Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Qupperneq 42
42 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað 29 létust í rútuslysi Tvö börn og 27 fullorðnir létust í rútuslysi í Ekvador í vikunni. Óhappið átti sér stað þegar rútunni var ekið niður fjallshlíð. Að sögn þarlendra yfirvalda bendir allt til að bílstjórinn hafi ekki haft heimild til að aka á þessum slóðum, eftir þröngum fjallvegum. Hann mun þó ekki þurfa að svara til saka fyrir það því hann var á meðal þeirra sem létust í slysinu. Auk þess sem 29 manns létust í bílslysinu slösuðust 27 manns.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s N orski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur nefnt svo mörg fyrir­ huguð skotmörk að lögregl­ unni fannst einfaldara að hann skrifaði bara lista. Á listanum er að finna um þrjá­ tíu möguleg skotmörk sem hann hugðist ráðast gegn með annað­ hvort sprengjum eða skotvopnum. Hluti af listanum telst vera aftöku­ listi og á honum er að finna nöfn tólf kunnra Norðmanna sem eru, að mati Breiviks, landráðamenn. Þrátt fyrir að Anders Behring Breivik hafi að hluta til lýst hvernig hann hugðist koma ódæðunum í verk er talið ólíklegt að hann hefði haft erindi sem erfiði við fram­ kvæmd þeirra. Útey var að sögn Breiviks bara plan b. Aðalmarkmiðið var að sprengja bílsprengjur við nokkra ákveðna staði í Osló; aðalskrif­ stofu Verkamannaflokksins, kon­ ungshöllina og stjórnarhverfið, sem hann reyndar gerði. Á dauðalista Breiviks er að finna eftirfarandi nöfn: Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, fyrr­ verandi stjórnmálamaður sósíal­ demókrata, Trond Giske, mat­ vælaráðherra Noregs, Anniken Huitfeldt menningarmálaráð­ herra, Raymond Johansen í Verka­ mannaflokknum, Kåre Willoch, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Hægriflokkinn, Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætis­ ráðherra fyrir Kristilega þjóðar­ flokkinn, Knut Wollensbæk, fyrr­ verandi forsætisráðherra, Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre – frjálslynda flokksins, Kari Helene Partapuoli, leiðtogi miðstöðvar andstæðinga kynþáttafordóma, Torry Pedersen, ritstjóri Verdens Gang, og Hilde Haugsgjerd, hjá Aftenposten. Þrátt fyrir að Breivik hafi við yfirheyrslur látið gamminn geisa er ekki gefið að Breivik hafi á sín­ um tíma haft uppi raunverulegar ráðagerðir um að myrða áður­ nefnt fólk og gera árásir á ýmis skotmörk eins og til dæmis Am­ nesty International. „Hann hefur allavega hugsað um að ráðast á einhver skotmörk, en við höfum engar sannanir fyrir því að hann hafi útfært það enn frekar,“ sagði Pål­Fredrik Kraby hjá norsku lög­ reglunni í viðtali við vefmiðil Ver­ dens Gang, og bætti við: „Það er ýmislegt sem bendir til þess að hann vilji virðast þýðingarmeiri og umsvifameiri en hann í reynd er.