Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 44
Hvað er að
gerast?
Laugardagur
Föstudagur
Sunnudagur
25
feb
24
feb
26
feb
Mið-Ísland bregður á leik
Grínistarnir í Mið-Ísland hópnum
með tveggja tíma uppistand á
stóra sviði Þjóðleikhússins. Upp-
selt hefur verið á allar sýningar
hópsins til þessa en hann verður
með tvær sýningar að þessu sinni,
eina klukkan 20 og aðra klukkan
23. Miðaverð er 2.500 krónur.
Norður í Mjólkurbúðinni
Listakonan Sólveig Thoroddsen
opnar sýninguna Norður í Mjólkur-
búðinni Listagili í dag, föstudag
klukkan 17. Þetta er hennar fyrsta
einkasýning og stendur hún til 26.
febrúar.
Aríur og ljóð
Sópransöngkona Bylgja Dís Gunn-
arsdóttir flytur fjölbreytta efnis-
skrá við píanóleik Helgu Bryndísar
Magnúsdóttur. Á efnisskránni eru
ljóðasöngvar í bland við aríur úr
ýmsum óperum. Tónleikarnir fara
fram í Salnum í Kópavogi, hefjast
klukkan 17 og aðgangseyrir er
3.500 krónur.
Grasrótartónleikar í Hofi
Hljómsveitirnar Hindurvættir,
Gruesome Glory, Buxnaskjónar og
Völva halda tónleika í Hofi á Akur-
eyri. Þær flytja allt frá glaðværu
pönki yfir í tæknilegt þungarokk
yfir í hægari tóna með blúsáhrifum
og tilraunablæ. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 21.
Gestaspjall
með fiðlusmiði
Fiðlusmiðurinn Hans Jóhannsson
segir frá aðkomu sinni að verkefn-
um og hugmyndavinnu hjá norsku
arkitektastofunni Snøhetta, en
viðamikil yfirlitssýning stofunnar
stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum.
Hefst klukkan 16.30.
44 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað
„Gott og vel sagt
ævintýri í fyrirrúmi“
„Algjört rokk“Menning
m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Skrímslið litla
systir mín
Minus 16
Ísl. dansflokkurinn
U
nga, íslenska stúlk-
an vissi ekki hverju
hún átti von á þegar
hún steig um borð
í snekkjuna sem lá
við landfestar í furstadæminu
Mónakó. Þetta var sumarið
2007, íslenska bankaútrásin
og góðærið var alltumlykjandi
í hugum landans; peninga-
sólin glampaði í sólglerjuðum,
sljóum augum Íslendinga sem
voru á skuldsettu neyslufyll-
eríi um allan heim. Íbúar litlu
eyjarinnar í norðri voru orðnir
ríkastir í heimi án þess að
þeir skildu af hverju. Íslenskir
bankamenn voru sagðir þeir
bestu – velgengnin byggði á
snilld þeirra – og bankarnir
stækkuðu og stækkuðu með
brellum og blekkingum.
Stúlkunni hafði verið boðið
í gleðskap um borð í snekkj-
unni ásamt erlendum unnusta
sínum. Þegar í snekkjuna var
komið brá henni heldur betur
í brún þegar hún sá þekkta
íslenska útrásarmenn velta
dauðdrukkna um þilfarið með
léttklæddum vændiskonum.
Einn þeirra lá á sólbekk, út úr
heiminum, og lét krjúpandi
gleðikonu totta sig á milli þess
sem hann ældi yfir borðstokk-
inn. Fram að þessum tíma
hafði hún aðeins séð þessa
menn sveipaða dýrðarljóma í
íslenskum fjölmiðlum þar sem
þeir töluðu um íslenska efna-
hagsundrið og glæsta tíma.
Söguefnin óteljandi
Fjölmargar sögur og frásagnir,
sannar, stílfærðar og ósannar,
eru til um íslenska góðær-
ið og efnahagshrunið. Ein af
þessum sögum, sem kannski
er ósönn, er birt í stílfærðri
mynd hér að ofan. Þær drama-
tískustu, hneykslanlegustu og
mest krassandi eru í reynd svo
margar og skrautlegar að ef
þær yrðu allar teknar saman
í einni bók yrði hún líklega
nokkur hundruð blaðsíður að
lengd.
