Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað „Ekki komið á það stig“ n Óvissa með afplánun Baldurs Guðlaugssonar A ð sögn Karls Axelssonar, lög- fræðings Baldurs Guðlaugs- sonar, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra, hefur Baldur hvorki lagt fram neinar beiðnir varðandi það hvar eða hvenær hann situr af sér dóm vegna innherjasvika, né hef- ur hann fengið neinar upplýsingar frá Fangelsismálayfirvöldum um af- plánun sína. „Málið er einfaldlega ekki komið á það stig,“ segir Karl í samtali við DV. Baldur var dæmdur sekur um brot á innherjaviðskiptum í síðustu viku, en hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 190 milljónir króna þremur vikum áður en Lands- bankinn varð gjaldþrota. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms um það að Baldur sitji af sér tveggja ára óskil- orðsbundinn fangelsisdóm. Á miðvikudag birtist frétt á vef Viðskiptablaðsins þar sem leið Bald- urs í gegnum fangelsismálakerfið var teiknuð upp. Þar kom fram að einstak- lingur sem dæmdur er fyrir sama brot og Baldur var myndi að öllum líkind- um hefja afplánun sína á Skólavörðu- holtinu í Hegningarhúsinu, síðan fara á Litla-Hraun og ljúka afplánun sinni á Kvíabryggju eða Sogni. Lögfræð- ingur Baldurs segir ekkert liggja fyrir í þeim efnum og segir að Baldur hafi ekki farið fram á að hefja afplánun sína sem fyrst. astasigrun@dv.is O ddný Sturludóttir, formað- ur skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, fór í sjö daga ferð til New York-borg- ar á austurströnd Bandaríkj- anna þar sem hún kynnti sér meðal annars Biophilia, verkefni tónlistar- konunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Oddný, sem hefur verið í forsvari fyr- ir umdeildar sameiningar á grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar á undanförnum mánuðum, hætti við að vera viðstödd ráðstefnu kennara í borginni til að geta farið til New York. Kostaði meira en milljón Ferðin kostaði í heild tæplega 1,4 millj- ónir króna og var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun skóla- og frístunda- sviðs. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var ferðin sú fyrsta sem farin er á kjörtímabilinu á vegum ráðsins. Þrír aðrir starfsmenn borgarinn- ar fóru með í ferðina en það voru þau Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, Arnfríður Sól- rún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði og á menning- ar- og ferðamálasviði, og Laufey Ólafs- dóttir, forstöðumaður tónlistar- og list- fræðslu. Laufey var hins vegar aðeins í þrjá daga með hópnum og greiddi sjálf flugfargjaldið. Ferðin ekki rædd Marta Guðjónsdóttir, varaborgar- fulltrúi og fulltrúi í skóla- og frístunda- ráði borgarinnar, staðfestir að ekki hafi verið rætt um ferðina í ráðinu. „Við fréttum þetta bara á skotspónum, full- trúar minnihlutans í ráðinu, og við höfðum ekki hugmynd um þessa ferð. Við uppgötvuðum þetta ekki fyrr en á þriðjudag,“ segir hún aðspurð hvort rætt hafi verið um ferðina meðal kjör- inna fulltrúa. Marta segir það skjóta skökku við að farið sé í ferð til New York á tímum mikils niðurskurðar hjá menntasviði borgarinnar. „Mér finnst þetta ekki eiga að vera í forgangi, að kjörnir fulltrúar og emb- ættismenn fari til New York til að kynna sér tónlistarverkefni Bjarkar Guðmundsdóttur. Björk býr hluta úr ári á Íslandi og það er hægt að hitta hana hérna heima – sem er mun ódýr- ara. Á sama tíma er ekki hægt að end- urnýja tölvubúnað eða prentara í skól- um. Mér finnst þetta gjörsamlega fyrir neðan allar hellur,“ segir Marta. Oddný hafnar gagnrýni Mörtu og bendir á að ferðin sé sú fyrsta sem farin er á vegum ráðsins á kjörtíma- bilinu. „Þetta er lærdómssamfélag og við verðum að halda áfram að fylgjast með hvað er að gerast í heiminum.“ Mætti ekki á skólaráðstefnu Ráðstefnan sem Oddný fórnaði að fara á til að komast til New York er haldin á vegum skóla- og frístundaráðs borgar- innar í samstarfi við Kennarafélag Ís- lands. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að vel á sjöunda hundrað kennara hafi sótt ráðstefnuna. Á henni var leitast við að svara hvernig íslenski grunnskólinn stæði sig í samanburði við önnur lönd og var yfirskrift ráð- stefnunnar Grunnskólinn – Hvaðan kom hann? – Hvert er hann að fara? – Hvað er hann? Oddný segir það hafa verið leið- inlegt að missa af ráðstefnunni en að ekki hafi verið hægt að vera á tveimur stöðum í einu. „Þetta er frábær ráð- stefna og mér finnst mjög leiðinlegt að hafa ekki verið á henni,“ segir Oddný og bætir við: „Auðvitað hefði verið æskilegt að geta verið á tveimur stöð- um á sama tíma en þarna opnaðist ákveðinn gluggi og margt sem kom til. Það eru náttúrulega stífar dagbækur hjá öllum. Þetta var besti tíminn fyrir okkur og besti tíminn fyrir þá sem voru að taka á móti okkur.“ Ákveðið í janúar Í svari við fyrirspurn blaðamanns um málið segir Sigrún Björnsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur, að tilgangur ferðarinnar hafi verið að skoða hvernig skapandi greinar eru samþættar öðrum námsgreinum í leik- og grunnskólastarfi, að kynnast skólastarfi og frístundastarfi þar sem áhersla er lögð á heildstæða upplifun sem byggir á þverfaglegri þekkingar- leit og þroskun á hæfni barna og ung- menna þar sem jafnvægi ríkir milli vitrænna og skynrænna þátta og að skoða stofnanir sem nota sköpun sem rannsóknaraðferð og nýta iPad-spjald- tölvur og aðra rafræna miðla í námi og kennslu. Ferðin var sjö daga löng og flugu ferðalangarnir heim til Íslands á miðvikudag. Einn dagurinn í ferð- inni var tileinkaður Biophilia-verk- efninu sem Reykjavíkurborg stóð að í samstarfi við Háskóla Íslands og Björk. n Borgarfulltrúar fóru til New York n Oddný Sturludóttir og þrír starfsmenn borgarinnar í sjö daga ferð Hvað er Biophilia? n Meðal annars haldið á Íslandi Biophilia er nýjasta verkefni tónlistar- konunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Um er að ræða geislaplötu, snjalltækja- forrit og tónleikaröð. Björk flutti verkið Biophilia á tónleikum í Hörpu í fyrra og voru tónleikarnir hluti af Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem haldin er ár hvert í Reykjavík. Í byrjun janúar síðastliðins tilkynnti Björk að Biophilia-verkefnið yrði fært til New York í Bandaríkjunum og að tólf sýningar yrðu haldnar í borginni, þar af sex í New York Hall of Science og fjórar í Roseland Ballroom. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Mikilvæg tengsl Oddný segir ferðina hafa verið mikilvægan þátt í að viðhalda tengslum við alþjóðlegt samstarf borgarinnar á sviði menntamála. „Á sama tíma er ekki hægt að endurnýja tölvubúnað eða prentara í skólum. Dæmdur en slapp við bótakröfu Fyrrverandi verslunarstjóri í BYKO á Selfossi hlaut á fimmtu- dag þriggja mánaða skilorðs- bundinn fangelsisdóm fyrir um- boðssvik. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa afhent fyrirtækinu 5x vörur árið 2007 án þess að fyrir þær væri staðgreitt. Mað- urinn var í héraði dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi en refsingin var milduð vegna þess að óútskýrður dráttur varð á rannsókn málsins. Sannað þótti að verslunarstjóranum hafi verið ljóst að óheimilt væri að afhenda umræddu fyrirtæki vörur án staðgreiðslu. Áður hafði viðskiptaráðgjöf BYKO bann- að lánsviðskipti við fyrirtækið á þeirri forsendu að tryggingar væru ekki nægar. Hæstiréttur sýknaði manninn af 6,5 millj- óna bótakröfu sem höfðuð var vegna þess að vörurnar höfðu ekki fengist greiddar. Þær kröfur þóttu vanreifaðar. Hirti peninga úr afgreiðslukassa Um tólfleytið á fimmtudag var lögreglunni á Akureyri til- kynnt um rán í Fjölumboð- inu við Geislagötu á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunn- ar í bænum gekk maður inn á staðinn, hrifsaði með sér pen- inga og forðaði sér af vettvangi. Gullnáman og Happdrætti Há- skólans eru meðal annarra fyr- irtækja til húsa að Geislagötu 12 þar sem ránið var framið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var starfsmanni í afgreiðslu ógnað með úða- brúsa meðan ræninginn tók peninga úr afgreiðslukassan- um. Ræninginn var grannur og lágvaxinn klæddur dökkleitum buxum og úlpu með mótor- hjólahjálm á höfði og með bak- poka. Þeir sem gætu gefið upp- lýsingar um grunsamlegar mannaferðir á þessum slóð- um um þetta leyti eru vinsam- legast beðnir að láta lögregluna á Akureyri vita í síma 464-7705. Dæmdur til að sitja inni í tvö ár Viðskiptablaðið greindi frá því að Baldur myndi hefja afplánun í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.