Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 46
E r Svartfugl Gunnars Gunn- arssonar rómantískur skáld- skapur? Þessi magnaða skáld- saga um ástríðuglæpi þá sem framdir voru á bænum Sjö- undá í Rauðasandshreppi í upphafi nítjándu aldar? Verk sem tekst á við sálfræðilegar, trúar- og tilvistarlegar spurningar af djúpskyggni sem á vart sinn líka í íslenskum bókmenntum? Er hægt að kalla slíkt verk rómantísk- an skáldskap? Ég verð að játa að mér hafði aldrei komið það til hugar fyrr en ég heyrði Mörtu Nordal halda því fram í út- varpsviðtali á dögunum. Marta vakti í fyrra athygli með leiksýningu sem hún samdi í kringum þjóðsagnaefnið um Fjalla-Eyvind. Þar var hefðbund- inni rómantískri túlkun teflt á áhuga- verðan hátt gegn öllu nöturlegri sýn á þann mannlega veruleika sem þarna kann að hafa legið að baki. Leikin voru brot úr gamalli útvarps- upptöku á leikriti Jóhanns Sigurjóns- sonar á meðan fjórir leikarar brugðu upp annars konar mynd af ástar- dramanu. Sýningin fór fram í lokuðu og óhrjálegu rými í Norður-Pólnum og gekk ágætlega upp sem slík. Um- hverfi leiks og inntak kölluðust á og unnu saman af skilvirkni sem er ekki alltof algeng í íslensku leikhúsi. Nú reynir Marta að endurtaka leikinn með drama Bjarna og Stein- unnar og maka þeirra, Jóns og Guð- rúnar, sem elskendurnir fórnuðu á blóðvelli ástríðnanna. Til þess hefur hún fengið afnot af hinum litla leiks- al Þjóðleikhússins í kjallara Jóns Þor- steinssonar-hússins gamla, Kúlunni. Á sviðinu eru aðeins fjögur rúm- stæði sem minna á svefnskála eða fangaklefa, fjórir leikendur endur- segja söguna, aðallega með tilvitn- unum í yfirheyrslurnar yfir Bjarna og Steinunni, úr skáldsögu Gunnars. Mikil stílfærsla einkennir leikinn, leikendur hafa í frammi ýmsa mím- íska og ballettíska tilburði á meðan fjórir svartklæddir ljósamenn sveima í kringum þá með litla ljóskastara á hjólum. Upp á baktjald er varpað ýmsu myndefni: af landslagi á slóð- um sögunnar, fjörugrjóti, mest er þó lagt í lifandi myndir af nöktu holdi aðalpersónanna í ástarleikjum; þær eru teknar í soft focus líkt og var í tísku í evrópskum og bandarískum kvikmyndum á áttunda og níunda áratugnum og þótti þá víst bæði list- rænt og djarft. Annars er allt óskap- lega spartanskt og dimmt. Það sem tókst í fyrri sýningunni, tekst ekki hér. Sjöundá verður ekki annað en röð af myndrænum at- riðum sem leikendur fara meira og minna vélrænt í gegnum. Sagan er sögð í brotum og stundum endur- liti; einn leikenda þarf jafnvel stund- um að taka sér í munn spurningar Schevings sýslumanns úr réttarhald- inu. Einstök atriði geta verið áferð- arsnotur, einkum takast leikslokin vel, en það myndast aldrei neitt lif- andi flæði. Þau Edda Björg Eyjólfs- dóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson ná hvergi að fylla út í mynd elsk- endanna með þeim hætti að maður trúi á ástir þeirra. Sú kynferðislega aðlöðun og spenna, sem við fund- um fyrir í Fjalla-Eyvindi – aðallega í þróttmikilli og seiðandi túlkun Guð- mundar Inga Þorvaldssonar á Kára – er hér víðs fjarri. Eini leikandinn sem kemst nærri því að sýna persónu sína á sæmilega sannferðugan hátt er Harpa Arnardóttir í hlutverki vesa- lingsins Guðrúnar. Annars er sjálf- sagt ósanngjarnt að fylla stóra dóma um frammistöðu leikenda, eins og hér er búið að þeim af hálfu leikstjóra og höfundar. Snemma í sýningunni er leikið brot úr gamalli útvarpsupptöku með Gunnari Gunnarssyni. Þar lýsir skáldið hughrifum sínum, þegar það leit til Sjöundár af hafi, og dreg- ur upp huglæga mynd af persónum sögunnar. Vera má að vottað hafi fyrir rómantík í þeim orðum. En þau eru ekki nokkur lykill að sögunni sjálfri. Ummælum höfunda um eig- in verk verður alltaf að taka með miklum fyrirvara, allra helst ef þau falla löngu eftir að verkið varð til. Í Svartfugli er tekist á við efni sem var höfundi nákomið og viðkvæmt. Þegar verkið kom út árið 1929 fékk það afburða viðtökur hjá dönsk- um lesendum og gagnrýnendum sem sumir líktu því við skáldsögur Dostojevskís. En á Íslandi var ekki skrifaður um það einn ritdómur; hér einkenndust undirtektir af al- kunnu örlæti okkar og reisn. Og það má vel deila um hvort Íslend- ingar hafi nokkru sinni sýnt að þeir meti Svartfugl að verðleikum; sumt af því, sem skrifað hefur verið um verkið af lærðum bókmenntafræð- ingum, bendir síst til þess. Ef Marta Nordal hefur í