Lýsing á því þegar Björg-
ólfsfeðgar og Magnús Þor-
steinsson skrifuðu undir
kaupsamninginn um Lands-
banka Íslands í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í árslok 2002 eftir
ævintýralega för í víking til
Rússlands; myndin af Finni
Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni
glottandi í framsætinu á bíl
eftir að hafa keypt Búnaðar-
bankann í ársbyrjun 2003;
hvernig Davíð Oddsson for-
sætisráðherra hneykslaðist
og tók peningana sína út úr
Kaupþingi-Búnaðarbanka í
nóvember 2003 þegar fréttist
af hlutafjárkaupum Sigurðar
Einarssonar og Hreiðars
Más Sigurðssonar í bank-
anum; ritskoðun Björgólfs
Guðmundssonar á bók um
fjölskyldu konunnar sinnar
árið 2005 og tilraunir hans
til að kaupa DV og leggja
það niður vegna umfjöllunar
um þessa ritskoðun; þyrlu-
flug þekktra bankamanna frá
bökkum laxveiðiár í Borgar-
firði í pylsusjoppu í sömu
sveit; fjandsamleg yfirtaka
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar
á FL Group á Glitni árið 2007;
gullátið í boðsferð Lands-
bankans til Mílanó árið 2007;
myndin af Sigurjóni Árnasyni
með kjötsveðju að skera heil-
steiktan grís við opnun útibús
Landsbankans í Hong Kong;
koma Elton John í fimmtugs-
afmæli Ólafs Ólafssonar fyrir
eina milljón dollara; Guðs-
blessun Geirs Haarde forsæt-
isráðherra við hrun íslenska
fjármálakerfisins árið 2008.
Sögurnar af tryllingnum,
siðleysinu, sóuninni, vel-
gengninni, sigrunum, ósigrun-
um, blekkingunum og ruglinu
eru nánast óteljandi.
Tvenns konar uppgjör
Þegar efnahagshrun, eða aðrar
hörmungar af mannavöldum,
skekja heila þjóð eins og þá
íslensku þarf að eiga sér stað
uppgjör við þá atburði, þau
lögbrot og þann hugsunarhátt
sem leiddi til þessara atburða.
Uppgjör stofnana samfélags-
ins við íslenska efnahagshrun-
ið fer nú fram á Alþingi, hjá
Fjármálaeftirlitinu, sérstökum
saksóknara og víðar. Þetta er
hið opinbera uppgjör sem
lagt var upp í strax eftir hrunið
2008. Íslenska efnahagshrun-
ið, með öllum sínum orsökum
og afleiðingum, er sennilega
dramatískasti og söguleg-
asti atburður sem átt hefur
sér stað hér á landi frá seinna
stríði. Hrunið kom Íslandi í
heimsfréttirnar og hefur við-
haldið landinu þar: Bækur
og bíómyndir um alþjóðlegu
fjármálakreppuna 2008 byrja
gjarnan á sögunni um Ísland,
hvernig lítið, herlaust, saklaust
land gat tekið aðra eins koll-
steypu af einskærri heimsku,
græðgi og hégóma.
Annað uppgjör, sem ekki
er opinbert, fer fram á sama
tíma. Þetta er uppgjör sam-
félagsins sjálfs, borgaranna
sem einstaklinga, við þetta
hrun; hvernig þeir meðtaka,
vinna úr og draga lærdóma
af þeirri reynslu sem hrunið
var, meðal annars í ljósi hins
stofnana lega uppgjörs sem
fram fer á sama tíma.
Þáttur rithöfunda
Einn þáttur í þessu óopin-
bera uppgjöri við hrunið er sá
hvernig rithöfundar þjóðar-
innar munu gera hruninu skil
í skáldsögum sínum. Óhjá-
kvæmilegt er annað en að rit-
höfundar landsins muni á
næstu árum reyna að gera upp
við þennan tíma sem kenndur
er við góðæri sem endaði í
hruni, 2002 til 2008, í verkum
sínum. Atburðirnir sem ein-
kenndu þetta tímabil, og þær
miklu breytingar sem urðu á
íslensku samfélagi á þessum
tíma, hæðirnar og lægðirnar
sem þjóðin gekk í gegnum,
gera það óhjákvæmilegt að
gera upp við þennan tíma í
skáldskap á næstu árum. Þetta
er það sem rithöfundar gera
úti um allan heim: Gera upp
við söguna og samtíma sinn.
DV leitaði til nokkurra rit-
höfunda eftir hugmyndum
þeirra um þetta efni: Hrunið
sem efnivið í skáldskap. Einn
þeirra, Steinar Bragi Guð-
mundsson, segir meðal ann-
ars í svari sínu að rithöfundar
séu hugsanlega best til þess
fallnir að greina íslenska efna-
hagshrunið: „Ég trúi því að
léleg bók um hrunið sé betri
en góð bók um siðaskiptin.
Og að listamönnum sé best
treystandi til þess af öllum að
greina frumorsakir hruns og
miðla þeim. (Sérfræðingaveldi
peninganna hefur enga skoð-
un sem ekki má kaupa.)“
Í bók sinni Hálendinu, sem
gefin var út fyrir síðustu jól,
tókst Steinari Braga ansi vel að
teikna upp mynd af mönnum
sem voru þátttakendur í góð-
ærinu í viðskiptalífinu, hvern-
ig þeir hugsuðu og hvernig
þeim leið í kjölfar hrunsins.
