Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 34
34 Viðtal 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað ekki gefa upp hver eru. „Ég fékk alls konar tilboð. Tilboð um störf og ann- að til að lokka mig í burtu. Ég læt það duga að segja frá því að þessu sinni án þess að greina nánar frá því. En ég varð fyrir miklum þrýstingi. Ég hafði engan áhuga á neinu af þessu. Ég tók þetta starf að mér og ætla að klára þetta verkefni. Ég held að starf mitt sé mikilvægur liður í því að endur- heimta trúverðugleika landsins sem er í rústum eftir hrunið.“ Útrásarvíkingarnir voru kjánar Gunnar hefur margsinnis rætt á opin skáan máta um hrunið. Í grein- inni The Failed State of Iceland, sem birtist í Euromoney í mars 2010, var hann beðinn um að lýsa sögunni á bak við bankastarfsemina á Íslandi: „Þetta er saga um vanhæfni, sveitalubbamennsku og mikil- mennskubrjálæði,“ sagði Gunnar í því viðtali. „Ég kallaði þá þröngsýna sveita- lubba og minntist þess að hrunið er saga um hörmulega stjórnun og meinta, alvarlega glæpi,“ segir Gunn- ar. „Þeir voru ekki hrifnir af því,“ seg- ir hann og brosir út í annað. „Hrunið þurfti aldrei að verða og er ekki af- leiðing af undirmálslánum í Banda- ríkjunum. Þetta var bara heimatilbú- ið klúður og ekkert annað. Þeir vildu vera með stóru strákunum úti í heimi og fínu bönkunum, eins og Deutsche og HSBC. En þeir voru því miður ekki af því kalíber að mínu mati. Langt í frá, þeir voru kjánar í þessu stóra samhengi og staðreyndin er sú að í árslok 2007 var Ísland orðið að fjár- hagslegu bananalýðveldi og spill- ingin vatt upp á sig. Eini munurinn á Panama og Íslandi í dag er veðrið. Panamabúar eru reyndar ekki lengur ánægðir með þann samanburð.“ Einhver þarf að standa í lappirnar „Það hefur vantað heilmikið upp á siðferði í þessu landi í langan tíma. Það þarf að taka það föstum tökum,“ segir Gunnar og segist halda að sú vinna þurfi að hefjast inni á heim- ilum landsins og í skólunum en líka innra með hverjum skynsömum og góðum manni. „Það sem tryggir sigur hins vonda er að hinir góðu menn þegi,“ segir hann. Þetta er margfræg tilvitnun í Burke sem á vel við eftir hrun að mati Gunnars og kallar á stuðning góðs og skynsams fólks. „Það er ekki nóg að ræða þessi mál í heita pottinum og á kaffistof- unum. Það verður að gera eitthvað. Annars heldur þetta bara svona áfram. Lítil klíka stýrir okkur og stjórnar.“ Hann á erfitt með að sætta sig við að skynsamt fólk missi kjarkinn nú eftir hrun. „Ég er sár og reiður yfir að þetta sjónarspil og leikaraskapur komi upp aftur og aftur. Óheilindi og óheiðarleika á ég mjög erfitt með að sætta mig við. Í erfiðum verkefn- um vona ég alltaf að ég hafi liðsinni heiðarlegs fólks og ég vildi óska að ég þyrfti ekki alltaf að vera á varð- bergi. En ég þarf að vera það.“ Hvað er það sem er sárast? „Að það skuli vera hægt að draga að því er virðist skynsamlegt fólk í einhvern delluleiðangur. Það er ver- ið að draga fólk á asnaeyrunum. Eða er það svo að fólk hefur engan kjark eða sannleiksvitund? Hvers konar aumingjaskapur er þetta? Það þarf einhver að standa í lappirnar. Það er fullt af góðu fólki til en það þarf að stíga fram. Mín reynsla er sú að sannleikur og réttlæti sigrar stund- um. En bara tímabundið. Svo nær spilling og óréttlæti yfirhöndinni aftur. Þetta gengur í hringi. Þetta er í þriðja skipti á 27 árum sem ég lendi í þessu. Ég hlýt að vera þrjóskur.