Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað S íðan Gunnar Þ. Andersen tók við stöðu forstjóra Fjár- málaeftirlitsins hefur hann séð óvinalið magnast upp á móti sér. „Ég hef lengi átt óvini. En aldrei fleiri en nú,“ segir Gunnar þar sem hann býður blaðamanni til sætis í stofu heimilis síns. „Ég kæri mig nú reyndar lítt um þá en mér þætti vænt um að eiga fleiri vini þó svo ég eigi marga góða að,“ segir hann og brosir. Á vegg er svarthvít mynd af Gunnari ungum í norska hernum. Í hillu á stofunni vekja kúrekahatt- ar athygli blaðamanns þar sem þeir liggja milli ljósmynda og annarra fínni muna. Hattana á Gunnar. „Ertu kúreki?“ spyr blaðamaður í gamansömum tón. „Já. Ætli það ekki. Ég er hesta- maður og fer stundum í langar hestaferðir. Reyndar stundum með kúrekahattinn á höfðinu þegar ég fer í langar hestaferðir í Bandaríkj- unum.“ Gögnum lekið til að koma höggi á Gunnar Rannsóknir á hæfi Gunnars til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftir- litsins hafa verið ítarlegar og staðið yfir í langan tíma. Andri Árnason hæstaréttarlögmaður var í tvígang fenginn til þess að meta hæfi hans eftir að upplýsingar komu fram, meðal annars í Kastljósi RÚV, þess efnis að hann hefði komið að starf- semi aflandsfélaga Landsbankans á þeim tíma er hann starfaði þar, sem var á árunum 1991 til 2002. En hve- nær fann Gunnar fyrst fyrir því að veist væri að honum í stól forstjóra? „Þetta mál kom fyrst upp á vor- mánuðum 2010 þegar rannsókn- arskýrsla Alþingis kom út. Þá var glærukynning nefnd og tölvupóstur sem var Cc á mig og tengdist um- ræddum aflandsfélögum Lands- bankans á Guernsey. Þetta var eldgamalt mál sem einhver hafði fundið og sett þarna í þeim tilgangi að sverta mig á einhvern hátt,“ segir Gunnar. Veit hann hver hafði þessi gögn til? „Skilanefndin hafði aðgang að þessu og ýmsir starfsmenn í nýja Landsbankanum og fyrrverandi í þeim gamla. Það hefur einhver verið að leita að þessu og fundið til þess aðkoma höggi á mig. Það er augljóst.“ Undir beltisstað Gunnar segir að í framhaldinu hafi fleiri gögn verið tínd til. „Um mitt sumar 2010 var fenginn til lögmað- ur af stjórn FME, Andri Árnason. Honum var gert að meta hæfi mitt og hann samdi skýrslu sem hann skilaði um haustið. Í skýrslunni kemur fram að tvö aflandsfélög Landsbankans eru ekki tilgreind í bréfi sem ég undirritaði árið 2001. Andri hafði metið þetta tilvik og fundið það léttvægt.“ Gunnar segir að eftir að skýrsla Andra var birt hafi hann fengið frið til starfa í nokkurn tíma. Nýr stjórn- arformaður FME, Aðalsteinn Leifs- son, tók við í maímánuði 2011 þeg- ar Lilja Ólafsdóttir ákvað að hætta störfum. Hann segist ekki hafa fundið fyrir samstarfsörðugleikum eða árekstrum við formanninn. Hann hafi að vísu fundið fyrir því að Pressan kynti enn undir málið að áeggjan Ólafs Arnarsonar. En svo kom högg sem Gunnar segir hafa verið undir beltisstað. Sigurður G. Guðjónsson kom fram í Kastljósi og bar hann þungum sökum. Á sama tíma var stutt í útgáfu fyrstu ákæru- skjala í kjölfar bankahrunsins þar sem Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur réttarstöðu grunaðs manns. Illa unnið Kastljósviðtal „Ég er sannfærður um að Kastljós- viðtalið hafi verið afar illa undirbú- ið og því jafnvel leikstýrt. Ég hef verið sakaður um atvinnuróg í því sambandi en ég fer ekkert ofan af því að þetta var ekki fagmannlega gert. Hvers vegna segi ég það? Það gátu allir séð sem vildu að Sigmar var ekki búinn að lesa skýrsluna. Hann fór með rangt mál og var ólesinn. Það eitt og sér vekur ýms- ar grunsemdir. Að hann hafi ekki sett sig inn í málin sem hann var að fjalla um. Hann leit út fyrir að vera að lesa