Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað Flestir vilja Sigríði sem biskup Íslands n Þrjár konur skipa efstu sætin í könnun DV um hver eigi að verða næsti biskup Íslands É g er bara glöð og þakklát fyr- ir fólkið sem skoraði á mig,“ segir Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti, í samtali við DV. Sigríður hlaut flest atkvæði lesenda í könnun sem fram fór á DV.is um það hver ætti að verða næsti biskup Íslands. Nýr biskup verður vígður á Jónsmessu en Karl Sigurbjörnsson biskup hefur beðist lausnar frá emb- ætti þann 30. júní. Í könnuninni var hægt að kjósa á milli tíu einstaklinga en áður hafði DV óskað eftir tilnefningum frá les- endum um það hvern þeir vildu fá sem næsta biskup. Þeir tíu sem kos- ið var á milli höfðu fengið flestar til- nefningar. Alls kusu 1.660 manns og hlaut Sigríður sem fyrr segir flest atkvæði, eða 22,5 prósent. Athygli vekur að konur skipa þrjú efstu sætin en kona hefur aldrei gegnt embætti bisk- ups Íslands. Jóna Hrönn Bolladótt- ir, sóknarprestur í Garðaprestakalli, hlaut næstflest atkvæði og Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bol- ungarvík, varð í þriðja sæti. Margir kaffibollar Sigríður segist telja að niðurstaða könnunarinnar muni hjálpa henni við að ná markmiði sínu en hún hef- ur lýst því yfir að hún hyggist bjóða sig fram til biskups. „Ég hef góða til- finningu fyrir þessari kosningu og mér finnst þetta fara vel fram. Þetta er tækifæri til naflaskoðunar fyr- ir kirkjuna,“ segir Sigríður um kom- andi biskupskosningar. Hún segist ekki hafa haldið neina fundi en hafa þó farið um landið og heimsótt kjör- menn. „Þeir hafa allir tekið mér vel og ég er búin að drekka marga kaffi- bolla,“ segir hún og bætir við að hún hafi farið um Vestfirði, Snæfellsnes, Eyjafjörð, Austfirði og Skaftafells- sýslur. Vill aukið lýðræði Þeir sem hafa kosningarétt við bisk- upskjör eru meðal annarra biskup Íslands, vígslubiskupar, sóknarprest- ar, prestar, héraðsprestar, sérþjón- ustuprestar og prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. Þetta þýðir að hinn almenni borgari sem er í íslensku þjóðkirkjunni hefur ekki atkvæðisrétt í kjörinu. Aðspurð hvort tilefni sé til að auka lýðræð- ið í þjóðirkjunni segir Sigríður svo vera. „Ég er fylgjandi auknu lýðræði í kirkjunni og ég lít á þetta sem skref á langri leið,“ segir hún. Hún að segir sín helstu stefnumál megi setja í fjóra flokka; samtal, stuðning, lýðræði og stjórnsýslu. „Samtal við þjóð- ina um það sem miður hefur farið og það sem þarf að laga, stuðningur við söfnuði landsins, aukið lýðræði og bætt stjórnsýsla og betri starfs- mannastefna.“ Kvíðir engu Talsverður flótti hefur verið úr þjóð- kirkjunni en á tímabilinu frá 1. des- ember 2009 til júníloka 2011 skráðu tæplega 6.500 manns sig úr henni. Sigríður bendir á að ásakanirnar á hendur Ólafi heitnum Skúlasyni biskupi hafi haft mikið að segja. „Það var erfitt mál fyrir kirkjuna, sársauka- fullt. Það er að verða búið að leysa það og þá fyrst og fremst út af rann- sóknarnefndinni. Sá hluti er að leys- ast smátt og smátt,“ segir Sigríður og bætir við að enn eigi eftir að semja við eina konu af fjórum og mikilvægt sé að gera það. Nefndin sem Sigríður nefnir var