Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 38
38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað D avíð fæddist í Reykja- vík en ólst upp á Djúpavogi, í Bol- ungarvík, í Noregi og víðar. Hann var í grunnskólum á Djúpavogi, í Bolungarvík, í Træna í Norð- ur-Noregi, í Hafralækjarskóla og í Borgarhólsskóla á Húsa- vík. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólann í Ármúla og stundar nú nám í tölvunar- fræði við Háskólann í Reykjavík. Davíð starfaði hjá Rúm- fatalagernum á Akureyri og í Holtagörðum í Reykjavík á unglingsárunum. Hann hóf störf hjá Securitas 2003 og hef- ur starfað þar síðan, auk þess sem hann stundar námið í tölvunarfræði. Davíð æfði og keppti í knatt- spyrnu í yngri flokkum með ýmsum knattspyrnufélögum. Hann hefur æft og keppt í skák frá því á unglingsárum, varð skákmeistari Borgarhólsskóla, og skákmeistari Grunnskól- ans í Bolungarvík og keppti með Taflfélagi Siglufjarðar á Ís- landsmóti 2010 og 2011. Fjölskylda Kona Davíðs er Guðný Gréta Guðnadóttir, f. 15.8. 1981, við- skiptafræðingur hjá KPMG. Synir Davíðs og Guðnýjar Grétu eru Aron Snær Davíðs- son, f. 3.4. 2007; Emil Breki Davíðsson, f. 8.12. 2009. Systkini Davíðs eru Salóme Sigurðardóttir, f. 17.12. 1979, verslunarmaður hjá Kristjáns- bakaríi á Akureyri; Ísak Sig- urðsson, f. 8.3. 1985, konditor hjá Kristjánsbakaríi á Akureyri; Helena Hrund Vignisdóttir, f. 12.5. 1999, grunnskólanemi á Akureyri; Mikael Sigurðsson, f. 11.1. 2004; Margrét Sigurðar- dóttir, f. 2.2. 2006. Foreldrar Davíðs eru Sig- urður Ægisson, f. 21.9. 1958, sóknarprestur á Siglufirði, og Sigurbjörg Ingvadóttir, f. 4.3. 1961, starfsmaður við Dvalar- heimilið Hlíð á Akureyri. Eiginmaður Sigurbjargar er Vignir Þorgeirsson, f. 5.6. 1965, pípulagningameistari á Akur- eyri. Kona Sigurðar er Arnheiður Jónsdóttir, f. 30.7. 1975, grunn- skólakennari á Siglufirði. G ísli Marteinn fædd- ist í Reykjavík og ólst þar upp í Hóla- hverfinu í Breiðholti. Hann lauk stúdents- prófum frá Verslunarskóla Ís- lands 1992, dvaldi við háskól- ann í Tübingen í Þýskalandi í tengslum við ERASMUS stúd- entaskiptaverkefnið veturinn 1996–97, lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 2008 og MSc-prófi í Borgar- fræðum (MSc in The City) frá Edinborgarháskóla 2009. Gísli Marteinn var blaða- maður, m.a. við ættfræðisíðu DV 1995—96, var starfsmað- ur flugfélagsins Atlanta 1996, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu 1997–99, umsjónarmaður Kast- ljóss 1999–2002, umsjónar- maður sjónvarpsskemmtiþátt- arins Laugardagskvölds með Gísla Marteini 2002–2005, var varaborgarfulltrúi 2002–2006, er borgarfulltrúi frá 2006 og hefur setið í borgarráði 2006– 2008 og frá 2009. Gísli Marteinn sat í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1993–94, var formað- ur Vöku 1994–95, sat í Stúd- entaráði fyrir Vöku 1994–96 og sat í stjórn Stúdentaráðs 1995– 96. Gísli Marteinn hefur verið formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins 2006– 2008 og frá 2009. Hann sat í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar 2002–2006, í samgöngunefnd 2002–2006, skipulagsráði 2006–2008, um- hverfis- og samgönguráði og var formaður þess 2006–2008 og frá 2009, í stjórn Strætó 