alvöru ætlað sér að „afbyggja“ það sem hún telur vera mynd skáldsögunnar af óhugnað- inum á Sjöundá, hefði hún þurft að leggja meira á sig en að draga fram eina gamla útvarpsupptöku og búa til listrænar uppstillingar og mynda- sýningar. Að lokum: það er venja leikhúsa að sjá til þess að við, sem höfum það verkefni að skrifa gagnrýni um leiksýningar, fáum góð sæti. Sæt- in í Kúlunni eru ekki númeruð og frumsýningarkvöldið lét Þjóðleik- húsið gagnrýnendum bara eftir að slást um sætin við aðra leikhús- gesti. Að vísu mátti heyra áhyggju- fullan þjóðleikhússtjóra reyna að finna leikdómara Fréttablaðsins betra sæti rétt áður en sýningin hófst. Það mistókst og leikdómar- inn lenti út við vegg, rétt eins og kollega hans frá DV. Músíktilraunir í 30 ár n Skráning hafin í þrítugustu keppnina Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að fyrstu Músíktilraunirnar voru haldnar. Nú stendur yfir skráning í þrítugustu keppnina sem fram fer í Aust- urbæ dagana 23.–31. mars og hægt er að skrá sig á heima- síðunni musiktilraunir.is til 5. mars. Fjörutíu hljómsveit- um gefst færi á að skrá sig til leiks. Músíktilraunir eru opnar fyrir alla á aldrinum 13–25 ára. Fjölmargir íslenskir tónlist- armenn hafa stigið sín fyrstu skref í keppninni. Má þar nefna hljómsveitirnar Greifana, Botnleðju, Mínus, Rottweiler- hundana, Mammút, Agent Fresco, Bróður Svartúlfs og Of Monsters and Men. Sigurveg- ari síðasta árs var hljómsveitin Samaris. Fjögur undankvöld verða en 10–12 hljómsveitir fara í úrslit. Hljómsveitirnar sem lenda í þremur efstu sætunum eru verðlaunaðar auk þess sem valdir eru efnilegustu/bestu hljóðfæraleikararnir og vinsæl- asta hljómsveit meðal áhorf- enda. Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Meðal annars hljóðverstímar í Sundlauginni, Stúdíó Ljónshjarta og Island Studios, úttektir frá 12 tónum, Tónastöðinni og Hljóðfæra- húsinu ásamt gjafabréfum frá Icelandair. Úrslitakvöldinu er útvarpað á Rás 2 auk þess sem Sjónvarpið hefur undanfarin ár tekið það upp og sýnt síðar. viktoria@dv.is 46 Menning 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Dauflegt á Sjöundá Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademía.is Leikrit Sjöundá eftir Mörtu Nordal og leikhópinn Leikstjóri: Marta Nordal Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Stefán Már Magnúss Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið Áferðarsnoturt Einstök atriði áferðarsnotur en ekkert lifandi flæði. Má mæta en ekki sprella Grínistinn Sacha Baron Cohen sem er hvað þekktastur fyrir gervi sín sem Ali G og Borat má mæta á Óskarinn þvert á þær sögusagnir sem voru í gangi á netinu. Einn meðlimur akademíunnar stað- festi við Hollywood Reporter að miði Sacha hefði ekki verið aftur- kallaður en enn væri beðið fregna af því hvaða efni hann ætlaði að bjóða upp á. Honum er meinað að koma í gervi einræðisherrans sem hann leikur í væntanlegri mynd sinn, The Dictator, og má ekki nota rauða dregilinn til neinnar óbeinnar auglýsingaherferðar. Fólkið valdi hjálpina Fastlega er búist við því að þögla kvikmyndin The Artist sópi að sér verðlaunum á Óskarnum á sunnu- daginn eins og hún hefur gert á öllum öðrum verðlaunahátíðum á þessu ári. Annað væri þó uppi á teningnum ef fólkið fengi að ráða. Sjónvarpsstöðin MTV setti upp sína árlegu skoðanakönnun þar sem fólk var spurt hvaða myndir og hvaða leikarar ættu að vinna til verðlauna. Tugir þúsunda tóku þátt og rústaði kvikmyndin The Help kosningunni með 41 pró- senti atkvæða. The Artist varð í öðru sæti með 17 prósent at- kvæða. Þrjár myndir eiga metið Óskarsverðlaunahátíðin fer fram á sunnudagskvöldið en þetta verður í 84. skipti sem Óskarinn verður afhentur. Þrjár myndir eiga metið yfir flestu Óskarsverðlaunin en það eru Ben Hur (1959), Titanic (1957) og Lord of The Rings: Ret- urn of the King (2003.) Þær unnu allar ellefu Óskara. Sá leikari sem oftast hefur unnið er Kathar- ine Hepburn en hún vann fjóra Óskara á sínum tíma, alla fyrir leik í aðalhlutverki. Þrír leikarar hafa unnið þrjá Óskara, Walter Brennan, þrívegis fyrir leik í aðal- hlutverki, og svo Ingrid Bergman og Jack Nicholson sem bæði hafa unnið tvo sem leikarar í aðalhlut- verki og einn sem leikarar í auka- hlutverki. Samaris Hljómsveitin Samaris vann Músíktilraunir í fyrra. mynd Brynjar GunnarSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.