Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2012, Blaðsíða 24
24 Úttekt 24.–26. febrúar 2012 Helgarblað
G
uðrún Harðardóttir var fjór-
tán ára þegar síminn hringdi
skyndilega í skólastofunni
hennar í Hagaskóla og henni
var tilkynnt að hún ætti að
koma upp á skrifstofu þar sem henn-
ar biði bréf frá Ameríku. Á leiðinni
á skrifstofuna velti hún því fyrir sér
hver gæti verið að senda henni bréf
og vonaðist til þess að það væri verið
að bjóða henni í einhvern æðislegan
myndlistarskóla. Það voru því mikil
vonbrigði þegar bréfið reyndist vera
frá Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Þannig lýsir Guðrún þessu í við-
tali við tímaritið Nýtt Líf sem birti á
fimmtudag bréf sem Jón Baldvin rit-
aði stúlkunni árið 2001, en bréfin voru
fleiri að sögn Guðrúnar. Hún segir að
Jón Baldvin hafi skrifað sér í tveimur
hrinum, annars vegar á tímabilinu
ágúst til nóvember 1998 þegar hún var
fjórtán ára og hins vegar á tímabilinu
apríl til júní 2001, þegar hún var sext-
án til sautján ára. Jón Baldvin tengdist
stúlkunni fjölskylduböndum en hann
er giftur móðursystur hennar, Bryn-
dísi Schram.
Kærður fyrir kynferðisbrot
Það var svo árið 2005 sem Guðrún
lagði fram kæru á hendur Jóni Bald-
vini, sem þá var sendiherra Íslands í
Finnlandi og Eystrasaltslöndunum,
en Guðrún sakaði hann um kynferðis-
brot gegn sér.
Í kærunni kemur fram að hin
meintu brot áttu sér stað frá því að
hún var tíu til fjórtán ára og svo aftur
þegar hún var sextán og sautján ára.
Þar segir meðal annars að Jón Baldvin
hafi, þegar Guðrún var stödd á Spáni
ásamt fjölskyldu hans árið 1994, snert
hana óþarflega mikið, meðal annars
borið á hana sólarolíu. Fleiri atvik eru
nefnd í kærunni, eins og það þegar
hún fór með fjölskyldu Jóns Baldvins,
til Ítalíu árið 1999, fimmtán ára gömul
og með pinna í tungunni. Sakar hún
hann um að hafa sagt að hann hafi
aldrei kysst stelpu með pinna í tung-
unni og reynt að kyssa hana. Hún hafi
þó náð að víkja sér undan.
Þá segist hún tvisvar sinnum hafa
vaknað við að Jón Baldvin var inni í
eða við herbergi hennar þegar hún
var þrettán og fjórtán ára. Í annað
skiptið hafi faðir hennar verið að reka
Jón Baldvin af stigapalli fyrir utan her-
bergið en í hitt skiptið hafi Jón Baldvin
verið inni í herberginu og boðið henni
viskí og vindil. Þetta kemur fram í um-
fjöllun Nýs Lífs. DV hafði samband við
föður stúlkunnar en hann vildi ekki tjá
sig um málið að svo stöddu. Það vildu
systur hennar ekki heldur gera og ekki
náðist í hana sjálfa.
Þessar ásakanir hafa ekki verið
staðfestar.
Alls átta bréf
Þegar Guðrún kærði Jón Baldvin lagði
hún fram átta bréf sem hann hafði
sent henni. Fimm þeirra voru skrif-
uð árið 1988 og þrjú árið 2001. Bréf-
in voru handskrifuð og stundum á
opinbert bréfsefni en Jón Baldvin var
sendiherra Íslands í Bandaríkjunum
og Mexíkó á þeim tíma er bréfin voru
rituð.
Guðrún lýsir því einnig í Nýju Lífi
hvernig Jón Baldvin hafi dekrað við
hana þegar hún var barn. Hann hafi
komið fram við hana eins og prinsessu
og til að byrja með þótti henni gaman
að pólitíkus héldi svona upp á sig.
Hún segir jafnframt að fyrstu bréf-
in hafi hann sent henni heim og að
hún hafi flissað yfir þeim með systrum
sínum. Bréfin hafi hins vegar orðið
skrýtnari þegar Jón Baldvin bað Guð-
rúnu um að halda bréfunum leyndum
þar til fimmtíu árum eftir þeirra dag
og fór að senda henni bréf í skólann.
Skólastjórinn vissi ekki af bréfum
Þess má geta að Jón Baldvin var kenn-
ari í Hagaskóla á árunum 1964–1970.
Það má því leiða að því líkur að hann
hafi þekkt til í skólanum en það þyk-
ir harla óvenjulegt að senda bréf í
gegnum skóla. Einar Magnússon, þá-
verandi skólastjóri Hagaskóla, sagði í
samtali við DV að það hafi þó þekkst
að krakkar fengju bréf í gegnum skól-
ann. „En það er nú ekki í fjölda tilvika,“
sagði Einar.
Einar sagði að hann hafi ekki vitað
af þessum bréfasendingum Jóns Bald-
vins til Guðrúnar í gegnum skólann.
