Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 25
Úttekt 25Helgarblað 24.–26. febrúar 2012 B ryndís Schram kemur tölu- vert fyrir í umfjöllun Nýs Lífs um bréfaskriftir eiginmanns hennar, Jóns Baldvins Hanni- balssonar til Guðrúnar Harð- ardóttur sem þá var á táningsaldri. Í Nýju Lífi er meðal annars vísað í bréf þar sem Jón Baldvin lýsir kynlífi þeirra hjóna. Þá lýsir Guðrún einnig viðbrögðum Bryndísar móðursystur sinnar þegar hún sagði henni frá bréf- unum. „Á þessari stundu velti ég því fyrir mér hver minn réttur er. Það er verið að fjalla um mig án minnar vitund- ar,“ segir Bryndís í samtali við DV. „Er þetta lögum samkvæmt eða sam- kvæmt stjórnarskrá? Má birta einka- bréf án leyfis viðkomandi?“ bætir hún spyrjandi við. Bryndís segir málið hafa verið til umræðu innan fjölskyldunnar síðast- liðinn áratug. Það hafi verið á vitorði allra, bæði ungra sem aldinna. „Það voru allir viljugir til að leysa það en það hefur aldrei verið hægt. Nú leys- ist það kannski af sjálfu sér. Þannig að þetta er ákveðin lausn fyrir okkur, að þetta komi fram núna. Graftarnabb- inn sprakk, þá er þetta komið út og þá getum haldið áfram eins og við séum frjáls,“ segir Bryndís. Hún tekur jafn- framt fram að það sé ákveðinn léttir að málið hafi loksins komið upp á yfir- borðið. „Erum bæði hlýlegar mann- eskjur“ Bryndís segir Guðrúnu hafa leitað mikið til þeirra hjóna og hún hafi eig- inlega komið henni í móðurstað eft- ir að móðir hennar lést. „Það var ég sem bar ábyrgð á henni. Hún segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni frá 9 ára aldri. Það er svo mikil ósvífni, rugl og órar. Mér finnst svo sárt að hún skuli láta hafa þetta eftir sér því hún var undir mínum verndarvæng.“ Bryndís segir Jón Baldvin hafa ver- ið hálfgerðan gest á heimilinu á þess- um tíma, enda hafi hann verið mjög upptekinn í stjórnmálum. Þau hafi vissulega bæði verið góð við Guð- rúnu. „Við erum bæði mjög hlýlegar manneskjur held ég og tökum utan um fólk. Að túlka það sem kynferðis- lega áreitni, það er svo mikið rugl.“ Báru sólkrem á börnin Guðrún tilgreinir í viðtalinu í Nýju Lífi ákveðið atvik þegar hún var stödd með Bryndísi og Jóni Baldvini á Spáni árið 1994, þegar hún var 10 ára. Hún segir Jón Baldvin þá hafa snert sig óþarflega mikið og borið á sig sólarolíu. Bryndís segir Guðrúnu sjálfa hafa sóst eftir því að fara með þeim til Spánar. Það hafi hins vegar verið árið 1996 en ekki árið 1994. „Við sátum öll við sundlaugina og vorum að bera sólkrem á þrjú börn og hún var ein af þeim. Hún telur það sem kynferðislega áreitni. Ég vísa því algjörlega á bug að hún hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni.“ Þá fullyrðir Bryndís einnig, líkt og Jón Baldvin, að Guðrún hafi átt frum- kvæði að bréfaskriftunum. Hún hafi viljað að þau skrifuðu sér frá Ameríku, þar sem Jón Baldvin var sendiherra á þessum tíma. Vildi úrskurð strax Bryndís segir að samskipti Guðrúnar við þau hjónin hafi lítið breyst fyrstu mánuðina eftir að Jón Baldvin sendi síðasta bréfið árið 2001. Hún hafi meðal annars heimsótt þau í sumar- bústað á Íslandi og allt hafi virst eðli- legt. En fjögur ár liðu þangað til hún kærði málið til lögreglu. Í umfjöllun Nýs Lífs kemur fram að málið hafi tafist í utanríkisráðuneytinu í heilt ár á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Bryndís segir Jón Baldvin þó ekki hafa haft neinn hag af því. Hann hafi viljað fá úrskurð strax. „Hann gat ekki hreyft sig á meðan ekki var komin niðurstaða í málið. Hann beið í eitt og hálft ár eftir niðurstöðum ríkissaksókn- ara og það var ekki talin ástæða til þess að halda áfram með málið.“ Bryndís bendir á að aðeins sé um að ræða eitt bréf, sem hafi farið yfir strikið og verið rannsakað. „Ég fyrirgaf“ Bryndís stendur þétt við bakið á manni sínum líkt og hún hefur gert frá upp- hafi. „Það er ekki hægt að slíta okkur Jón hvort frá öðru. Í hugum fólks erum við Jón Baldvin og Bryndís. Við erum búin að standa saman í 53 ár.“ Jón Baldvin sagði Bryndísi sjálfur frá bréfunum til Guðrúnar sem innhéldu lýsingar á kynlífi þeirra hjóna. Hún seg- ir þau hjónin hafa rætt bréfin í þaula og málið tilheyri fortíðinni fyrir þeim. „Ég er búin að þekkja þennan mann síðan hann var 15 ára, ég á þúsundir ástarbréfa frá honum og ég þekki stílinn. Hann skrifaði mér þetta sama kvöld og hann skrifaði henni.