upp úr handriti. Síðan kom lögfræðingur útrásarvíkinga Sigurður G. Guðjónsson og fyrrver- andi stjórnarmaður í Glitni við fall bankans. Ég var sleginn yfir því að Ríkis- sjónvarpið skyldi hafa staðið svona að þessu. Það er engin leið að lýsa líðan minni eða fjölskyldunnar þegar horft var á þennan þátt. Sér- staklega í ljósi þess að ekkert nýtt var að finna í umræddri umfjöllun. Hæfi mitt hafði þegar verið skoð- að ofan í kjölinn og voru engar at- hugasemdir gerðar við það. Mér var boðið að mæta í þennan þátt nokkrum klukkustundum fyrr. Ég komst ekki og spurði Sigmar hvort þetta væri ekki objektíf umfjöllun og hann sagði svo vera. Það reynd- ist ekki rétt. Í þessum þætti var til- gangurinn aðeins einn. Hann var að eyðileggja trúverðugleika minn vegna starfa minna fyrir gamla Landsbanka Íslands, fyrir einka- væðingu, í tveimur nafngreindum aflandsfélögum. Sigmar hefði átt að vita af því að lesa staðreyndir að ekkert refsi næmt lá fyrir. Ég var stjórnarmaður í þessum félögum árið 2001. Það er rétt og ég hef ekk- ert að fela. Þegar Landsbankinn fékk bréf frá Fjármálaeftirlitinu um starfsemi bankans fór af stað umræða um hvaða fyrirtæki áttu að fara á lista, dótturfélaga og hlutdeildarfélaga. Spurt var innan bankans: Hvað með þessi tvö félög? Eitt sem var stofnað til að hýsa hlutabréf bankans til að mæta kauprétti starfsmanna. Það var talað við endurskoðendur PwC, ég er með tölvupóst frá þeim sem staðfestir frásögn mína. Þeir töldu að það væri ekki hægt að gera það vegna þess að fyrirtækin voru ekki tengd skipulagi Landsbankans eins og reglur voru á þeim tíma. Yfirlög- fræðingur bankans taldi að það ætti ekki að gera þetta heldur. Banka- stjórinn, Halldór J. Kristjánsson, var sömuleiðis þeirrar skoðunar. Á svipuðum tíma var haldinn fundur í Kauphöllinni. Ég var ekki á honum heldur annar starfsmaður Landsbankans. Tveir frá Kauphöll- inni og einn lögfræðingur frá FME. Þessi fundur tengdist útboðslýs- ingu því það var verið að selja hlut í bankanum. Þá kom þetta upp aft- ur, hvort það ætti að telja þessi fé- lög með, og þá var svarið nei. Það var niðurstaðan. Allir töldu að það ætti ekki að gera ráð fyrir þess- um félögum. Ellefu árum síðar eru einhverjir komnir með aðra skoð- un. Upp kemur þessi staða sem óprúttnir aðilar vilja nýta sér. Sannleikurinn er sá að ekk- ert refsinæmt liggur fyrir, hvorki af hálfu félaganna né vegna stjórn- arsetu minnar í þeim. Enginn fær neinu um það breytt. Aflandsfélög sem slík eru og hafa til þessa ver- ið fyllilega lögleg og eru þau mjög mikið notuð af virtum fjármála- stofnunum um allan heim. Það veltur svo á starfsemi og starfshátt- um félaganna hvort eitthvað sak- næmt á sér stað.“ Enginn úr stjórn FME hafði samband eftir Kastljósþátt Gunnar tekur sér smástund til umhugsunar. Hann segist orðinn þreyttur á óheilindum hvað þetta mál varðar. Aðförin særi hann sér- staklega vegna þess að hann er stoltur af siðprýði sínu. „Allir sem Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist ekki láta kúga sig, tæla sig með gylliboðum eða láta vald- níðslu og baktjaldamakk útrásarvíkinga bola sér úr starfi. Hann sættir sig ekki við rangindin sem hann segist hafa orðið fyrir. Hann kallar á góða menn að standa í lappirnar og láta í sér heyra. „Það sem tryggir sigur hins vonda er að hinir góðu menn þegi,“ segir Gunnar. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Högg undir beltisstað „Betra hefði verið að fá heimspek- ing, siðfræðing, prest eða miðil eða sígaunakonu eða eitthvað slíkt. Þreyttur á óheilindum „Allir sem þekkja mig vita að ég er ekki liðtækur í neitt svindl.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.