Bók Steinars Braga var hins
vegar pökkuð inn í æsilega,
martraðakennda atburði sem
virtust ekki tengjast hruninu
neitt og sem færðu kast-
ljós lesandans frá efnahags-
hruninu. Aðalumfjöllunarefni
bókarinnar er þó hrunið.
Nálægðin er mikil
Uppgjör íslenskra skáldsagna-
höfunda við hrunið er hins
vegar ekki auðvelt verk. Skáld-
sögurnar sem gefnar hafa ver-
ið út sem fjalla beint um hrun-
ið eru ekki mjög margar miðað
við vægi atburðanna sem um
ræðir. Ástæða þessa gæti verið
sú, líkt og Pétur Gunnarsson
bendir á í sínu svari, að ná-
lægðin við hrunið er enn svo
mikil. Uppgjörinu við hrunið
er hvergi nærri lokið og fréttir
um þessa vinnu dynja á lands-
mönnum á hverjum degi. „Að
því er varðar hrunið sérstak-
lega þá er yfirstandandi orra-
hríð boðanna svo megn að
það væri að æra óstöðugan
Mellan á snekkjunni
Hvernig geta rithöfundur landsins skrifað
með góðum hætti um hrunið? Er hægt að
nota hrunssögurnar í skáldskap? Hvað þarf
að varast? Hvað segja rithöfundarnir sjálfir?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Guðrún Eva
Mínvervudóttir
„Hrunið er dægurmál og það er
engin skylda rithöfunda að fjalla
jafnóðum um það sem efst er á
baugi í pólitíkinni og umræðunni.
Ef einhver hefur þeirri skyldu að
gegna eru það helst blaðamenn.
Höfundar geta auðvitað kosið
að fjalla um dægurmálin, en það
er ekki endilega ávísun á góðan
skáldskap. Með skáldskap er þó
hægt að gera upp við hrunið á
bæði persónulegri og víðtækari
(heimspekilegri) nótum en þeim
að gera því bein skil. Það gerði til
dæmis Guðmundur Óskarsson
í skáldsögunni Bankster sem
kom út 2010. Þar er íslenska
bankahrunið í bakgrunni, en
sagan fjallar um þá persónulegu
reynslu ungs manns að missa
vinnuna og hún fjallar um það
falska öryggi sem felst í mann-
gerðum strúktúrum eins og
bönkum, hagkerfi og föstu starfi.
Skáldskapurinn er vel til þess
fallinn að fjalla um fals og lygi,
sjálfsblekkingu og veruleika-
flótta, sem eru einmitt forsendur
hruns.“
Ástráður
Eysteinsson
„Hrunið á Íslandi og í öðrum
löndum hefur snert gríðarlega
marga með beinum og óbeinum
hætti. Um leið hefur það vakið
eða brýnt spurningar um tengsl
listsköpunar og samfélags-
hræringa, átaka og áfalla.
Ýmsum finnst hrunið kalla á
nýtt eða endurnýjað raunsæi.
Í umfjöllun The Sunday Times
um skáldsögu Johns Lanchester,
Capital, sem gefin verður út 1.
mars nk., er bent á að hún sé
algerlega hefðbundin raunsæis-
saga. Höfundurinn hafi beinlínis
gert sér far um að segja sögu
af Lundúnabúum sem tengjast
fjárhagshruninu (bókarheitið
vísar í senn til höfuðborgar og
auðmagns) með sem beinustum
og skýrustum hætti.
Raunar er þetta í takt við endur-
nýjun raunsæisskáldsögu 19.
aldar sem sjá hefur mátt víðar á
síðustu árum og frá því fyrir hrun,
t.d. hjá bandaríska höfundinum
Jonathan Franzen. Hæpið er
að gera ráð fyrir of einföldum
tengslum milli hrunsins og
raunsæis í sagnagerð. Áður fyrr
var gjarnan talað um fyrri heims-
styrjöldina sem hið stóra hrun á
20. öld, og þá einnig sem siðrænt
rof í vestrænni menningu. Oft
hefur verið bent á að það hrun
(og síðar einnig þeir ægilegu
atburðir sem einkenndu síðari
heimsstyrjöldina) birtist með
ýmsum hætti í hinum róttæku
sköpunarformum módernískra
verka – og jafnvel hefur verið
talið að þetta væru áföll sem
raunsæið næði ekki utan um. En
raunin er sú að módernisminn
hefur aldrei drepið realismann.
Samband þeirra er flókið, en
þróun í skáldsagnagerð síðustu
ára sýnir að þeir eiga sem fyrr í
mikilli innbyrðis samræðu.“
„Að því er varðar hrunið sérstaklega
þá er yfirstandandi orrahríð boðanna
svo megn að það væri að æra óstöðugan að
endurtaka þau í skáldsögu.
Hrunið hefst haustið 2008
Davíð Oddsson og Lárus Welding
á fundi í Seðlabankanum við fall
Glitnis.