“ Það fékk Bryndís þó ekki að vita fyrr en ári síðar. „Kannski varð ég svolítið afbrýðisöm og undrandi á því að hann skyldi opinbera okkur svona af því ég vissi að hún var svo ung, að hún myndi ekki skilja hvað hann var að fara. Hún myndi aðeins misskilja allt.“ Með því á Bryndís við að Jón Baldvin hafi ver- ið að reyna að útskýra fyrir Guðrúnu þjóðfélagsástandið í Suður-Ameríku í tengslum við bókina In praise of step- mother, en hún hafi ekki haft þroska til að átta sig á því. Bryndís viðurkennir að hafa einn- ig orðið sár þegar hún frétti af bréfinu en hún fyrirgaf eiginmanni sínum. „Ég fyrirgaf, auðvitað. Kannski ef maður elskar einhvern, þá fyrirgefur maður allt. Öllum verða á mistök. Þetta voru mistök, hann veit það og hann er bú- inn að iðrast þessa alla tíð. Við erum sálufélagar, við Jón Baldvin, bætum hvort annað upp en grátum saman þegar okkur verða á mistök.“ „Afbrýðisöm og undrandi“ n Bryndís segir bréfin hafa verið mistök sem Jón hafi iðrast alla tíð n Jón Baldvin Hannibalsson sendi ungri stúlku í fjölskyldunni bréf n Innihéldu lýsingar á samskiptum við eiginkonuna og vændiskonur n Stúlkan fór úr landi G uðrún segir sjálf í viðtalinu í Nýju Lífi að Aldís, dóttir Jóns Baldvins og Bryndísar, hafi ávallt staðið með henni eins og klettur þrátt fyrir að systur hennar hafi hamrað á því við hana að faðir þeirra væri saklaus uns sekt hans væri sönnuð. Kolfinna, dóttir Jóns Baldvins, skrif- aði á Facebook-síðu sína á miðviku- dagskvöld að ólýsanlegt væri að sjá fjölmiðlaumfjöllun um málið. „Ólýs- anlegt að sitja hér í Brussel og sjá ís- lenska fjölmiðla gera sér mat úr máli sem var afgreitt fyrir mörgum árum og á rætur sínar í alvarlegum veikindum sem hafa valdið okkur miklum fjöl- skylduharmleik sl. 20 ár.“ Þegar hún var spurð út í það í athugasemd við færsl- una hvaða veikindi hún ætti við, svaraði hún: „Veikindi systur minnar.“ Kolfinna og faðir hennar virðast því bæði tengja málið veikindum systur og dóttur með einhverjum hætti. Glúmur Baldvinsson sem stadd- ur var í Afganistan þegar Nýtt Líf kom út stendur einnig með föður sínum og gerði grein fyrir því í Fa- cebook-stöðuuppfærslu, líkt og syst- ir hans: „Í dag á samkvæmt dagskrá að brenna föður minn (af femínistum og fylgifiskum). Ég veit það er voða asnalegt að verja sína menn. Ekki karlmannlegt. Ekki vestfirskt. Amma mín Aldís Schram var ekki femín- isti. En bara eitt: ég þekki þetta mál, ég þekki föður minn og ég veit hvar sannleikurinn býr. Ef faðir minn væri sekur þá stæði ég ekki með honum. Þess vegna lýsi ég því yfir: ég stend með föður mínum og ég fell með föður mínum. Af hverju? Af því að ég hef eitt fram yfir aðra: ég þekki föður minn og ég þekki sann- leikann. So keep it coming and over my dead body. Ég er á leið heim til að standa með föður mínum.“ Ljóst er að nánasta fjölskylda Jóns Baldvins stendur að mestu leyti saman þrátt fyrir að málið hafi feng- ið að grassera í rúman áratug undir yfirborðinu og sé mjög snúið vegna fjölskyldutengslanna við Guðrúnu. solrun@dv.is Fjölskyldan stendur saman n Segja málið eiga rætur í alvarlegum veikindum Varð hrædd eftir bréfið frá Tallinn ríkisborgarar eru grunaðir um að hafa framið brot. „Þetta ákvæði er að nor- rænni fyrirmynd. Kannski eru Norð- urlöndin með hærri siðferðisstand- ard en aðrir, það kann að vera,“ segir Hulda Elsa. Að lokum benti hún á að nú væri verið að vinna að frumvarpi til laga þar sem refsilögsagan er víkkuð út í kynferðisbrotamálum með ákvæði þar sem segir að þótt brot gegn barni yngra en 15 ára sé ekki refsivert í því landi sem það er framið þá sé það engu að síður refsivert samkvæmt ís- lenskum lögum. Það á samt ekki við um 209 greinina sem þarna var til álita. Málið allt hefur fengið svo á Guð- rúnu að hún flutti af landi brott, þar sem hún vill ekki þurfa að rekast á þetta fólk. Þá segir hún að nú hafi hún ákveðið að segja sögu sína í Nýju Lífi því hún væri komin með nóg. Reglu- lega kæmi upp hjá henni sorg, biturð eða reiði og nú vill hún koma málinu frá sér. Það sé kominn tími til að fólk fái að vita sannleikann og taki afstöðu. Fjölskyldur systranna Bryndís Schram Magdalena Scram Hörður Erlingsson Guðrún Harðardóttir Halla Harðardóttir Katrín Harðardóttir Glúmur Baldvinsson Kolfinna Baldvinsdóttir Aldís Baldvinsdóttir Snæfríður Baldvinsdóttir Jón Baldvin Hannibalsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Sálufélagar Bryndís segir þau Jón Baldvin bæta hvort annað upp og gráta saman þegar þeim verða á mistök. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.