„Ég er að sjá þetta í fyrsta sinn núna
í blöðunum,“ segir hann í samtali við
DV.
Aðspurður hvort hann teldi eðli-
legt að skólanum bæri skylda til að til-
kynna foreldrum um bréf sem berast
börnunum þeirra í gegnum skólann
sagðist hann ekki vita hvað væri rétt
að gera í slíkum tilvikum. Starfsfólk
skólans gæti ekki opnað bréf sem stíl-
að væri á ákveðinn einstakling, sagði
hann og bætti því svo við að þetta mál
myndi vonandi opna umræðuna um
slíkar sendingar í gegnum skólann.
„Auðvitað vitum við samt að með
þessari tækni sem er komin núna að
það er leikur einn fyrir hvern sem er
að senda barni tölvupóst og annað,
nánast hvaðan sem er.“
Samkvæmt upplýsingafulltrúa
menntasviðs taka grunnskólar ekki
við almennum pósti til nemenda þar
sem skólinn er ekki lögheimili þeirra,
nema um sé að ræða upplýsingar sem
tengjast beint skólastarfinu, svo sem
frá ráðuneyti eða Reykjavíkurborg.
Berist almennur póstur einstökum
nemendum er hann framsendur á
lögheimili þeirra.
Lýsti samskiptum við vændis-
konur
Guðrún segir í samtali við Þóru Tóm-
asdóttur, ritstjóra og höfund greinar-
innar í Nýju Lífi, að fyrstu bréfin hafi
verið saklausari en þau sem á eftir
komu. Hún hafi einu sinni svarað Jóni
Baldvini til að hafa hann góðan en
hann hafi þá kvartað yfir því að hún
væri ekki nógu persónuleg.
Í bréfi frá árinu 1998 sem birt er í
Nýju Lífi segir hann meðal annars:
„Japanskar blómarósir sem liðu hjá
blaðskellandi með aðdráttarlinsur
fyrir augunum minntu mig á þig. Af
hverju? Af því bara, jú, af því að þær
voru skáeygar með há kinnbein og í
æskublóma eins og þú. Og þá fannst
mér allt í einu rétti tíminn til að skrifa
þér, þrátt fyrir daufar undirtektir.“
Það var svo árið 2001 sem Guðrún
varð fyrst hrædd, en þá skrifaði Jón
Baldvin bréf frá Tallinn þar sem hann
lýsti samskiptum sínum við vændis-
konur og talar um þær og Guðrúnu
í sömu andrá. Í öðru bréfi lýsti hann
kynlífinu með eiginkonu sinni, Bryn-
dísi Schram.
Fyrsta bréfið sem hann sendi árið
2001 skrifaði hann frá Tallinn, þar
sem hann var heiðursræðumaður á
hátíðarsamkomu skipulagðri af upp-
lýsingaskrifstofu Norræna ráðherra-
ráðsins. Lýsti Jón Baldvin samskiptum
sínum við vændiskonur þar í landi í
bréfinu og segir meðal annars: „Til að
fá frið bauð ég einni með mér í mat.
[...] Hún var cirka 18 (ert þú ekki að
nálgast það?)“
Þá hvatti hann Guðrúnu um að
svara en sagði þó: „Ég tek auðvitað
ekki við bréfi frá þínum ungmeyjar-
blóma nema þú segir mér einlæglega
frá vöku og draumi, lífi og losta, og
nóttinni í frumskóginum (eða kaþ-
ólska skólanum). Skilurðu?“
Bað hann Guðrúnu um senda
svarið á sendiráð Íslands í Washing-
ton, merkt „privat“. Þetta var í apríl.
Lýsti samlífi þeirra hjóna
Í júní sendi hann annað bréf þar sem
hann segist gera ráð fyrir því að hún
hafi ekki fengið bréfið frá Tallinn fyrst
hún hafi ekki svarað því. Engu að síð-
ur vildi hann senda henni „ljúfa ástar-
sögu eftir rómaðasta skáld Perú, Var-
gas Llosa.“ Sagði hann söguna vera
munaðarsögu þar sem tíu ára drengur
leggur girndarhug á þroskaða konu.
Sagðist hann hafa látið Bryndísi
lesa bókina. „Það vakti með henni
lostafulla værð, svo að ég færði mig
nær og fór að ríða henni í hægum takti
og hún stundi þungt eins og skógardís
undir sígröðum satyríkon.“ Hann út-
skýrir einnig orðið satyríkon: „Maður
fyrir ofan mitti – hreðjamikill geithaf-
ur að neðan og serðir konur án afláts í
draumheimum grískrar goðsögu.“
Þá tekur hann það fram að þetta
sé tilvalin „rökkurlesning fyrir unga
stúlku sem er hætt að vera barn og er
(bráðum?) orðin kona – áður en hún
sofnar blíðsefja á vit drauma sinna.“
Að lokum segist hann verða aleinn
og yfirgefinn í sendiráðinu síðar um
sumarið. Guðrún eigi auðvitað að
koma við hjá honum á leið sinni heim
til Íslands og stytta honum stundir.