“ Kallar á heiðarlegt fólk „Ég kalla á heiðarlegt fólk sem vill starfa af heilindum. Það þarf að láta í sér heyra og taka erfiðar ákvarðanir. Ekki þegja og ekki spila með. Það þarf að taka afstöðu og falla með því. Það gerist ekki öðru- vísi. Það er kostnaður, það er her- kostnaður. Þú getur ekki leyst þjóð- félagsmálin í heita pottinum. Það er ekkert svoleiðis til. Einhverjir verða að standa, falla, skaðast. Ein- hvers konar bylting þarf að eiga sér stað. Þetta er ekki blóðug bylt- ing, þetta er bylting hugarfars sem þarf að eiga sér stað. Einhver meiri áhættutaka hjá fólki, þegar það sér eitthvað rangt, að láta í sér heyra.“ Kynni Gunnars og Björgólfs „Ég varð fyrst var við þennan sið- ferðisskort sem mér er tíðrætt um í Hafskipsmálinu,“ nefnir Gunnar. „Það er langt síðan en það hefur ekkert breyst. Bara versnað því það eru meiri peningar í umferð.“ Leiðir þeirra Björgólfs Guð- mundssonar lágu saman í Banda- ríkjunum á níunda áratugnum. Gunnar hafði ílenst í Bandaríkjun- um eftir MBA-nám í háskólanum í Minnesota þar sem hann starfaði meðal annars fyrir Pepsi og í nokk- ur ár starfaði hann sem fjárfesting- arfulltrúi fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar í New York. „Ég kynntist Björgólfi 1980 í New York og fór með það verkefni að finna fyrirtæki til að kaupa og reka. Ég gerði það og var í forsvari fyrir fyrirtækið Cosmos. Svo hall- aði undan fæti hjá Hafskip, það fór á hausinn. Cosmos lifði aðeins lengur en Hafskip en þá var ég far- inn. Ég sagði upp. Ég held að það hafi verið í febrúar 1985. Sama dag og þeir fóru í hlutafjáraukningu í bullandi tapi. Ég var ekki sáttur við það. Ég vissi að þetta væri allt í tap- rekstri. Þá urðu miklar ósættir milli okkar. Þær lifa enn þann dag í dag.“ Varaði við Björgólfsfeðgum Þegar Björgólfsfeðgar keyptu Landsbankann lét Gunnar sam- stundis af störfum. „Ég var mikið á móti því að þeir kæmu þangað inn og það vissu allir. Ég ræddi við marga aðila um sögu Björgólfs og varaði eindreg- ið við því að hann fengi að kaupa Landsbankann.“ Hann talaði fyr- ir daufum eyrum innan og utan bankans og stjórnsýslunnar. „Sum- ir sem vissu af þessu eru enn þing- menn,“ segir hann frá án þess að nefna nöfn. Gosdrykkjaverksmiðjan Baltic Bottling Plant í Sankti Pétursborg, sem Björgólfsfeðgar og athafna- maðurinn Ingimar Ingimarsson settu á laggirnar saman undir lok síðustu aldar, er stór hluti af ör- lagasögu feðganna. Hluta söluand- virðis verksmiðjunnar notuðu feðg- arnir til að kaupa Landsbankann í árslok 2002. Ingimar hefur haldið því staðfastlega fram að feðgarnir hafi stolið verksmiðjunni af hon- um. Viðskipti Ingimars og Björg- ólfsfeðga í Rússlandi voru talsvert rædd hér á landi um það leyti sem feðgarnir keyptu Landsbankann en Ingimar mun hafa varað Fjár- málaeftirlitið við feðgunum, líkt og Gunnar gerði. „Breskur vinur minn er vinur fyrrverandi eiganda gosverksmiðj- unnar. Ég vissi því um vafasama viðskiptasögu þeirra feðga sumar- ið 2002. Ég ræddi þetta náttúrulega við fólkið í bankanum og ráðherra. Nokkrum þingmönnum var líka sagt frá þessu. Ég var með allar þess- ar staðreyndir og auðvitað var líka hægt að benda á tvo dóma í Hér- aðsdómi Reykjavíkur og aðra dóma í Rússlandi. En þetta hafði engin áhrif því búið var að afla samþykkis fyrir þeim gjörningi. Rétt eða rangt. Öllum var sama. Fókusinn var alveg rangur, helst þótti fréttnæmt lista- verkasafn Landsbankans.