stofnuð að hennar frum- kvæði. Sigríður bendir einnig á að mikið hafi verið deilt á kirkjuna vegna þess Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Jóna Hrönn Bolladóttir Sóknarprestur í Garðaprestakalli Aldur: 47 ára Staða framboðs: Gefur ekki kost á sér. „Ég hef tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér. Ég álít að ég hafi ekki víðtækan stuðning til þessa verkefnis núna. Ég er í mjög skapandi og skemmtilegum verkefnum sem sóknarprestur og nýt þeirrar blessunar að þjóna tveimur yndislegum söfnuðum þar sem virk þátttaka og gleði er ríkjandi. Þar horfi ég til næstu ára,“ segir Jóna Hrönn í samtali við DV. Agnes M. Sigurðardóttir Sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi Aldur: 57 ára Staða framboðs: Hefur þegar boðið sig fram. „Ég hef fengið hvatningu til að gefa kost á mér sem biskupsefni. Þau sem hafa hvatt mig telja að ég geti gagnast kirkjunni vel á þeim vettvangi og geti leitt hana á farsælan hátt þjóðinni til heilla og henni sjálfri til sóma,“ sagði séra Agnes þegar hún tilkynnti framboð sitt í lok janúar. Gunnar Sigurjónsson Sóknarprestur í Digraneskirkju Aldur: 51 árs Staða framboðs: Býður sig fram til biskups. „Ég býð mig ekki fram til embættis biskups Íslands vegna þess að ég telji mig vera betur til þess fallinn en aðra, heldur vegna þess að ég ber traust til alls þess góða fólks sem hefur hvatt mig áfram í starfi mínu. Ég vil taka höndum saman með þeim sem vinna vilja þjóðkirkjunni til heilla með því að gera veg Krists sem mestan meðal fólks,“ sagði Gunnar í yfirlýsingu. Þórhallur Heimisson Sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju Aldur: 50 ára Staða framboðs: Ætlar að gefa kost á sér til embættis biskups. „Að vel ígrunduðu máli og eftir ítarlegt samtal við kjörmenn bæði leika og lærða hef ég undirritaður nú ákveðið að gefa kost á mér til þessa embættis. Vil ég nota tækifærið og þakka öllum sem hafa hvatt mig bæði leynt og ljóst til að taka þessa ákvörðun,“ sagði Þórhallur þegar hann tilkynnti um framboð sitt. 5 4 3 2 Þau eru í næstu sætum hversu illa henni gekk að gera upp hug sinn varðandi ein hjúskaparlög. „Samkynhneigðir hafa barist fyr- ir sínum réttindum og hlotið fullan sigur og það er ekkert annað hægt en að gleðjast yfir því. Síðan eru ákveðin mál sem eru hluti af samfélagsþró- un á Vesturlöndum. Það eru fleiri lífsskonaðir að ryðja sér til rúms og þjóðkirkjan þarf náttúrulega að virða það. Meðan við höldum vel utan um okkar fólk og vöndum okkur við þann boðskap sem okkur er ætlað að flytja þá kvíði ég engu.“ „Þeir hafa allir tek- ið mér vel og ég er búin að drekka marga kaffibolla. Svona skiptust atkvæðin Sig ríð ur Gu ðm ar sd ót tir 2 2, 5% Jó na H rö nn Bo lla dó tti r 18 ,2 % Ag ne s M . S igu rð ar dó tti r Gu nn ar Si gu rjó ns so n Þó rh all ur H eim iss on 14 ,5 % 10 ,5 4% 10 ,4 8% Ör n B ár ðu r J ón ss on 7, 2% Bj ar ni Ka rls so n 6 ,3 % Sig ur ðu r Á rn i Þ ór ða rso n 4 ,2 % Kr ist ján Va lu r In gó lfs so n 4 ,0 % Þó rir Jö ku ll Þ or st ein ss on 2 ,1% Þakklát Sigríður Guðmarsdóttir segist vera þakklát fyrir stuðninginn. Hún segist hafa góða tilfinningu fyrir kosningunni. Mynd EyÞór ÁrnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.