Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2012næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað NauðguNardómar hafa þyNgst Þ að er hábjartur dagur þegar fimmtug kona vitjar leiðis í kirkjugarðinum við Suður- götu. Skyndilega ræðst mað- ur á hana og nauðgar henni. Konan tilkynnir nauðgunina til lög- reglunnar og maðurinn er handtek- inn daginn eftir. Hann er um þrítugt, heitir Jóhann Kristinn Þór Jónsson og er dæmdur í þriggja ára fang- elsi auk þess sem honum er gert að greiða konunni 250 þúsund krónur í miskabætur. Þegar þetta gerðist var árið 1987 og dómurinn þótti mjög þungur á þeim tíma. Tuttugu og fimm árum síðar, þann 26. janúar 2012, var ann- ar maður, Grétar Torfi Gunnarsson, dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa með ofbeldi þröngvað stúlku til munnmaka, samræðis og enda- þarmsmaka. Hann þekkti stúlkuna ekkert fyrir en hitti hana á leið heim úr bænum ásamt fleirum. Fóru þau samferða heim til Grétars Torfa þar sem hann kom vilja sínum fram. Honum var að auki gert að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur. Bauð fórnarlambinu í teiti Meðferð kynferðisbrota í réttar- vörslukerfinu hefur verið mikið rædd á undanförnum mánuðum. Í janúar stóð innanríkisráðuneytið, ásamt fleirum, fyrir ráðstefnu um þetta. Ríkissaksóknari, Sigríður J. Friðjóns- dóttir, var á meðal þeirra sem komu fram á ráðstefnunni en erindi henn- ar fjallaði um þróun nauðgunarhug- taksins og refsinga. Sagði hún frá því að fyrsta mál- ið sem hún flutti í Hæstarétti væri henni alltaf minnisstætt en það fjallaði um mann að nafni Svein- björn Ólafur Sigurðsson sem hafði þröngvað konu til samræðis með of- beldi. Þau þekktust ekki en hittust á Hótel Borg þar sem hann bauð henni í samkvæmi. Þegar þau komu í íbúð hans var hins vegar ekki um neitt samkvæmi að ræða heldur voru þau tvö í íbúðinni. Konan vildi þá fara en hann hindraði það og kom fram vilja sínum. Fyrir vikið var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi auk þess sem hann var dæmdur til að greiða kon- unni fjögur hundruð þúsund krónur í miskabætur. Sigríður sagði að á þessum tíma hefði viðmiðið verið farið að nálgast tveggja ára fangelsisdóm fyrir hefð- bundin nauðgunarbrot, samanber könnun Ragnheiðar Bragadóttur prófessors á dómum sem féllu á ár- unum 1997 til 2002. Almennt var um eins til tveggja ára fangelsisvist að ræða nema til kæmi verulegt ofbeldi sem metið var til refsiþyngingar. Fengu fjögurra ára dóm Samkvæmt erindi Sigríðar er það mat þeirra sem vinna að þessum málum að refsingar hafi þyngst frá því að hún flutti fyrsta málið sitt í Hæsta- rétti, ekki síst á allra síðustu árum. Í kringum árið 2006 var viðmiðið komið upp í þriggja ára fangelsi og eftir það hefur það verið þriggja til fimm ára fangelsi. Hámarksrefsing er sextán ára fangelsi. Engu að síður gengi hægt að ýta viðmiðinu upp: „Þrátt fyrir að refs- ingar fyrir nauðgunarbrot hafi þyngst á undanförnum árum er ljóst að refs- ingar eru mikið nær lágmarkinu en hámarkinu. Er það reyndar regla í refsirétti hér á landi að dómar eru nær lágmarkinu, nema kannski þeg- ar kemur að manndrápi og fíkniefna- brotum. Þyngsta refsing sem hefur verið dæmd hér á landi fyrir eitt nauðgun- arbrot þar sem ekki er brot gegn öðr- um refsiákvæðum, til dæmis líkams- árásarákvæðum, frelsissviptingu eða slíku, er fjögurra ára fangelsi.“ Þar má nefna dóm frá árinu 1991 í máli manns sem grímuklædd- ur réðst á konu, ógnaði henni með hníf, nauðgaði henni við íþróttahús í Kópavogi og fékk fjögurra ára fang- elsisdóm fyrir – sem þótti mikið á þeim tíma. Í nýlegra dæmi frá árinu 2008 veittist karlmaður að konu á víða- vangi eftir skemmtun í Vestmanna- eyjum. Maðurinn var af erlendu bergi brotinn, heitir Andrzej Kisiel og fékk fjögurra ára fangelsi fyrir auk þess sem honum var gert að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur. Notfærðu sér bjargarleysi konu Þetta á við þegar einn maður, brýt- ur einu sinni á einni konu og ekki er dæmt fyrir fleiri atriði svo sem frelsis- viptingu, líkamsárás eða annað. Það þekkist síðan að menn fái þyngri dóma