„Nóg er plássið í höllinni.“
Nokkrum dögum síðar sendi hann
svo bókina, In Praise of Stepmother,
sem hann sagði að ætti að lokka Guð-
rúnu inn í drauma næturinnar, „þinn
Jón Baldvin“.
Eftir þetta fór Guðrún að segja fólki
frá samskiptum þeirra Jóns Baldvins,
samkvæmt Nýju Lífi. Hún var skipti-
nemi í Venesúela en við heimkomuna
sagði hún fjölskyldunni alla söguna.
Hún sagði eiginkonu Jóns Baldvins
einnig frá framkomu hans. Bryndís
grét og spurði hvort þær gætu samt
verið vinkonur. Guðrún svaraði því þá
til að það kæmi ekki til greina ef hún
færi inn til hans og léti eins og ekk-
ert hefði í skorist. Síðan kvaddi hún
frænku sína grátandi.
Áhrif bókar og áfengis
Líkt og fyrr segir þá kærði Guðrún
málið til lögreglu. Í umfjöllun Nýs
Lífs kemur fram að lögreglan ákvað á
sínum tíma að vísa málinu frá á þeim
forsendum að brotin væru fyrnd auk
þess sem þau hefðu bæði búið erlend-
is þegar seinni bréfin voru send.
Guðrún kærði frávísunina til ríkis-
saksóknara sem fór fram á lögreglu-
rannsókn. Jón Baldvin var kallaður
í yfirheyrslu þar sem hann játaði að
hafa sent bréfin en sagðist ekki hafa
haft neitt kynferðislegt í huga gagnvart
Guðrúnu. Hann hafi hins vegar sýnt af
sér dómgreindarbrest og verið undir
áhrifum af bókinni og áfengi.
Lögreglan óskaði einnig eftir upplýs-
ingum frá dómsmálaráðuneytinu um
þau lög sem voru í gildi í Bandríkjunum
og Venesúela. Beiðnin var send áfram
til utanríkisráðuneytisins þar sem Jón
Baldvin starfaði í átján ár. Þar lá málið
ósvarað í heilt ár áður en lögreglan fékk
svör við sínum spurningum.
Það var svo þann 29. mars árið
2007 sem ríkissaksóknari felldi málið
niður. Ástæðurnar voru margvísleg-
ar. Þar sem ekki var litið á brotin sem
samfellda heild voru meint brot vegna
bréfanna sem bárust í fyrri lotunni
fyrnd. Önnur féllu ekki undir refsi-
ákvæði íslenskra laga.
Tekið mið af lögum Venesúela
Hins vegar voru þau bréf sem send
voru á árunum 2001 og ríkissaksókn-
ari taldi að gætu fallið undir 209. máls-
grein almennra hegningarlaga, eða
brot á blygðunarkennd, ekki fyrnd.
Viðurlögin við slíkum brotum getur
varðað fjögurra ára fangelsi.
Hins vegar voru brotin framin er-
lendis og þegar svo ber undir er skýrt
kveðið á um það í íslenskum hegn-
ingarlögum að aðeins er hægt að
refsa fyrir brot sem framið er erlend-
is ef það er einnig refsivert samkvæmt
þeim lögum sem gilda í því landi þar
sem brotið var framið. „Ef brotið er
ekki refsivert þar þá er refsilögsagan
þannig að við getum ekki náð utan
um brotið, við getum ekki ákært fyr-
ir það þótt báðir einstaklingarnir séu
íslenskir ríkisborgarar,“ sagði Hulda
Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá
ríkissaksóknara í samtali við DV.
Þar sem ríkissaksóknari taldi bréf-
in heyra undir brot á blygðunarsemi
var það ekki fullframið fyrr en blygð-
unarkennd Guðrúnar var særð, eða
þegar hún opnaði bréfin í Venesúela.
Það var því tekið mið af lögum í Vene-
súela þegar ríkissaksóknari ákvað að
vísa málinu frá, en samkvæmt lög-
gjöfinni þar er ekki hægt að særa
blygðunarkennd viðkomandi nema í
almannarými.
Hulda Elsa, sem getur ekki tjáð sig
um þetta mál, frekar en önnur ein-
stök mál, segir að þetta sé spurning
um lagatæknilegt atriði.
Einstakt mál
Þetta mál er þó sérstakt fyrir þær sakir
að það er eitt af fáum málum þar sem
ekki hafa verið til sambærilegar regl-
ur í þeim löndum þar sem íslenskir
n Jón Baldvin Hannibalsson sendi ungri stúlku í fjölskyldunni bréf n Innihéldu lýsingar á samskiptum við eiginkonuna og vændiskonur n Stúlkan fór úr landi
Varð hrædd eftir bréfið frá Tallinn
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
„Ég tek auðvitað
ekki við bréfi frá
þínum ungmeyjarblóma
nema þú segir mér einlæg-
lega frá vöku og draumi,
lífi og losta, og nóttinni í
frumskóginum (eða kaþ-
ólska skólanum). Skilurðu?
„Þá er refsilögsag-
an þannig að við
getum ekki náð utan um
brotið, við getum ekki
ákært.