er rétt, seg- ir Davíð. Það komast oft færri að en vilja. Við göngum niður stiga og alla leið niður í kjallara. Í kjallaranum er frekari aðstaða sem oft er notuð til skemmtana- halds. Þar eru græjur og sófar og þar er stundað félagsstarf, ræður æfð- ar og já, bjórinn drukkinn. Það sést hið minnsta á tómum bjórdósum og kössum í einu horninu. Hér eru svo gömul áróðurspla- köt, segir Davíð. Unnin í anda gamals tíma. „Þarna voruð þið að rísa gegn kommunum,“ segir ljósmyndarinn meðan hann tekur myndir af Davíð fyrir framan plakat sem minnir á að Sjálfstæðisflokkurinn vinni fyrir kon- ur og æsku landsins. Fjöldasöngur ungra sjálfstæð- ismanna á sambandsþingi þeirra komst í fréttir nýverið. Söngurinn þeirra var á þessa leið: Þegar bláa byltingin hefst hægri, hægri hallelúja hægri, hægri hallelúja hægri, hægri hallelúja Þegar bláa byltingin hefst Við setjum vinstri græn á haugana og kveikjum draslinu í. „Ég hef aldrei haft gaman af þessu, finnst svona fjöldasöngur leiðinlegur,“ segir Davíð. „En í sjálfu sér má segja að þetta sé einkasamkvæmi og ekki meiðandi því það er enginn vinstri- grænn á samkundunni sem þarf að hlýða á þetta. Þetta er þýðing á lagi sem ungir íhaldsmenn hafa sung- ið í Bretlandi. Sú sama þýðing hef- ur reyndar verið flutt á samkomu ungliðahreyfingar fjórflokkanna. Þá hlógu ungliðar vinstrigrænna bara að þessu. Enda er þetta tómt grín.“ Halda flokknum á tánum Frelsishugsjónin er það sem heillar Davíð helst í pólitík. Það er hún sem gerir það þess virði að helga líf sitt stjórnmálum. „Það sem heillar mig við pólitík er þessi frelsishugsjón. Ég sé enga ástæðu til þess að skipta mér af lífi annars fólks og að sama skapi ætlast ég til þess að fólk sé ekki að skipta sér af mér. Það er það sem heillar mig og það er hugsjón sem við deilum með Sjálfstæðisflokknum. En við viljum kannski ganga lengra í þessa frjálsræðisátt en hann. Við reynum að halda honum á tánum hvað það varðar. Við reynum að koma með einhverja frjálshyggju strauma því Sjálfstæðisflokkurinn skilgrein- ir sig ekki sem frjálshyggjuflokk. Í flokknum er að finna sjálfstæðismenn frá örgustu íhaldsmönnum á miðj- una og til frjálshyggju. Við minnum á frjálsræði fólksins, að það sé ekki verið að skipta sér af fullorðnu fólki, af hvaða kyni menn þurfa að vera til að gifta sig, hvenær og hvar það má kaupa áfengi, við viljum að fólk fái að ráða sér sem mest sjálft.“ Standa vörð um velferðarkerfið Davíð segir það mikla mýtu að sjálf- stæðismenn láti sig ekki varða hinn minnsta bróður. SUS birti harðorða ályktun stuttu fyrir áramót um nið- urskurð á Landspítalanum á meðan framlög til Sinfóníu hljómsveitar Ís- lands voru aukin. „Velferðarkerfið er ein af grunnskyldum ríkisins. Við vilj- um að vísu að einkaaðilar fái að taka meiri þátt í rekstri stofnananna. Við erum ekki að leggja til að fólk borgi fyrir velferðarþjónustu, við erum að- eins að leggja til að kostir einkarekst- urs séu nýttir við rekstur á heilbrigð- isstofnunum eins og er búið að gera áratugum saman. Grund er eitt dæmi og Hrafnista. Þetta eru allt heilbrigð- isstofnanir reknar af einkaaðilum. Það eru mikil fjárútlát frá ríkinu til menningarmála meðan skorið er nið- ur í velferðarkerfinu. Þetta á við um fjáraustur í Hörpuna og aukin fjár- framlög til Sinfóníuhljómsveitarinn- ar meðan fjárframlög eru dregin sam- an til Landspítalans. Ég held að þetta sýni fram á að það er svolítil mýta að það séu vinstrimenn sem vilji góð vel- ferðarkerfi.“ Segir Vafningsmálið umdeilt Um formann flokksins, Bjarna Bene- diktsson, hefur verið fjallað á síðum DV og nýverið í Kastljósi. Meðal ann- ars í tengslum við Vafningsmálið svo- nefnda. Davíð ver frelsi fjölmiðla en gagnrýnir fréttaflutninginn á sama tíma. „Frelsi fjölmiðla er mikil vægt og þeir eiga að fjalla um það sem þeim sýnist. Ég get aðeins svarað fyrir sjálf- an mig þegar ég er spurður hvað mér finnst um Vafningsmálið og frétta- flutning af því. Ef þeir vilja fjalla 450 sinnum á tveimur árum um sama manninn án þess að það sé eitthvað nýtt í þeirri umfjöllun þá er mönnum frjálst að gera það en menn verða þá líka að vera móttækilegir fyrir gagn- rýni.“ Hann segir málið einfalt og ekkert ámælisvert við gjörninga formanns- ins. „Þetta er eitthvert félag sem ætt- ingjar formannsins eru í forsvari fyr- ir. Þeir þurfa að framlengja lán og til þess þarf að leggja fram einhverja tryggingu og til þess þarf undirritun þessara manna. Þeir komast ekki til að skrifa undir þannig að þeir gefa frænda sínum, lögmanninum Bjarna Ben, umboð til að skrifa undir það. Það hefur ekki komið fram neitt um það í neinum af þessum fréttum en að þetta sé allt og sumt. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé á nokk- urn hátt ámælisvert. Bjarni er bara maður að skrifa undir skjöl fyrir hönd ættingja sinna. Það er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið gert með óeðlilegum hætti. Þáttur bankamanna sem eru ákærðir vegna lánveitinga til félagsins er ótengdur Bjarna. Þeir veittu lán sem er ekki í samræmi við þessar reglur. Þegar ég tek bílalán eða húsnæð- islán þá er það ekki á minni ábyrgð hvort þjónustufulltrúinn sem afgreið- ir lánið fer eftir lánareglunum eða ekki. Það er engin leið að vita slíkt. Ábyrgðin er alltaf á bankanum að fara að reglum. Bjarni kemur aðeins að því að leggja fram veðið og eins og ég get ekki sagt nógu oft: Það er ekki ámæl- isvert.“ n Davíð Þorláksson er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Kristjana Guðbrandsdóttir heimsótti Davíð í Valhöll og ræddi við hann um skjótan frama, bjórdrykkju, frelsishugsjónina og skoðun hans á Vafningsmáli formannsins, Bjarna Benediktssonar. Davíð í Valhöll Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Frelsishugsjónin heillar „Það sem heillar mig við pólitík er þessi frelsishugsjón. Ég sé enga ástæðu til þess að skipta mér af lífi annars fólks og að sama skapi ætlast ég til þess að fólk sé ekki að skipta sér af mér,“ segir Davíð Þorláksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. „Frelsi fjölmiðla er mikilvægt og þeir eiga að fjalla um það sem þeim sýnist „… ekki meiðandi því það er enginn vinstrigrænn á samkundunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.