Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 15
Íslendingar vinna meira
Fréttir 15Helgarblað 24.–26. febrúar 2012
n Íslendingar vinna tæplega tveimur mánuðum lengur á ári en Norðmenn n Ríkisstjórnin vill stytta vinnuvikuna
Norðurlandabúar
vinna minna
Noregur
hafa undanfarin ár ekki farið fram
neinar umræður um styttingu
vinnuvikunnar,“ segir á vef samtak-
anna
Vinnutími svipaður frá
níunda áratugnum
Verkamenn unnu um 3.000 klukku-
stundir á ári í upphafi iðnbylting-
ar sé tekið mið af vinnustundum
verkamanns í Englandi árið 1840.
Undir lok tuttugustu aldarinnar var
talan komin niður í 1.800 stundir á
ári. „Stytting vinnudagsins varð að
veruleika með lagasetningu, samn-
ingum og átökum. Svipaða sögu
má segja um önnur lönd. Gegnum-
gangandi, má segja, hefur vinnu-
dagurinn styst í kjölfar átaka eða
beinna aðgerða,“ skrifar Guðmund-
ur fyrir Öldu.Þá vekur félagið athygli
á því að hér á landi hefur vinnutími
ekki styst mikið frá upphafi níunda
áratugarins. „Árið 2008 vann með-
almaðurinn um 56 stundum minna
árlega, en árið 1980. Hins vegar, á
árunum 1950 til 1980, fækkaði ár-
legum vinnustundum á mann um
620. Vélvæðingin hérlendis hefur
aukist frá 1980, á því leikur ekki vafi,
en vinnustundum ekki fækkað að
sama skapi.“
Fyrst barist fyrir
styttingu árið 1910
Það var árið 1910 sem verkalýðs-
hreyfingin hér á landi gerði fyrst til-
raun til að lögbinda tíu tíma dag-
vinnutíma. Það var ekki fyrr en tíu
árum seinna sem þokaðist í mál-
inu þegar þingmenn ASÍ tóku um-
ræður um hvíldartíma á Alþingi.
„1920 heyrist í fyrsta sinn krafan
um 8 stunda vinnudag hérlendis,
hjá prenturum. Eftir hörð átök á
vinnumarkaði 1942 fékkst 8 stunda
vinnudagur inn í samninga, vinnu-
vikan var því komin niður í 48
stundir. 1972 var 40 stunda vinnu-
vika loks lögfest. Í kjarasamningum
árið 2000 lögðu mörg félög áherslu
á að stytta enn frekar vinnuvikuna,“
segir á vefsíðunni rettindi.is, síðu
um kjaramál.
„Stytting vinnuviku
er í samstarfs-
yfirlýsingu ríkisstjórnar
Samfylkingar og VG, sem
hluti af fjölskyldustefnu
stjórnarinnar.
Norðmenn þurfa að vinna 38,3 fleiri
vinnudaga til að vinna jafn mikið og
Íslendingar og þyrftu því að vinna til
22. febrúar næsta árs.
Svíar þurfa að vinna 14,1 fleiri
vinnudaga til að vinna jafn mikið og
Íslendingar og þyrftu því að vinna til
21. janúar næsta árs.
Danir þurfa að vinna 22,8 fleiri
vinnudaga til að vinna jafn mikið og
Íslendingar og þyrftu því að vinna til
31. janúar næsta árs.
Finnar þurfa að vinna 1,3 fleiri
vinnudaga til að vinna jafn mikið og
Íslendingar og þyrftu því að vinna til
2. janúar næsta árs.
Ja
nú
ar
Ja
nú
ar
Ja
nú
ar
Ja
nú
ar
Fe
br
úa
r
Svíþjóð
Danmörk
Finnland
Unnið úr gögnum The Conference Board,
miðað við árið 2010. Vinnustundir á ári
voru reiknaðar þannig að mismun á fjölda
vinnustunda var deilt í átta fyrir öll löndin.
Þá eru aðeins virkir dagar nýttir til að reikna
lokadagsetningu í vinnuári hvers lands. Ekki
er tekið tillit til rauðra daga.