“ Þöggun og aumt aðhald blaðamanna Stuttu eftir kaup feðganna á Lands- bankanum birtist forsíðugrein í Euromoney um málefni þeirra feðga þar sem efast er um heilindi þeirra í viðskiptum. „Should this man take the helm?“ er spurt á forsíðu blaðs- ins. Gunnar segir þessa forsíðufrétt hafa verið þaggaða niður hér á landi. „Ég held að lýðræði geti ekkert virkað nema fjölmiðlar veiti stjórn- málamönnum og stjórnvöldum aðhald. Annars gengur þetta ekki. Alls ekki. Blaðamenn á þeim tíma voru bara að birta fréttatilkynning- ar og voru ekkert að rannsaka mál- in. Þetta voru staðreyndir sem þeim líkaði ekki við á þessum tíma af því það hentaði ekki. Það var aðeins minnst á þessa grein í Speglinum en síðan ekki söguna meir. Þetta var bara óþægilegt og þetta var þaggað niður. Euromoney er hins vegar afar virt rit og mjög þekkt og því var þetta til marks um ástand samfélagsins.“ „Ég gef ekkert eftir“ Á mánudaginn mætti Gunnar til vinnu þrátt fyrir að hafa fengið til- kynningu um það á föstudeginum að stjórnin hefði áformað að segja honum upp. Honum fannst það ekki auðvelt en hann trúir því að það sé mikilvægt að hann standi fast í báða fætur í gjörningaveðrinu í kring. Fari það svo að það verði hann en ekki stjórn FME sem vík- ur ætlar hann að sækja rétt sinn af fullu afli. „Það var á fimmtudaginn í síð- ustu viku sem mér var boðið að taka starfslokaboði af stjórn FME,“ segir Gunnar. „Það skipti mig engu máli. Ég mætti til vinnu á föstudegi og aftur á mánudegi og alla vikuna. Ef ég verð látinn fara og það verð- ur brotið á mínum rétti þá mun ég sækja hann til baka. Það er alveg klárt mál. Ég mun ekki gefa neitt eftir. Félag forstöðumanna ríkisins myndi ekki verða ánægt myndi ég ekki sækja rétt minn. Það er skylda mín að gera það.“ Hann segir skyldu sína víðtækari vegna þess þrýstings sem hann hef- ur orðið fyrir. „Ef eitthvað er gert rangt þá þarf að láta finna fyrir því að mað- ur samþykki ekki óréttlæti. Það er eina færa leiðin að fara. Þótt hún sé löng og óvinsældum vaxin. Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu. Því mega allir trúa og það eru auð- veldari leiðir út úr þessum málum. Bara þegja og fara sína leið. Taka einhverjum tilboðum. En ég má ekki gera það og mér hefur aldrei komið það til hugar. Í mörgum öðr- um löndum væri stjórn FME búin að segja af sér vegna klúðurslegrar framkvæmdar í tengslum við fyrir- hugaða uppsögn og brot á lögum, reglum og rétti. En þar hef ég ekkert vald. Valdið er í höndum viðskipta- og efnahagsmálaráðherra. Hann hefur skipað stjórnina til fjögurra ára og verður að meta það hvort hún sé vanhæf í ljósi nýliðinna at- burða og ef hann kemst að þeirri niðurstöðu á hann að krefjast af- sagnar stjórnar FME.“ „Ég er sannfærður um að Kastljós- viðtalið hafi verið afar illa undirbúið og jafnvel leikstýrt. Kúreki á norðurhjara „Ertu kúreki?“ spyr blaðamaður Gunnar í gamansömum tón. „Já. Ætli það ekki. Ég er hestamaður og fer stundum í langar hestaferðir. Reyndar stundum með kúrekahattinn á höfðinu þegar ég fer í langar hestaferðir í Bandaríkjunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.