“ Einn helsti sérfræðingur Norð­ urlanda í málum sem tengjast hryðjuverkum, Magnus Ranstorp, tekur í sama streng og Pål­Fredrik Kraby. „Þetta er hluti af aðferðum hans til að leiða rannsóknina á villigötur. Breivik vill gera sig mik­ ilvægari en hann er. Í hans huga er þetta leikhús dauðans og hann er í aðalhlutverki,“ sagði Ranstorp í viðtali við vg.no. Leikrit dauðans Breivik í aðalhlutverki B onny Lee Bakley var ekki öll þar sem hún var séð. Hún beitti kynlífi og klækjum til að hafa fé af karlmönnum, sem margir hverjir voru frægir og ríkir, og búa þannig um hnútana að barna þeirra yrði ekki getið í erfðaskrá þeirra. Bonny fæddist í Morristown í New Jersey 7. júní 1956. Í æsku dreymdi hana um sömu hluti og flestar stúlkur þess tíma – að verða rík og fræg og ekki fráleitt að fátækt fjölskyldu hennar ýtti enn frekar undir þá drauma. Hvað sem því leið hætti hún námi sextán ára og fór til New York í von um frama í fyrirsætu­ og leiklistarbransanum. Hún tók upp nafnið Lee Bonny, fékk nokkur smá­ hlutverk en frægðin lét bíða eftir sér. Henni varð ljóst að hún yrði að finna aðra leið til að komast í álnir, hvað svo sem frægð liði. Árið 1971 giftist hún Evangelos Paulakis, innflytjanda sem þarfnað­ ist sárlega að ganga í hjónaband svo hann fengi dvalarleyfi. Bonny sam­ þykkti að giftast honum gegn gjaldi. Skömmu síðar þegar hún hafði kom­ ið höndum yfir féð batt hún enda á hjónabandið og Paulakis var vísað úr landi. Árið 1977 giftist hún Paul Gavron og eignuðust þau þrjú börn. En eiginmennirnir áttu eftir að verða æði margir. Einmana menn hafðir að féþúfu Hjónaband Bonny og Paul var um margt undarlegt. Paul þekkti göturn­ ar og grunnt var á ofbeldi hjá hon­ um. Engu að síður hvíldi umönnun barnanna að mestu leyti á hans herð­ um. Bonny vann um það leyti hörð­ um höndum að nýjasta verkefninu – póstþjónustu sem miðaði að því að hafa fé af einmana karlmönnum. Bonny sendi nektarmyndir af konum til karlmannanna með loforði um að sækja þá heim ef þeir sendu henni fé. Meðan á þessu stóð var Paul heimavinnandi og merkilegt nokk virtist sem hann kynni ágætlega við að þurfa ekki að vinna úti. En 1982 lauk hjónabandi þeirra – óstjórnleg löngun Bonny til að um­ gangast fræga fólkið og sú staðreynd að hún yngdist ekki varð til þess að hún skildi börnin eftir í umsjá Paul og tók stefnuna á Memphis í Tennes­ see. Sú ákvörðun átti á endanum eft­ ir að skila henni að upp að útidyrum tónlistarmannsins Jerry Lee Lewis – en ekki fyrr en eftir nokkur ár. Vinátta þróast og vináttu lýkur Áður en kynni tókust með Bonny og Jerry Lee liðu nokkur ár og þó nokk­ ur hjónabönd, mislanglíf, hjá Bonny. Kynlífssvindlið sem hún stundaði með stolnum kreditkortum og skil­ ríkjum gerði henni kleift að vera á stöðugu flandri og þannig vera þar sem Jerry Lee var að troða upp hverju sinni. Þetta varð nánast sjúklegt því hún átti það til að gerast boðflenna í hóf­ um en engu að síður hittust þau aug­ liti til auglitis árið 1982 og með þeim tókst ágæt vinátta. Sú vinátta hélst allt þar til Bonny varð barnshafandi og sagði hverjum sem heyra vildi að barnsfaðir henn­ ar væri Jerry Lee og að hann hygðist skilja við eiginkonu sína og kvænast henni. Þetta var árið 1993 og Bonny eign­ aðist stúlku sem var skírð Jeri Lee, en á fæðingarvottorðinu stóð að faðerni væri óþekkt. Eðli málsins samkvæmt leið vinátta Bonny og Jerry Lee undir lok og Jeri Lee endaði hjá Paul Gavr­ os. Síðar var staðfest að Jeri Lee var ekki dóttir Jerry Lee. Sagan segir að Bonny hafi gengið svo langt að hóta eiginkonu Jerry Lee dauða. Með Christian Brando í sigtinu Kynlífssvikamylla Bonny hafði tútn­ að út og hún auglýsti grimmt í klám­ blöðum og sagði að hún væri til í