2007–2008, í stjórn Sorpu bs. 2007–2008, í stjórn Faxaflóa- hafna 2007–2008, hefur verið formaður stjórnkerfisnefndar 2006–2008 og frá 2009 og var formaður stjórnar útivistar- svæða Orkuveitu Reykjavíkur 2009–2010. Gísli Marteinn var ritstjóri 40 ára afmælisdagskrár Sjón- varpsins 2005–2006. Hann er höfundur að Bók aldarinnar, ásamt Ólafi Teiti Guðnasyni, útg. af Nýja bókafélagið 1999. Þá er hann einn ritstjóra Tiles of Two Cities í Zonzo – explor- ing the urban fabric útg. af The University of Edinburgh 2009. Fjölskylda Eiginkona Gísla Marteins er Vala Ágústa Káradóttir, f. 27.12. 1972, íslenskufræðingur og kennari. Dætur Gísla Marteins og Völu Ágústu eru Elísabet Unn- ur Gísladóttir, f. 31.12. 1997; Vigdís Freyja Gísladóttir, f. 29.4. 2001. Systir Gísla er Stefanía, f. 22.11. 1969, kennari við Voga- skóla, búsett í Reykjavík og á hún tvö börn, Gústav Kára Ósk- arsson og Ingunni Írísi Óskars- dóttur. Gísli er sonur Baldurs Gísla- sonar, f. 20.8. 1947, skólameist- ara Tækniskólans – Skóla at- vinnulífsins, og Elísabetar Jónu Sveinbjörnsdóttur, f. 20.12. 1946, leikskólakennara og lengi forstöðumanns á leikskólanum Hólaborg. Ætt Baldur er sonur Gísla Páls, rafvirkja, vélsmiðs, athafna- manns og rafveitustjóra á Höfn í Hornafirði Björnssonar, b. á Meðalfelli í Nesjum Pálssonar. Móðir Baldurs var Ingunn Þyrí, systir Steins, skólastjóra á Seyðisfirði, föður Heimis, þjóðgarðsvarðar og útvarps- stjóra, föður séra Þórhalls í Hafnarfirði. Steinn var auk þess faðir rithöfundanna Iðunnar og Kristínar. Ingunn Þyrí var dóttir Stefáns, b. og trésmiðs á Kálfafelli í Suðursveit Jónsson- ar, bróður Guðna verslunar- manns, föður Svavars listmál- ara. Móðir Stefáns á Kálfafelli var Steinunn. Móðir Stein- unnar var Auðbjörg á Brunn- um, langamma meistara Þór- bergs og bræðra hans frá Hala, Benedikts og Steindórs Þórð- arsona. Auðbjörg var auk þess móðuramma Benedikts, föð- ur séra Gunnars rithöfundar. Þá var Auðbjörg föðuramma Guðnýjar, móðurömmu Einars Braga, rithöfundar og skálds. Móðir Ingunnar Þyríar var Kristín, dóttir Eyjólfs, hrepp- stjóra og hómópata á Reyni- völlum, bróður Runólfs, lang- afa Haralds Sveinssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra Árvakurs. Runólfur var auk þess langafi Baldurs Johnsen læknis, sem var forstöðumaður Heilbrigðis- eftirlits ríkisins, afa Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, sjónvarps- konu með Heilsuþáttinn á ÍNN og Baldurs Vilhjálmssonar hjá LSR. Eyjólfur var sonur Run- ólfs, hreppstjóra á Maríubakka á Síðu Sverrissonar b. í Segl- búðum Eiríkssonar, b. á Geira- landi Bjarnasonar, b. þar Eiríks- sonar. Meðal systkina Elísabetar Jónu má nefna Friðjón sem var sparisjóðsstjóri í Borgarnesi og Jóhannes sem var forstöðu- maður Söfnunarsjóðs lífeyris- réttinda en hálfbróðir þeirra var Kristján, faðir Brodda, af- reksmanns og margfalds Ís- landsmeistara í badminton. Elísabet Jóna er dóttir Sveins- björns, oddvita og kennara á Snorrastöðum í Kolbeins- staðahreppi, bróður Kristjáns skálds. Sveinbjörn var sonur Jóns, b. í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi og á Snorrastöð- um Guðmundssonar, b. á Súlu- nesi í Leirársveit Sveinssonar. Móðir Sveinbjörns var Sólveig Magnúsdóttir, b. í