Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 fyrir lífiðfjárfesting gluggar og hurðir Faris ehf. Gylfaflöt 16-18 112 Reykjavík s: 5710910 www.faris.is 10 ára ábyrgð Skoðaðu lausnir fyrir ný og eldri hús á faris.is „Siðferðilega rangt“ S trangt til tekið er ekkert í lög- um og reglum sem bannar þetta, en siðferðilega tel ég þetta vera rangt,“ segir Sig- urður Helgason, sérfræðingur hjá Umferðarstofu, um þær áætlan- ir að leyfa þeim sem bjóða í almenn- ingssamgöngur á milli höfuðborgar- svæðisins og Akraness annars vegar og Suðurlands hins vegar, að gera ráð fyrir að farþegar geti þurft að standa í vögnunum. Í skýrslu sænsku vega- gerðarinnar, sem Strætó bs. hef- ur vitnað til, kemur fram sú skoðun skýrsluhöfunda að hópferðabílar sem flytji standandi farþega aki ekki hraðar en 70 km/klst. Flest bendir til þess að málið verði samþykkt í bæjarstjórn Akraness en næsti fundur verður haldinn 28. febrúar. Afgreiðslu málsins var á síð- asta fundi frestað. „Hræðilegt óöryggi“ DV ræddi við Ingu Sigurðardótt- ur, íbúa á Akranesi og viðskiptavin Strætó, á dögunum þar sem hún gagn- rýndi harðlega þessar fyrirætlanir. Á fjölmennum, opnum kynningarfundi sem haldinn var á Akranesi kom fram hörð gagnrýni á þessar hugmyndir en fundargestum gramdist að fá ekki að bera upp ályktun um málið. Inga benti á í samtali við DV að veður væru oft válynd á Kjalarnesi og að leiðin væri hættuleg. „Þetta er hræðilegt óöryggi. Það er stundum hálka og rok þarna á milli,“ segir Inga sem segir að því hafi verið borið við að ef farþegar séu fleiri en sæti leyfa þá verði að sækja annan vagn og því geti fylgt mikill kostnaður. Tveir áratugir aftur í tímann Sigurður Helgason bendir eins og Inga á að á þessum leiðum, frá Reykjavík til Akraness annars vegar og til Sel- foss hins vegar, sé allra veðra von og á leiðunum séu staðir sem geti talist til „mestu vindhviðustaða á öllu land- inu, það er undir Kjalarnesi og Ing- ólfsfjalli. Þar gæti eitthvað slæmt gerst á stórum bílum sem taka á sig mik- inn vind.“ Hann segir leiðigjarnt að þurfa að standa í deilum um hluti sem hljóti að teljast vera sjálfsagðir í þágu öryggis almennings. Það er afleitt að færast tvo áratugi aftur í tímann varð- andi áherslur í umferðaröryggi,“ segir hann. Engin alvarleg slys hafa orðið Strætó bs. sendi frá sér yfirlýsingu 14. febrúar síðastliðinn þar sem fram kemur að undanfarin ár hafi vegna ófyrirséðra toppa í farþegafjölda í einstökum ferðum þurft að skilja farþega eftir. Því hafi verið skoð- að hvernig mæta mætti því án þess að það „kollvarpaði fjárhagslegum grundvelli verkefnisins.“ Því hafi ver- ið litið til þess möguleika að farþeg- ar gætu staðið í vögnunum, en slíkt hafi tíðkast úti um allan heim í ára- tugi, meðal annars á Norðurlönd- unum og í Bandaríkjunum. Vísað er í tíu ára gamla sænska rannsókn þar sem fram kemur að meiri líkur séu á að farþegi slasist spenntur í einkabíl en í strætó, og gildi það hvort heldur sem er í þéttbýli eða dreifbýli, stand- andi eða sitjandi. Enn fremur hafi engin alvarleg slys orðið á Íslandi í rúm áttatíu ár, jafnvel þó tíðkast hafi að farþegar standi í strætó innanbæj- ar allan þann tíma. Rætt um að lækka hámarkshraða Sú gagnrýni sem beinst hefur að fyrirætlunum um að farþegar geti staðið í strætó á milli áðurefndra staða hefur ekki síst beinst að því að á þjóðvegum sé hámarkshraði hærri en í þéttbýli. Í sömu skýrslu og Strætó bs. vitnar í kemur fram að það sé skoðun sænsku vegagerðar- innar að hópferðabílar, þar sem far- þegar standi, skulu ekki aka hraðar en 70 km/klst. „Umferðaröryggi far- þega myndi þá aukast,“ segir í skýrsl- unni en tekið er fram að þessu geti fylgt meiri kostnaður þar sem ferðir yrðu tíðari og vagnarnir yrðu lengur á leiðinni. Í yfirlýsingu Strætó segir að allir að- ilar er standa að þessari þjónustu hafi öryggi farþega í fyrirrúmi og hafi ekki í hyggju að gera út á að aka með stand- andi farþega. Sigurður hjá Umferðarstofu er einnig talsmaður umferðaröryggis. „Það er að mínu mati betra að grípa í taumana áður en slys eiga sér stað, því það gæti svo sannarlega orðið og því skiptir miklu að gera eitthvað áður.“ Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Ósætti við standandi strætófarþega á þjóðvegum n Mikil afturför„Það er afleitt að færast tvo áratugi aftur í tímann varðandi áherslur í umferðaröryggi Meiri hraði Á þjóðvegum er hámarkshraði hærri en í þéttbýli en rætt er um það í Svíþjóð að skikka hópferðabíla til að aka ekki hraðar en á 70 km/klst. Öryggið verði í fyrirrúmi Vill grípa í taumana áður en slysin gerast. Skutu gegnum bílrúðuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.