að prófa allt í það minnsta einu sinni – „ekkert er útilokað“. Sú fullyrðing hennar malaði henni gull, en draum­ urinn um frægð lifði enn góðu lífi og í „litlu svörtu bókinni“ var að finna fjölda nafna – sumir voru frægir og aðrir bara ríkir – Robert DeNiro, Sug­ ar Ray Leonard og Jimmy Swaggart voru á meðal þeirra sem skráðir voru í bókina. Bonny Lee fór ekki varhluta af réttarkerfinu og á meðal þess sem hún fékk dóm fyrir var að fylla út innistæðulausar ávísanir. Hún var handtekin í Arkansas fyrir að vera með yfir 30 fölsuð skilríki í fórum sínum og þegar hún var frjáls ferða sinna á ný sýndist henni vænlegast að yfirgefa suðrið og taka stefnuna á borg glaums og glyss – Hollywood – og krækja sér í einhverja stjörnu; til dæmis Christian Brando. Rangfeðrun Christian og Bonny urðu aldrei meira en kærustupar og um svipað leyti lágu leiðir Bonny og leikarans Roberts Blake saman. Tvennum sög­ um fer af upphafi þeirra kynna. Systir Bonny sagði að augu þeirra hefðu mæst þvert yfir djassklúbb og eftir það hefði ekki verið aftur snúið. Lögfræðingur Blake sagði hins vegar að Blake hefði ekki einu sinni vitað hvað hún hét þegar þau höfðu samfarir í aftursæti jeppa. Skömmu síðar tilkynnti Bonny Blake að hún væri barnshafandi. Hún eignaðist dóttur sem var skírð Christian Shannon Brando og var Christian Brando skráður faðir hennar. Síðar kom í ljós að það var Blake en ekki Christian Brando sem var faðirinn og var stúlkan endur­ skírð Rose Lenore Sophia Blake. Bonny og Blake giftust í nóvem­ ber 2000 en svo virðist sem litlir kær­ leikar hafi verið með þeim hjónum því Bonny flutti inn í gestahús á land­ areign Roberts. Um hálfu ári síðar, 4. maí 2001, dró til tíðinda. Þá bauð Blake Bonny á Vitello's­veitingastaðinn í Studio City. Skömmu síðar þegar þau voru að yfirgefa staðinn var Bonny myrt með skoti í höfuðið. Robert Blake fullyrti að hann hefði verið inni á veitingastaðnum; hann hefði þurft að fara aftur inn til að ná í skamm­ byssu sem hann hafði gleymt þar. Sýknaður Eftir eins árs rannsókn var Robert Blake handtekinn og ákærður fyr­ ir morðið á Bonny Lee. Margt löngu síðar, í mars 2005, komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Robert Blake væri saklaus af því að hafa myrt eig­ inkonu sína og einnig saklaus af því að hafa ráðið annan til að myrða hana. Svæðissaksóknari Los Angeles, Steve Cooley, sagði þegar úrskurður­ inn lá fyrir að Robert Blake væri „fyr­ irlitleg mannvera“ og að kviðdómar­ arnir væru „ótrúlega heimskir“. Fjögur barna Bonny voru ekki sátt við niðurstöðuna og höfðuðu einka­ mál á hendur Blake og 18. nóvem­ ber 2005 var úrskurðað að Blake bæri ábyrgð á dauða Bonny og var dæmd­ ur til að greiða börnunum 30 millj­ ónir Bandaríkjadala. Í apríl 2008 staðfesti áfrýjunar­ dómstóll úrskurðinn en lækkaði skaðabæturnar um helming. Sakamál n Bonny vildi verða fræg og rík n Var skotin til bana við veitingastað Bonny og Blake „... Robert Blake væri „fyrirlitleg mannvera“ og að kviðdómararnir væru „ótrúlega heimskir“ Bonny Lee Blake Var ekki barnanna best og dróst að ríkum og frægum mönnum eins og mý að mykjuskán. Robert Blake Leikarinn fær sér sígarettu meðan hann bíður eftir dómsúr- skurði árið 2005.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.