ef brotin eða fórnarlömbin eða fleiri og þegar gerendurnir eru fleiri en einn. Eins og þegar þeir Aru- nas Bartkus og Rolandas Jacevicius réðust á konu á fimmtugsaldri og reyndu í sameiningu með ofbeldi að nauðga henni í húsasundi og þröngv- uðu henni til munnmaka. Konan hitti mennina á veitingastað og varð samferða þeim niður Laugaveginn. Mennirnir höfðu ekki orðið uppvísir að refsiverðri háttsemi hér á landi fyrr en höfðu báðir fengið fangelsisdóma í Litháen fyrir fjárkúgun, þjófnað og rán. Í dómsorði sagði að horfa yrði til þess hver hrottalegur verknaðurinn var og hversu svívirðilegum og niður- lægjandi aðferðum mennirnir beittu gagnvart konu sem þeir þekktu lítið sem ekkert og áttu ekkert sökótt við. Þeir hefðu notfært sér bjargarleysi hennar, hlegið og auðsýnt einbeittan ásetning og skirrst einskis þegar hún bað um miskunn. Þeir hefðu síðan horfið á braut líkt og ekkert hefði í skorist. „Þetta var talinn hrottalegur verknaður, mikið sálartjón, fullkom- ið skeytingarleysi við líðan konunnar, kynfrelsi og æru og svo var þetta sam- verknaður. Þeirra refsing var fimm ára fangelsi,“ sagði Sigríður. Hafði nauðgað áður Reyndar er þess einnig dæmi að mað- ur hafi fengið fimm ára fangelsisdóm í héraðsdómi fyrir nauðgun en þá var það metið til refsiþyngingar að hann hafði nauðgað áður. Árið 2007 var sett inn klausa í hegningarlögin um þessi ítrekunaráhrif. Þau falla svo niður ef fimm ár eru liðin frá því að söku- nautur hefur tekið út refsinguna eða gert hana upp þar til hann fremur seinna brotið. Héraðsdómurinn féll árið 2011 en umræddur maður, Birk- ir Árnason, var einnig fundinn sek- ur um kynferðisglæpi árið 2006 og fékk þá átján mánaða dóm. Síðastlið- inn fimmtudag staðfesti Hæstiréttur dóminn yfir Birki en árásin sem átti sér stað á þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um þótti bæði gróf og ruddaleg. Þá eru einnig dæmi þess að menn hafi fengið þyngri dóma ef þeir hafa framið fleiri brot en nauðgun, líkt og Jón Pétursson sem fékk fimm ára dóm fyrir þrjár líkamsárásir á fyrrver- andi sambýliskona sína og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Hann var einnig dæmdur fyrir frelsis- sviptingu og kynferðisglæpi gagnvart fyrrverandi unnustu sinni. Þyngstu dómar sem fallið hafa hér á landi eru átta ára fangelsisvist. Bjarki Már Magnússon var til dæmis dæmdur í átta ára fangelsis- vist fyrir langvarandi líkamlegt, and- legt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart sambýliskonu sinni en hann var með- al annars fundinn sekur um að hafa neytt hana með hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung til kynferð- ismaka með öðrum körlum en hann ýmist ljósmyndaði atvikin eða tók þau upp á myndband og tók oft þátt í þeim sjálfur. Dómarinn féllst á þá skýringu ákæruvaldsins að þessi hegðun hefði kynferðislegt gildi fyrir Bjarka Má og félli þar af leiðandi undir önnur kyn- ferðismök í nauðgunarákvæðinu í hegningarlögum. Lagaákvæðið endurskoðað Þessi viðbót kom inn í nauðgunar- ákvæðið árið 1992 en frá því að lög- in voru fyrst sett hefur ákvæðið ver- ið endurskoðað nokkrum sinnum. Í fyrstu útgáfunni árið 1940 fólst nauðgun í því að þröngva konu til holdlegs samræðis með ofbeldi, frels- issviptingu eða hótunum. Árið 1992 var orðið ljóst að körlum er líka nauðgað og orðinu kvenmanni var skipt út fyrir orð sem nær yfir bæði kynin og öðrum kynferðismökum bætt við lagaákvæðið. Enn var geng- ið út frá því að ofbeldi eða hótun um ofbeldi væri lykilatriðið í nauðgun en tekið fram að til ofbeldis teldist svipt- ing sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti. Þá var það einnig gert refsivert að þröngva manni til samræðis eða ann- arra kynferðismaka með annars kon- ar ólögmætri nauðung en við því var allt að sex ára refsing. Sama refsing þótti hæfa þegar gerandinn notfærði sér geðveiki, andlega annmarka eða ástand sem gerði að verkum að þol- andi gat ekki spyrnt við verknaðinum eða skildi ekki þýðingu hans. Lögunum var breytt aftur árið 2007. Þá var refsingin við því að beita annars konar nauðung og misnota sér aðstöðu þeirra sem