M
eð
al
fjö
ld
i á
rle
gr
a
vi
nn
us
tu
nd
a
á
vi
nn
an
di
m
an
n
16
00
18
00
20
00
22
00
24
00
1960Ár 1970 1980 1990 2000 2010
Langur vinnudagur
Íslendinga ekki nýlunda
n Ísland
n Ýmis þróuð
Evrópulönd
n Önnur norðurlönd
Meðalvinnustundir á íslandi, og á Norðurlönd-
um auk nokkra Evrópulanda allt frá fimmta
áratugnum til ársins 2010. Eins og sjá má eru
vinnustundir fleiri hér en á öðrum Norðurlönd-
um og víða í Evrópu. „Önnur Norðurlönd“ eru
Noregur, Svíþjóð, Finnland og Danmörk. „Ýmis
þróuð evrópulönd“ eru hér Austurríki, Belgía,
Frakkland, Holland, Ítalía og Þýskaland.
Stálu sjónvarpi
úr Húsaskóla
Tilkynnt var um innbrot í Húsa-
skóla í Grafarvogi skömmu fyrir
klukkan tvö aðfaranótt fimmtu-
dags. Þegar lögreglumenn voru á
leið í útkallið sáu þeir til tveggja
manna skammt frá skólanum og
tóku niður nöfn þeirra. Í ljós kom
að sjónvarpstæki hafði verið stolið
úr skólanum. Eftir vettvangsvinnu
fór lögreglan á heimili annars
mannsins sem sást skammt frá
skólanum og fannst umrætt sjón-
varpstæki á heimili hans. Mað-
urinn var handtekinn en lögregla
leitar að fleiri hugsanlegum ger-
endum.
Íslenska ánæguvogin 2011:
Mest ánægja
með Nova
Á fimmtudag voru kynntar niður-
stöður Íslensku ánægjuvogar-
innar 2011 og er þetta þrettánda
árið sem ánægja viðskiptavina ís-
lenskra fyrirtækja er mæld með
þessum hætti. Að þessu sinni
eru niðurstöður birtar fyrir 26
fyrirtæki í níu atvinnugreinum og
byggja niðurstöður á 200 til 700
svörum viðskiptavina hvers fyrir-
tækis. Tvær nýjar atvinnugreinar
eru mældar í ár, flugfélög og mat-
vöruverslanir.
Hæstu einkunn allra fyrirtækja
hlýtur Nova, 73,4 stig af 100 mögu-
legum. Nova er því heildarsigur-
vegari Íslensku ánægjuvogarinnar
árið 2011 og þar með einnig sigur-
vegari í flokki farsímafyrirtækja
þar sem Síminn skorar lægst.
Í fyrsta sæti í flokki banka er Ís-
landsbanki með einkunnina 59,7
en Arion banki rekur lestina með-
al stóru bankanna með 52,9 stig. Í
flokki tryggingafélaga er Trygg-
ingamiðstöðin með hæstu ein-
kunnina, 69,0 en Sjóvá þá lægstu,
59,7.
HS orka er í fyrsta sæti raf-
orkusala með einkunnina 63,3 og
ÁTVR er efst í flokki smásölufyrir-
tækja með einkunnina 72,4.
Atlantsolía er efst á meðal olíu-
félaga með einkunnina 70,1 en
N1 skorar lægst með 60,7 og Byko
er með hæstu einkunnina meðal
mældra byggingavöruverslana,
60,1.
Bónus er í fyrsta sæti í flokki
matvöruverslana með einkunnina
65,3 og Icelandair sigrar í flokki
flugfélaga með einkunnina 68,4.
Iceland Express fékk 40,7 sem er
lægsta einkunn íslensku ánægju-
vogarinnar að þessu sinni.
Einkunn flestra geira og fyrir-
tækja hækkar á milli mælinga.
Mesta hækkun atvinnugreinar
milli ára er hjá olíufélögum, þar
sem einkunn allra félaga hækkar
frá árinu á undan. Þar er einnig að
finna hástökkvara ársins, Orkuna,
en ánægjuvogareinkunn fyrir-
tækisins hækkar um tæp 6 stig
milli ára.