Mýrdal Guð- brandssonar. Móðir Elísabetar Jónu var Margrét Jóhanna Sigríður Jó- hannesdóttir, b. á Skjálg Jóna- tanssonar, og Kristínar Benja- mínsdóttur skáldkonu. Þ orsteinn fæddist í Keflavík en ólst upp í Gerðahreppi frá tveggja ára aldri. Hann lauk landsprófi við Héraðsskólann á Laugar- vatni 1958, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskól- ann 1959, við Akademiet for Fri og Merkantil Kunst í Kaup- mannahöfn 1965, sótti nám- skeið í bókasafnsfræði við Há- skóla Íslands 1972 og 1974 og stundaði nám við Kennarahá- skóla Íslands 1981 og 1982. Þorsteinn var söngvari með KK-sextettinum 1960, með Beatniks í Keflavik 1961– 62, Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík, og The Lennons og The Playboys í Kaupmannahöfn 1964. Hann var teiknikennari með hléum við grunnskóla á árunum 1965–99, við Breiðagerðis- skóla, Laugalækjarskóla, Barnaskólann í Keflavík, Skóla Ásu Jónsdóttur í Reykjavík, Valhúsaskóla, Hofsstaðaskóla, Vesturbæjarskóla og Grunn- skóla Grindavíkur og var upp- eldisfulltrúi á Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi 1979–81 og var myndmenntakennari við Námsflokka Reykjavikur frá 1993–2006 er þeir voru lagðir niður og síðan hjá Námsflokk- um Hafnarfjarðar um skeið og hjá Mími Símenntun. Þorsteinn er landsþekkt- ur dægurlagatextahöfund- ur en hann á um átta hundr- uð texta á plötum og diskum hinna ýmsu flytjenda, fleiri dægurlagatexta en nokkur annar Íslendingur, þar á með- al texta við mikinn fjölda vin- sælustu dægurlaga í gegnum tíðina, s.s. Gvendur á Eyrinni með Dátum; Það blanda allir landa upp til stranda; með Ðe lónlí blúbojs; Er ég kem heim í Búðardal, Ðe lónlí blúbojs; Harðsnúna Hanna, með Ðe lónlí blúbojs, og Söngur um lífið með Páli Óskari. Þorsteinn var fréttarit- ari Alþýðublaðsins í Kaup- mannahöfn 1964 og 1965, gaf út tímaritið Samúel 1969, var fréttaritari Morgunblaðsins í Vestur-Berlín 1970, blaða- maður við tímarit SAM-út- gáfunnar, Tímann, Vikuna og Hús og híbýli og ritstjóri Vef- arans og Sumarbústaðablaðs- ins, var auglýsingateiknari hjá Hugmynd og framkvæmd 1977, stundaði dagskrárgerð fyrir RÚV á árunum 1982–86, fyrir Stöð 2 1987, og fyrir Að- alstöðina um skeið, var leik- ari með Leikfélagi Keflavíkur 1966–72, kom fram á rokk- hátíðum á Broadway 1983 og 1984, samdi, leikstýrði, kynnti og söng á sýningunni Rokk- skór og bítlahár í Sjallanum og á Hótel Íslandi, samdi og vann myndband sýningar- innar Saga Bítlanna á Hótel Ís- landi 1989, vann að sýningu með Jóni Sigurðssyni banka- manni og Hauki Morthens, 1989, leikstýrði fyrir Leikfélag Tálknafjarðar 1990 og samdi söngleikinn Besta sjoppan í bænum sem var sýnd í Kefla- vík 1998. Hann samdi auk þess og leikstýrði söngleiknum Bláu augun þín (saga Hljóma) sem sýndur var í Stapanum af því tilefni að Hljómar komu þá saman aftur, árið 2004. Þorsteinn hefur mynd- skreytt bækur fyrir Vöku- Helgafell og fleiri útgáfufélög, hefur haldið málverkasýn- ingar hér á landi og erlendis og setti upp sýningu í Ankara í Tyrklandi á verkum tíu ís- lenskra skopteiknara 2001. Út hafa komið í Bretlandi eftir Þorstein skáldsagan The Pa- per King’s Subjects, útg. 1991, og smásagnasafnið Late Night Rhapsodies, útg. 1992. Þá kom út eftir Þorstein bókin Stutt og laggott, útg. af Skruddu 2007, tilvitnanir í ýmsa heimsþekkta húmorista með teikningum eftir Þorstein. Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Jó- hanna Fjóla Ólafsdóttir, f. 9.7. 1941, fyrrv. lektor. Hún er dóttir Ólafs Jakobssonar, skósmiðs á Ísafirði, og Önnu Bjarnadóttur húsmóður sem bæði eru látin. Dætur Þorsteins og Þóru Hreinsdóttur, f. 29.6. 1954, eru Anna Valgerður, f. 29.8. 1977, sölumaður og nemi, búsett í Reykjavík og er son- ur hennar Emil Örvarsson, f. 25.4. 2008; Soffía, f. 4.8. 1980, deildarstjóri hjá tryggingar- fyrirtæki í Salisbury á Eng- landi og eru dætur hennar Ísabella María, f. 3.3. 2004, og Emilía Sara, f. 8.12. 2005. Börn Jóhönnu Fjólu eru Hrönn Hrafnsdóttir, f. 17.11. 1967, viðskiptafræðingur, búsett í Kópavogi en maður hennar er Hjalti Sigurðarson og eru dætur þeirra Hera og Hekla; Ólafur Hrafnsson, f. 14.10. 1969, kerfisfræðingur, búsettur í Kaupmannahöfn en kona hans er Guðrún Björk Guðmundsdóttir og eru börn þeirra Laufey Kar- itas, Arnar Elí og Logi Hrafn; Anna Hera Björnsdóttir, f. 11.1. 1980, nemi í pólsku í Poznan í Póllandi en maður hennar er Pavel Bartoszek og er sonur þeirra Ágúst. Systkini Þorsteins: Guð- finna Jóna, f. 21.9. 1944, fyrrv. skrifstofumaður hjá Hjartavernd, búsett í Reykja- vík; Jón Þorkels, f. 29.9. 1945, fyrrv. netagerðarmeistari í Keflavík; Guðrún, f. 27.4. 1961, viðskiptafræðingur og deildarstjóri við Hagstof- una, búsett í Kópavogi. Foreldrar Þorsteins: Egg- ert Jónsson, f. 29.5.1921, d. 8.9. 2005, pípulagninga- maður í Keflavík, og Guðrún Jónsdóttir, f. 24.7. 1924, hús- móðir, búsett í Keflavík. Ætt Eggert er sonur Jóns, út- vegsb. í Kothúsum í Garði Þorkelssonar og Guðrún- ar, systur Eggerts aflakóngs, Þorsteins skipstjóra, föð- ur Eggerts, forstjóra og ráð- herra, og systur Gísla, föð- ur Eggerts fiskimálastjóra. Guðrún var einnig systir Guðmundu, ömmu Gunn- ars Arnar Gunnarssonar listmálara. Guðrún var dótt- ir Eggerts, b. í Kothúsum í Garði Gíslasonar, b. í Stein- skoti á Eyrarbakka Gísla- sonar. Móðir Eggerts var Gróa Eggertsdóttir, b. í Haga í Holt- um Eggertssonar og Þor- bjargar Brandsdóttur, skipa- smiðs og skálds í Kirkjuvogi í Höfnum Guðmundssonar, b. í Kirkjuvogi Brandssonar, b. á Felli í Mýrdal Bjarnason- ar, ættföður Víkingslækjar- ættar Halldórssonar. Guð- rún, móðir Þorsteins, er dóttir Jóns, útgerðarmanns í Garðs- horni í Keflavík Eyjólfssonar, í Vestra-Garðshornshúsi Þór- arinssonar. Móðir Eyjólfs var Guðrún Þórðardóttir frá Hjáleigu söndum. Móðir Jóns útgerðarmanns var Guðrún Egilsdóttir, b. í Bakkakoti á Álftanesi Símonarsonar og Halldóru Hannesdóttur, syst- ur Hafliða, hreppstjóra í Gufu- nesi, langafa Hafsteins Haf- steinssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar. Móðir Guðrúnar Jónsdótt- ur var Guðfinna Benedikts- dóttir frá Breiðabóli á Sval- barðsströnd, systir Elínrósar, ömmu Þórarins Eyfjörð leik- ara. Þorsteinn Eggertsson Rithöfundur, söngvaskáld, myndlistarmaður og kennari Davíð Sigurðsson Nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík Gísli Marteinn Baldursson Borgarfulltrúi 70 ára á laugardag 30 ára á laugardag 40 ára á sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.