gátu ekki var- ist eða skildu ekki þýðingu verknaðar- ins þyngd upp í sextán ár, líkt og þeg- ar um annars konar nauðgun er að ræða. Nýtti sér yfirburðastöðu Til að átta sig á því hvað þessar breyt- ingar þýða tók Sigríður dæmi um af dómi sem féll yfir Gísla Birgissyni sem n Og með breyttum lagaákvæðum ná þeir líka utan um fleiri atvik, segir ríkissaksóknari n Gengur samt hægt Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þrátt fyrir að refs- ingar fyrir nauðg- unarbrot hafi þyngst á undanförnum árum er ljóst að refsingar eru mikið nær lágmarkinu en hámarkinu. Forvarnir gegn kynferðisofbeldi n Engar opinberar, virkar forvarnir gegn kynferðis- ofbeldi eða ofbeldi gegn börnum hafa verið hér á landi fyrr en nú á þessu ári. Samkvæmt skýrslu UNICEF um stöðu barna á Íslandi 2011 voru engin þverfagleg ráð að fylgjast með ofbeldi gegn börnum og enginn einn ráðherra bar ábyrgð á málefninu. Forvarnir voru aðeins framkvæmdar af einkaaðilum og oftast með litlum eða engum styrkjum frá ríkinu. n Til samanburðar má geta þess að árlega verða 8.100 börn á Íslandi ölvuð og er 71 milljón króna veitt í forvarnarstarf af hálfu opinberra aðila. Hins vegar var ekki krónu varið í forvarnarstarf gagn- vart kynferðislegu ofbeldi þótt 6.300 börn verði fyrir því. Á þessu varð þó breyting nú í ár því ríkið ákvað í lok síðasta árs að verja 25 milljónum króna í vitundarvakningu gegn kynferðislegu ofbeldi. Öll börn í öðrum og tíunda bekk fá nú fræðslu um kynferðislegt ofbeldi, sem og kennarar og annað skólastarfsfólk. 8.100 börn verða ölvuð á Íslandi hvert ár 6.300 börn verða fyrir kynferðis- ofbeldi hvert ár Forvarnarstarf: 71 milljón Forvarnarstarf: 25 milljónir Ný stofnun um innflytjendamál: Fjölmenningar- setur Guðbjarts Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um málefni innflytjenda þar sem lagt er til að koma á fót sérstakri stofnun, Fjölmenningrasetri, undir yfir- stjórn velferðarráðherra. Verkefni stofnunarinnar verði að veita stjórnvöldum, stofn- unum, fyrirtækjum og einstak- lingum ráðgjöf og upplýsingar í tengslum við málefni innflytj- enda. Þá á stofnunin að vera sveitarfélögum til ráðgjafar við að taka á móti innflytjendum sem flytjast í sveitarfélög. Stofn- unin á einnig að fræða innflytj- endur um réttindi þeirra og skyldur, fylgjast með þróun inn- flytjendamála og taka saman árlega skýrslu til ráðherra um málefni innflytjenda. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir stofnun innflytjenda- ráðs, en eftir hverjar alþingis- kosningar skipar ráðherra sex manna innflytjendaráð sem á að veita ráðherra ráðgjöf við stefnumótun í málefnum inn- flytjenda og vinna náið með ráðherra að málefnum þeirra. Guðbjartur segir í greinar- gerð með frumvarpinu að mark- mið laganna sé að stuðla að samfélagi þar sem allir geti verið virkir þátttakendur, óháð þjóð- erni og uppruna. Þá er mark- miðið að samþætta hagsmuni innflytjenda við alla stefnu- mótun, stjórnsýslu og þjónustu hins opinbera. Ennfremur á að efla fræðslu og miðlun upplýs- inga um málefni innflytjenda og samfélag án fordóma. Ráðist á starfsmann Dróma: „Alvarlegur atburður“ „Það var þarna einhver ein- staklingur, ósáttur viðskipta- vinur, sem kom heim til þessa bankamanns,“ sagði Sigurbjörn Eggertsson, stöðvarstjóri og að- stoðaryfirlögregluþjónn, um atvik sem átti sér stað á þriðju- dag þegar veist var að einum forsvarsmanni Dróma hf. Fé- lagið sér um að innheimta lán þeirra sem voru í viðskiptum við SPRON og Frjálsa fjárfestingar- bankann. „Hann ýtti eitthvað við honum en það hlutust engin meiðsl af,“ sagði Sigurbjörn í samtali við DV. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvort fórnarlamb árásar- innar mun kæra verknaðinn. Enginn var handtekinn vegna málsins. Magnús Pálmarsson, tals- maður Dróma, sagði í samtali við DV að það eina sem hann gæti sagt um atvikið væri að „alvarlegur atburður“ hefði átt sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 23. tölublað (24.02.2012)
https://timarit.is/issue/383154

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

23. tölublað (24.02.2012)

Aðgerðir: