Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 31
Dómstóll götunnar Já, það er rétt Ég er litblindurKrakkarnir í kring hlógu bara að þessu Ragnheiður Ragnarsdóttir um trúlofun sína. – DVLars Lagerbäck, landsliðþjálfari Íslands í fótbolta, er blindur á liti. – MannlífLeikarinn Atli Þór Albertsson stöðvaði unglingaslagsmál í Kringlunni. – DV.is Með lögum skal land byggja og ólögum eyða „Nei, en ég sprengdi mig á sushi.“ Einar Geirsson 40 ára matreiðslumaður og fram- kvæmdastjóri Rubb 23 „Nei, en ég fékk rósir frá frúnni.“ Jörgen Guðnason 42 ára parketslípari „Já, ég fékk mér saltkjöt og baunir eins og ég geri yfirleitt.“ Arnar Sæmundsson 41 árs smiður „Nei, ég fékk mér það ekki í ár.“ Kristján Þórir Kristjánsson 35 ára veitingamaður á Rubb 23 „Já, ég geri það alltaf.“ Kristinn Eyvar Hjálmarsson 19 ára nemi Borðaðir þú saltkjöt og baunir? Sál til sölu Í nokkra áratugi hef ég haft þann ynd- islega starfa að gleðja fólk með fögr- um ljóðum. Ég er ekki að halda því fram að þar sé fegurðin meiri en hjá öðrum skáldum. Ég hef bara fundið fyrir því að hópurinn sem ég hef náð að gleðja er mörgum sinnum stærri en ég gat látið mig dreyma um. Vegna þess að ég hef alltaf reynt að vera góðhjartaður og vegna þess að ég hef alltaf haft trú á sanngirni manna, var ég einn af þeim sem hrunið okk- ar fór afar illa með. Nokkur handrit ágætra verka, sem ég eyddi margra missera vinnu í, bíða enn útgáfu. Lán mín fóru úr öllu samhengi við þann veruleika sem mér var boðið að trúa á og ég fékk ekki greidda eina einustu krónu af öllum þeim samningum sem ég var búinn að gera við ýmsa aðila í hinu svokallaða góðæri. Núna er staðan sú, að ég fæ þá kröfu frá bankanum að ég verði að setja sólgula húsið mitt á sölu; að mér séu allar bjargir bannaðar. Ég er að læra heimspeki og vinn sem skáld. Ég er að skila af mér ýms- um verkum sem ég á von um að gefi mér klink í framtíðinni. Ég hef alltaf verið nægjusamur og hef alltaf reynt eftir fremsta megni að vera sanngjarn og heiðarlegur. En núna er semsagt komið að því að reka skáldið úr Skerja- firði. Það eina sem ég hef til saka unn- ið – einsog mikill fjöldi fólks sem ég þekki – er að hafa trúað þeim ráðlegg- ingum sem bankinn minn bauð mér að þiggja. Og uppi sit ég með vanskil, vonleysi og bitra reynslu af bjartsýni minni og þeim fögru hugsunum sem mér var sagt að myndu gera mér lífið létt. Mitt hlutskipti í þessu lífi er að yrkja falleg ljóð, að gleðja samferðafólk mitt, vekja hlýjar hugsanir, kærleika og trú á mannlega sanngirni. En nú ætlar upp- skera mín að verða brottvísun úr ríki fegurðarinnar. Mér er refsað grimmi- lega fyrir þá hlýju sem ég gef. Ekki er það ætlun mín að biðja ykk- ur, lesendur góðir, um samúð eða að mér verði sýnd meiri miskunn en öðru fólki í landinu. Ég er fyrst og fremst að vekja athygli á þeim ömurlegu að- stæðum sem okkur – þessu góðhjart- aða fólki – er ætlað að sætta okkur við. Auðvitað hef ég notið þeirra for- réttinda að vera fátækur maður í ríki Mammons, um leið og ég hef fengið að vera ríkt skáld á vegum góðra gilda og himneskra hugsjóna. Og núna bíð- ur mín kaldlyndasta refsing sem hugs- ast getur. Ég er einskisnýtur þegn sem verður að rýma hús andanna fyrir fólk sem hefur meira á milli handanna. Og nú langar mig að vita, hvort ekki leynist í samfélaginu einn góðhjart- aður milljónamæringur sem er til í að gefa mér álitlega fúlgu, svo mér megi takast að halda einhverri reisn í þessu ágæta lífi. Hálmstrá mitt er hugsun sú að hjálpin gefi dáldið ef Mammons illska ætlar nú að yfirbuga skáldið. E f vafi leikur á að þingmenn eru að fara inn á svæði sem eru af ein- hverju tagi siðlaus þá ber okkur að gera allt til að sporna við því að slík ólög verði að lögum. Eins og svo oft áður skorti tíma fyrir þingmenn að setja sig almennilega inn í viðamik- il mál þegar ólögin um gengislánin sem við fjölluðum um í þinginu í síð- ustu viku voru borin þangað inn með miklum hraði árið 2010. Við þingmenn Hreyfingarinnar höfðum fengið upp- lýsingar um hvað væri að lögunum og að það mætti ekki samþykkja þau án þess að breyta afturvirkniþættinum í þeim. Ekki var hlustað á okkur og þess vegna gátum við ekki annað en sagt NEI þegar lögin voru borin undir þing- ið þó svo að ýmislegt gagnlegt væri í þeim. Öryggisventillinn sem við þing- menn höfum til að álagsprófa lög sem koma úr ráðuneytunum er að finna í nefndarstarfi Alþingis, þar fáum við munnlegar og skriflegar umsagnir frá sérfræðingum og hagsmunaaðilum. Við lög númer 151/2010 kom fjöldinn allur af umsögnum sem þar sem lög- in voru gagnrýnd harðlega, þar á með- al var mjög ítarleg umsögn frá Sigurði Hr. Sigurðssyni, þeim hinum sama og vann málið fyrir Hæstarétti en hann bendir þingmönnum á eftirfarandi. „Þó svo að yfirlýstur ásetningur með þessu frumvarpi sé af hinu góða óttast undirritaður að verið sé að gera neytendum með gengistryggð lán mik- inn bjarnargreiða með ósanngjörnum ákvæðum þess. Í nafni jafnræðis og sanngirni er verulega verið að þyngja vaxtabyrði af lánum þessum afturvirkt og setja nýja óhagstæða skilmála í stað þeirra sem fyrir eru. Þetta brýtur í bága við neytendavernd EES-réttar sem er í fullu gildi á Íslandi.“ Hefðu nú þingmenn betur hlustað á rök og varnaðarorð Sigurðar og hinna sem höfðu fyrir því að vara okk- ur við frekar en að ana áfram í enn einni blindu afkvæðagreiðslunni án þess að gera sér almennilega grein fyr- ir því hvað það þýðir að sitja hjá, flýja þingsal eða ýta á græna takkann. Ég lít svo á að dagar ríkisstjórnar- innar séu taldir ef hún vindur sér ekki STRAX í það að jafna stöðu almenn- ings – nú er kjörið tækifæri á að læra af mistökunum og sýna að við völd séu boðberar jöfnuðar en ekki ójöfnuð- ar. Þingheimur á að setja afnám verð- tryggingar í algeran forgang og nýta sér þá viðamiklu vinnu sem Hags- munasamtök heimilanna hafa lagt í til að koma með lausnir varðandi þann mikla vanda sem tugir þúsunda heimila standa frammi fyrir út af sér- tækum aðgerðum núverandi valdhafa. Það eru til lausnir sem munu leiða til réttlætis. Þessar lausnir verða betri ef gjörvallur þingheimur leggst saman á árarnar við að vinna að þeim í stað þess að rífast um hver situr hægra eða vinstra megin eða fyrir miðju bátsins. Mikilvægt er að halda því til haga að embættismaðurinn sem skrifaði (ó)lögin 151/2010 vinnur hjá samtök- um fjármálafyrirtækja. Þar kemur enn einn hvatinn til að aftengja samþætt- ingu þingheims og viðskiptaheims. Við í Hreyfingunni höfum barist fyrir aftengingu á milli viðskiptaheims og þingheims við gerð nýrra upplýsinga- laga. Það ætti að vera grundvallarskil- yrði að almenningi og þingheimi sé gerð grein fyrir því hver skrifar hvað í lagabálkum þeim sem löggjafinn fær frá ráðuneytunum til úrvinnslu og þá er það ekki síður mikilvægt að hags- munaaðilar almennings komi með sama hætti að lagasetningu ef það er álit valdhafa að það sé nauðsynlegt að nýta sér sérþekkingu aðila sem vinna í þágu viðskiptaheims við lagasetningu. Ég skora á þingheim sem og al- menning allan að láta ekki afvegaleiða sig með dægurþrasi um hvaða lántak- endur hafa það betra eða verra, lítum á þetta mikilvæga réttlætisskref sem áfangasigur og nýtum það sem tilefni til að taka hitt mikilvæga skrefið: rétt- læti fyrir þá sem hafa verðtryggð lán. Látum ekki sundra okkur enn og aftur heldur sýnum eindrægan vilja til sam- vinnu. Það er alþekkt vopn valdhafa að sundra fólki í stað þess að hvetja það til samstöðu í baráttunni um réttlátt sam- félag. Látum ekki undan þeirri freist- ingu að fyllast öfund eða gremju. Með dómi Hæstaréttar um lög 151/2010 vann talsmaður almennings sigur. Það er sigur okkar allra sem viljum búa í siðuðu samfélagi. „Það eru til lausnir sem munu leiða til réttlætis „Ég er einsk- isnýtur þegn sem verður að rýma hús and- anna fyrir fólk sem hefur meira á milli handanna Umræða 31Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Kjallari Birgitta Jónsdóttir 1 Kynferðisleg bréf Jóns Baldvins til unglingsstúlku birt Stúlkan sem um ræðir tengist honum fjölskylduböndum. 2 Jón Baldvin: „Ég kannast við mikið fjölskylduböl“ Aðspurður hvort hann hafi sent umræddri stúlku bréf, játaði hann því hvorki né neitaði. 3 Ásdís Rán og Garðar skilin: „Örlagaríkur dagur“ Ísdrottning- in og knattspyrnukappinn eru skilin eftir 6 ára hjónaband. 4 „Sonur minn varð reiður og hissa“ Móðir 15 ára drengs sem seldi sig í vændi er ósátt við dóm sem féll á dögunum. 5 Lést í sófabruni Ungmenni í Kanada stunda stórhættulega iðju. 6 Þórunn Antonía: „Ég fíla spandex“ Þórunn dansar djarflega í níðþröngum, hvítum „spandex“-galla í nýju myndbandi sínu. 7 Kynntist kærastanum í erótísku nuddi Sigga Lund á kærasta sem er 13 árum yngri. Mest lesið á DV.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.